Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Smá upprifjun af bloggi mínu
Fyrir ykkur sem eruð að rata inn á bloggið mitt kannski í fyrsta sinn:
"Okkar Ísland" skjalið og Ljóð:
1. Nýðljóð sem var skrifað þegar að Valhöll brann og alþingi var að byrja að taka ESB fyrir.
Í dag átti þjóð mína að svivirða og svíkja,
því svarrar í gömlum Goðum,
í ESB samband of margra ríkja,
og gerræði manna að voðum.
Hér grætur Ísland heitum tárum,
á helgasta íslenskum stað,
og landið stendur eftir í sárum,
en Goðin þau segja nei við það,
Hér logar mikið við Valhöll,
vargold þau segja verkin vera,
þau mættu því við á þingvöll,
því gamla ástkæra landið skildi verja,
2. Slóð inn á skjalið mitt "Okkar Ísland" þar sem ég legg til nýja stjórnsýslu fólksins. Skjalið er 38 síður um nýja stjórnskipun þar sem lýðræði er snúið við og fært til fólksins. >innanfrá yfir í> utantil í stað >utantil yfir í> innantil.
"Okkar Ísland"
Efnisyfirlit
1. Inngangur Okkar Ísland...........................................bls. 3
2. Hversvegna......ég var að skrifa skjalið.......................bls. 4
3. Valdskipting...................................................bls. 5 - bls. 9
4. Skipting landshluta....................................bls. 10 bls. 11
5. Sveitarstjórnir myndaðar..........................bls. 11 bls. 12
6. Svæðisþing...............................................bls. 12 bls. 15
7. Aðalþing...................................................bls. 15 bls. 16
8. Efnahagsstjórn........................................bls. 16 bls. 17
9. Myndun atvinnutækifæra.......................bls. 17 bls. 18
10. Hugmyndir til stjórnunar....................................bls. 18
11. Hugmyndir til efnahagsaðgerða............bls. 19 bls. 31
12. Almannatengsl og viðburðir..................bls. 31 bls. 36
13. Lokaorð og hugsanir..............................bls. 36 bls. 38
Í efni skjalsins er meðal annars fjallað um Stjórnlagaþing og Almannaþing.
Eru hugmyndir í "Okkar Ísland" óraunhæfar? Eða væri hægt að gera eitthvað við þær og þróa áfram? Verið er að setja "Okkar Ísland" í 38 síðna bækling sem hægt væri að fá sent. Möguleiki væri að panta með því að setja nafn og heimili á netfangið: gudni@simnet.is
______________________ "Okkar Ísland" ________________
Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.
Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
http://www.mediafire.com/?ndlrvyyzjyn
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz
_________________________________________________
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.