Glefsur úr frumvarpi Icesave - brotið til mergjar (nr.1)

Nú á næstu dögum mun ég koma með glefsur úr þessu Icesave frumvarpi og fara yfir þær á bloggi mínu.

 Úr frumvarpinu:

>Vart þarf að hafa mörg orð um það hvað hefði orðið um lánshæfismat ríkisins ef íslensk stjórnvöld neituðu að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og semja vegna Icesave- málsins. Fyrir utan þá óvissu sem sá gjörningur hefði valdið þá er ljóst að lánshæfismat ríkisins hefði skaðast verulega enda hefði verið litið svo á að íslensk stjórnvöld væru að hlaupast undan alþjóðlegum skuldbindingum sínum.

mínar aths.>

Þetta er algjörlega rangt mat því að neitun á samningi með mikilli alþjóðlegri kynningu hefði sýnt öllum heiminum ástæður Íslands fyrir neitun á samningi og að við vildum semja upp á nýtt! Neitun á samingi hefði verið á þeim formerkjum að við hefðum áhuga á að semja upp á nýtt með öðrum forsendum.

Síðan hefði hugsanlega (ef þurft hefði) mátt leita eftir lánasamingum utan Evrópusamfélagsins eins og vestur eða austur á bóginn.

 úr frumvarpinu>

>Stofnun Tryggingarsjóðs innstæðueigenda.
    Ísland er á grundvelli EES-samningsins skuldbundið til að innleiða í landsrétt tilskipanir 94/19/EB um innlánstryggingar og 97/7/EB um tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Í lok desember 1999 innleiddi Alþingi tilskipanirnar í íslenskan rétt með lögum nr. 98/1999. Á grundvelli laganna varð til nýr tryggingarsjóður, Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, sem er sjálfseignarstofnun. Aðildarfélög Tryggingarsjóðsins eru viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti og hafa staðfestu hér á landi. Markmið laganna um innstæðutryggingarnar er að veita innstæðueigendum lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi innlánsstofnunar.
    Í lögunum er m.a. kveðið á um rekstur, fjármögnun, greiðsluskyldu og fjárhæð greiðslna úr sjóðnum. Þar kemur fram að dugi eignir sjóðsins ekki til fullrar tryggingar skuli krafa hvers tryggðs innstæðueiganda að 1,7 milljónum króna greidd að fullu en eftir það skuli greitt hlutfallslega inná allar kröfur. Þessi fjárhæð er tengd við gengi evru 5. janúar 1999 og er í evrum 20.887.
    Í athugasemdum við frumvarp til laga um innstæðutryggingar var skýrt með hvaða hætti sjóðurinn tryggði innstæður þegar banki eða sparisjóður stæði frammi fyrir greiðsluerfiðleikum (leturbreyting til áherslu):

mínar aths.> Tryggingasjóður er sjálfseignarstofnun er skýrt hveðið á um hér í frumvarpinu og tryggingasjóðnum hér!

 

Úr tilskipun EES um 94/19EB> 

Markmiðið með þessari tilskipun er að móta
lagaramma til að tryggja frjálsa þjónustustarfsemi í
upplýsingasamfélaginu milli aðildarríkjanna en
ekki
að samhæfa svið refsiréttar sem slíkt.

úr lið 10) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari tilskipun,
takmarkast, í samræmi við meðalhófsregluna, einungis
við það lágmark sem er nauðsynlegt til þess að
ná því marki að starfsemi innri markaðarins sé með
eðlilegum hætti. Ef aðgerða er þörf á vettvangi
bandalagsins og til þess að tilvist svæðis án innri
landamæra sé tryggð í raun, að því er varðar rafræn
viðskipti, skal tilskipunin slá skjaldborg um markmið
í almannaþágu,
einkum þau sem miða að verndun
ólögráða barna og mannlegrar reisnar, neytendavernd
og verndun almannaheilbrigðis
. Samkvæmt 152. gr.
sáttmálans er verndun almannaheilbrigðis grundvallaratriði
í öðrum stefnumálum bandalagsins. 

úr nr. 11:

Tilskipun þessi er einkum með fyrirvara um umfang
verndunar almannaheilbrigðis og neytendahagsmuna,
eins og mælt er fyrir um það í lögum bandalagsins.

úr nr. 25

Innlendir dómstólar, þar með taldir dómstólar á sviði
einkamálaréttar sem fjalla um deilumál sem falla
undir einkamálarétt, geta gert ráðstafanir til að víkja
frá frelsi til að veita þjónustu í upplýsingasamfélaginu
í samræmi við þau skilyrði sem kveðið er á um í
þessari tilskipun

Innlegg frá mér>

Síðan eftir að hafa farið nákvæmlega yfir 97/EB þá er þess hvergi getið varðandi tryggingasjóð. Ef það er hinsvegar einhversstaðar nefnt þá stangast það algjörlega við þessi atriði úr 94/19EB

Það segir  tildæmis hvergi að Ísland eigi að skuldbinda sig til að borga skuldir tryggingasjóðs sem er í einkaeigu. Aðalatriðið er íslenska ríkið á ekki að borga upp tryggingar fyrir einkarekin fyrirtæki. Íslenska þjóðin; almennningur í landinu á ekki að borga þetta. Það er því rangt túlkunaratriði í þessum hluta EES að við séum skuldbundin samkvæmt þessu.

Að framansögðu er alveg ljóst að stjórnvöld eru að túlka EES samninginn í sína eigin þágu til stuðnings frumvarpsins.

Í næsta hluta er komið inn á hugmynd mína um hvernig mætti leysa Icesave.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Rétt hjá þér Guðni.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/

Ísleifur Gíslason, 17.8.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ísleifur. Þessi atriði sem ég kem inn á eru ótvíræð og órekjanleg. Ég mun koma enn frekar á bloggi mínu á næstunni inn á ýmiss atriði. Bæði úr frumvarpi og túlkunum á skoðunum fjárlaganefndar. 

Tildæmis þetta:

1.  ekki að samhæfa svið refsiréttar sem slíkt.

2.  skal tilskipunin slá skjaldborg um markmið
í almannaþágu,

3. Samkvæmt 152. gr.
sáttmálans er verndun almannaheilbrigðis grundvallaratriði
í öðrum stefnumálum bandalagsins.

En heilbrigði almennings vegna ánauðar Icesave til næstu ára er spurningarhæft vegna umfangs þessara svokölluðu lána á Icesave!

4. Tilskipun þessi er einkum með fyrirvara um umfang
verndunar almannaheilbrigðis og neytendahagsmuna,
eins og mælt er fyrir um það í lögum bandalagsins.

Samkvæmt mínum skilningi eru þessi atriði ótvírætt í þágu almennings í landinu!

Ég styð hinsvegar allar skoðanir til stuðnings Lýðveldis íslendinga án ESB.

ÁFRAM ÍSLAND

NEI VIÐ ESB og NEI við ríkisábyrgð á Icesave.

Guðni Karl Harðarson, 17.8.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband