Lífið gefur okkur stjórnmálalega valkosti

Öft getum við haft áhrif á örlög okkar. Fer það eftir hvaða leiðir við veljum okkur í lífinu. En inn í það spilar auðvitað utanaðkomandi áhrif sem geta orðið þess valdandi að við missum stjórn á hverju lífið úthlutar okkur. Tækjum þannig ranga stefnu eða lendum inn í villandi straumum. Á síðari tímum lífsins getur þó lífsreynslan kennt okkur það rétta ef við sjáum að við getum breytt út af rangri leið. En lífsreynsla er mikið og stórt atriði.

Viljastyrkur - Trúfesta - Tilgangur

Við höfum þannig flest okkar valkosti í lífinu. Ef ég fjalla þannig dálítið um sjálfan mig í þessu sambandi. Þannig hef ég átt mína eigin valkosti og kaus að vera trúfastur og viljasterkur í minni trú á að hægt væri að velja hið góða í lífinu. En það er auðvelt að villast af leið ef ekki er verið á varðbergi.

Ef ég kem síðan inná stjórnmálalegt gildi þessara raka. Þegar að ég var unglingur var ég þannig stjórnmálalegt viðrini ef svo má segja. Í fyrstunni trúði ég í einfeldni minni að hægt væri að treysta félagshyggju sem stefnu. Var það á tímum Óla Jó. Síðan kom að jafnaðarþættinum og aðhylltist ég vinstri-jöfnuð. Stundum hélt ég meira að segja að jafnaðar og félagshyggjan gæti unnið saman til góðra verka. En alltaf samt hef ég verið á móti inngöngu í  ESB. Aldrei hef ég þó verið lengst til vinstri né lengst til hægri. Ég hef alltaf verið á móti óheftri peningastefnu. Meðal annars vegna þess að hún tekur frá öðrum og veitir hinum. Sem er ósanngirni.

 Nú hef ég komist að því að allt sem við gerum endar bara á einn veg. Það er einfaldlega fólkið í landinu sem á að stjórna sjálft án stjórnmálalegra stefna. Það erum við sjálf sem getum fundið bestu lausninar, án allra strauma eða stefna. Einmitt vegna þess að allar straumar og stefnur hafa orðið fyrir áföllum. Einmitt vegna þess að sem almenningur gætum við miklu fljótar komist að samkomulagi um mál. Það erum við almenningur sem gætum byggt upp sanngjarnt þjóðfélag. Fólkið er Ríkið og Ríkið er fólkið.

Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálamenn og stefnur þeirra. Staðreindin er sú að stjórnmálamenn eru miklu hallari undir að framkvæma og fylgja eftir stefnu síns flokks hvort sem sú stefna er sú sem þeir aðhyllast eður ei. Þannig lenda þeir í aðstæðum sem þeir verða ósamkvæmir sjálfum sér og samþykkja mál sem eru algjörlega gagnstæð þeirra eigin sannfæringu. Trúfestan og viljastyrkurinn er þannig horfinn út í veður og vind. Alltaf koma upp þannig aðstæður sem gera það erfitt og erfiðara að komast að góðu samkomulagi í málum.

En samt hef ég lært mikið af veru minni innan um þetta fólk sem aðhyllist þessar stefnur. Yfirleitt alltaf til hliðar sem áhorfandi og hlustandi. Samt er ég mjög fúll út í fólk sem ég var málkunnugur og talaði við á sínum tíma. Ég mundi ekki einsu sinni yrða á eða heilsa þessu fólki ef ég mætti því á götu. Þar á meðal er fólk innan núverandi ríkisstjórnar. Sama hef ég séð frá þessu fólki, þar að segja augljósa gremju þeirra til mín. Samt grunar mig að þau halda að ástæður mínar fyrir andstöðu við sig séu allt aðrar en þær í rauninni eru. Er ég þannig hér með skilaboð til þeirra um hið gagnstæða ef það ef einhvern veginn þau eða aðstoðarfólk þeirra ratar hingað inn á bloggið mitt.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú leggur mikkla vinnu í þínar færslur en það máttu bóka Guðni að ég les þær af miklum áhuga enda vantar mig umtalsverðan skilning á þessu máli

Kveðja

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir Finnur. Ég geri mitt besta og að vera málefnalegur

Varðandi sem ég skrifa í þessari grein þá er eins gott að það komi fram að ég:

1. var aldrei meðlimur í Framsókn heldur var sendill hjá þeim í Bankastræti í gamla daga

2. Var meðlimur í Alþýðuflokknum en ekki mikið virkur nema í kosningum. Faðir minn og Afi voru að meginatriðum á sömu skoðunum.

3. Var meðlimur í Þjóðvaka og studdi gerlinguna þar og hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana og fleiri þar.

4. Var meðlimur í Samfylkingu og hef verið smá málkunnugur fólki þar (tildæmis var ég að vinna á Raufarhöfn einu sinni). Hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með kallinn sem var þar einu sinni í brúnni.

5. Hef sagt mig úr Samfylkingu fyrir nokkrum árum síðan.

Segi ég ekki meira núna

Guðni Karl Harðarson, 17.8.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband