Hvað er eiginlega að gerast á Íslandi?

Öll þessi mál sem hafa gengið yfir íslensku þjóðina undanfarna mánuði sýna sterklega að íslenskir stjórnmálamenn eru langt frá því að standa sig. Á milli Alþingis íslendinga og almennings í landinu hefur myndast heil stór brú sem erfitt verður að komast yfir ef ekki verður gert eitthvað strax til að taka á málunum. Almenningur er búinn að fá nóg.

Í langflestum tilfellum þegar að fólk er spurgt þá eru viðbrögð þess mjög neikvæð gagnvart ríkisstjórn og alþingismönnum yfirleitt. Samt er svo oft að fólk svari bara að það hafi ekki áhuga að taka þátt í neinu því það geti ekki séð að það fá neinar breytingar. Það hefur eiginlega bara gefist upp. Á Íslandi ríkir því miður mjög mikið vonleysi meðal almennings.

Við íslendingar lifum í þjóðfélagi þar sem langflestir landsmanna skila af sér oft stórum fjárhæðum til þjóðarbúsins. Almenningur sem stritar oft myrkvanna á milli til að hafa í sig og á. Því ber kjrörnum fulltrúum þjóðarinnar á þingi að hafa hag allra landsmanna fyrir brjósti. En það eru þeir langt því frá að gera. Það er því augljóst að traust fólks á kjörnum alþingismönnum er algjörlega gufað upp!

Viðbrögð stjórnmálamanna við bankahruninu voru kolröng! Því það fyrsta hefði átt að setja í gang nákvæma áætlun til að verja almenning í landinu fyrir fleiri áföllum. Í stað þess eru áföll þau sem þjóðin hefur orðið fyrir ætlað að lenda jafnt á allri þjóðinni. Allra sem tóku ekki þátt í þeim gjörningi sem hefur verið í gangi. Ja, mikil er ábyrgð þeirra fjárglæframanna sem settu þjóðina í þessa stöðu.

Fólki er síðan sagt eitthvað og ætlað að trúa því sem kemur frá stjórnmálamönnum. Þannig koma nær daglega fram blekkingar frá bæði ríkisstjórn og jafnvel alþingismönnum. Stundum er það vegna þess að stjórnmálamennirnir hafa sjálfir hagsmuna að gegna. 

Gömlu gildin gleymd, grafin og ónýt

Stjórnmálamenn á Íslandi hafa fyrir löngu gleymt öllu því sem þeir trúðu á. Þannig eru stjórnmálamenn komnir langt út fyrir öll mörk gömlu stefnu sinnar. Allt gleymt og grafið í amstri lífsins. 

Þannig hafa vinstri menn tapað gömlu góðu gildunum að styðja við hinn almenna verkamann og fólkið í landinu.

Þannig hefur frálshyggjan orðið peningagræðginni ofurliði. Og einstaklinghyggjan boðið afhroð vegna þess að þarfir eins er þátttaka annars.  Allt byggðist hið meinta góðæri á lánum. Lang flestir  byggðu auð sinn af sandi, með lánum.

Þannig má segja að allrar stefnur hafi borið afhroð sem slíkar. Það er sannleikurinn í málinu.

En hver er munurinn?

Hann er sá að vinstri menn ætla sér ekki að snúa til baka til þeirra gömlu gilda heldur að koðna og kæfast í einskonar tilgangsleysi.  Eins og gröftur á þjóðarbúinu sem veit ekkert hvað hann á að gera til að losna.

Hann er sá að hægri menn ætla sér að halda leiknum áfram. Þeir ætla sér ekki að viðurkenna neitt. Ef þeir kæmust að þá yrði bara sett upp ný frjálshyggjustefna þar sem þeir segjast ætla að setja ný lög til þess að verja það að sama komi fyrir aftur. En staðreindin er sú að það er ekki hægt að byggja neitt upp af lánum. Því það kemur alltaf að því að þeir sem hafa lánað geti ekki lánað meir því þeir hafa sjálfir tekið of mikil lán.

Á Íslandi eru tækifæri til að snúa þessari þróun við! Hægt væri að byggja upp réttlátt þjóðfélag sem væri hvorki byggt af peningagræðgi eða valdagræðgi. En til þess að framkvæma og setja í gang slíkt þjóðfélag þarf að búa til valdskiptingu og valddreyfingu. Slíkt verður auðveldara í framkvæmd ef búin eru til smærri samfélög innan eins heildar samfélags. Í stað eins kjördæmis.

Framhald verður á þessari grein á næstunni......

Nú þurfum við almenningur að koma saman til að breyta!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl, æfinlega !

Fyrsta skref; í endurreisninni, er afnám Alþingis - og sóðaskapar þess, hver því hefir fylgt, um langa hríð.

Þess í stað; taki við völdum, 18 manna Byltingarráð þjóðernissinnaðrar Alþýðu.

Svo vitum við báðir; sem flestir landsmanna, að einungis; 2/10 óskapnaðarins, eftir hrunið, er kominn, fram í dagsljósið.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar Helgi og þakka þér æfinlegar góðar kveðjur!

Sammála þér með afnám Alþingis! En hvernig myndum við 18 manna Byltingarráð?

Já því miður á mikið enn eftir af óskapnaði að koma í ljós. Meira að segja tengsl innan flokka inn í þetta allt!

Með beztum kveðjum (ég sakna ztunnar úr íslensku máli!)

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 16.8.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband