Ísland og framtíðin

,,er orkustöð vinnandi handa og mannauðs. En af þeim eigum við nóg.

ÞAÐ ER KOMIÐ NÓG!

Nú þurfum við íslendingar að taka höndum saman til að rétta landið okkar út úr þeim gýfurlega vanda sem það er komið í. Það er alveg ljóst að framtíð okkar verður hrikalega erfið ef við gerum ekki eitthvað gott til að rétta landið við og ná þeirri stöðu sem við viljum að það verði í. Þeim kjörum sem við og afkomendur okkar viljum búa við.

En hvernig er það hægt þegar svo margir eru ósammála? Hverjir geta brotið odd af oflæti sínu?

Hvora leiðina á að fara? 

1. að selja landið okkar erlendis til að fá sponsur á móti? Að láta aðra gera verkin fyrir okkur? Að taka lán eftir lán og velta vandanum á framtíðina og vona að aðrir hjálpi að gera hlutina? Að gefa eftir völd til annara þjóða? Að kerfisbundið leggja allan vanda á fólkið í landinu sem á engan hátt tók þátt í að setja Ísland í þá stöðu sem það er í?.. a) með stórauknum skattaálögum? b) með stórhækkunum á öllum vörutegundum? osfrv. Og allt bitnar mest á því fólki sem lenti verst úti og á fólki með lægstu tekjurnar.

eða:

2. að byggja upp Ísland að nýju með eins lítilli utanaðkomandi hjálp eins og hægt er? Að byggja upp mannsæmandi þjóðfélag með litlum og kerfislega smá minnkandi skuldum? Að nota mannauð okkar til nýskapandi verkefna út um allt land? Að nota tækifærin til að búa til og gera eitthvað nýtt? Að gefa fólkinu úti á landssvæðunum tækifæri til að taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland? Að setja í gang uppbyggjandi atvinnusköpun út um allt land? Allt með eins litlum skuldum eins og hægt er!

Það er alveg augljóst hvora leiðina ég veldi ætti ég þess kost að vera þátttakandi í verkefnum að því lútandi að rétta Ísland við út úr þeim vanda sem það er í! Leið 2!

En hvernig má það vera að við getum treyst stjórnmálamönnum til að gera hlutina þegar að öll vinna þeirra er bundin ákvæðum og eftirgjöfum frá eigin flokki og samstarfsflokks þess í Ríkisstjórn? Geta þessir stjórnmálamenn losað sig við hömlur og játað sig sigraða? Eru þeir tilbúnir til að játa að framtíð Íslands er framar öllum völdum og valdastöðum sem draga úr öllum framkvæmdum og seinka þeim?

Það er alveg ljóst að það besta sem gæti komið fyrir Ísland er eitthvað algjörlega nýtt! Við erum að falla á tíma! En til þess þurfa stjórnvöld að viðurkenna þessa nýju leið! Og sem er enn erfiðara er að stjórnmálamenn þurfa að gera sér ljóst að ný leið; þýðir einmitt algjörlega nýtt!

Í mínum huga er það alveg ljóst að allir flokkar hafa reynt með sér til að stjórna landinu og mistekist! Í mínum huga þarf að losa sig við allar þær hömlur sem flokkar hafa á fólk. En vissulega er gott fólk innan allra flokka. Og auðvitað getur sumt af þessu fólki verið kosið upp á nýtt í nýju stjórnkerfi fólksins, án flokka. En það þarf bara að gera sér ljóst að framtíð Íslands er fyrir allt vinnandi fólk í landinu sem er tilbúið að taka þátt í uppbygginu landsins án sérhagsmuna eins og eigin peningasöfnun og eða valdaþorsta.

Áttum okkur á að með því að skipta landinu niður í vinnusvæði getum við miklu auðveldar framkvæmt og sett í gang ný fyrirtæki með verðmætaskapandi vöruflokkum. Sér íslenskum. Þannig gæti hvert landsvæði tekið að sér að auka landsframleiðslu töluvert árlega! Tildæmis um 3% til 5% árlega á hvert svæði.

Með nýju stjórnkerfi getum við byggt upp landið okkar á mun styttri tíma en með leið 1! Vissulega verður verkið erfitt og erfiðast fyrstu árin. En eftir nokkur ár förum við að sjá árangur erfiðisins. 

En að búa til nýtt Ísland krefst ýmissa fórna af fólki. Allskonar fórna! Þar á meðal siðferðisbreytingar og hugareflingu um hvernig land við viljum búa í!

Að líta yfir landið okkar og sjá hvernig fólk hegðar sér vekur upp spurningar hvort við eigum yfirleitt skilið að vera þátttakandi í endur uppbyggingu landins? Slík er hegðun fólksins að daglega má sjá ýmislega atburði sem sína vanvirðingu fólks í umhverfi þess. Til þess má nefna hluti eins og umgengni fólks á ferðum þess. Bara lítil dæmi er sóðaskapur og vanvirðing á lögum og reglum sem eru nauðsynlega sett á í samfélaginu. Sóðaskapur eins og sígerettustubbar og sælgætisbréf út um allt. Vanvirðing eins og sífellt tal bílstjóra í farsíma í bílum á ferð. Athöfn sem er stórhættuleg og getur haft áhrif á bæði viðkomandi aðila og utanaðkomandi aðila. Ég hef sjálfur séð árekstur vegna tals í farsíma. Þetta eru bara lítil dæmi sem hér er minnst á.

Eins og sjá má er ýmislegt sem mætti laga í fari okkar sjálfra til að eiga jafnan rétt á að vera þátttakandi í nýrri uppbyggingu. Það er alls ekki sanngjarnt að sumir sem hafa gert, gera og lifa eftir sinni sannfæringu þurfi að búa við það að aðrir geri það ekki. Og raunar mjög svekkjandi fyrir fólk sem gerir sér grein fyrir því hvernig lífi það vill lifa og því lífi sem það fer eftir en aðrir gera ekki.

Ég skora á fólk að koma saman til að setja upp og sína fram á að við getum gert hlutina öðruvísi! Til að geta sýnt að okkur er alvara þurfum við að setja sýna fram á að hægt væri að gera hlutina öðruvísi en stjórnvöld vilja gera. Að koma með skýrar og skorinorðar áætlanir. Aðgerðir fólksins!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband