Varðandi Heit mitt á Laugardaginn næsta

Ég hef ákveðið að fresta uppákomu sem átti að vera framhalds Heit mitt og vera á laugardaginn í Lýðveldisgarðinum á Hverfisgötu.

Er það einfaldlega vegna þess að ég ætla ekki að standa einn í svona framkvæmdum. Þessi mál snúast ekki um mig sem persónu heldur mikilvæg málefni Íslands. Þar sem amk. svo virðist vera að enginn ætli sér að standa með að svona góðum hlutum hef ég ákveðið að fresta uppákomunni! 

Það er dapurlegt hvernig komið er fyrir Íslandi og sárgrætilegt að enginn bjóði sig fram þegar ætlað er að gera góða hluti með því að vekja athygli á málum með aðgerðum sem þessum.

Ég mun endurskoða afstöðu mína þegar að einhver bíður sig fram til að standa í þessum hlutum með mér! Ég mun vera tilbúinn að skipuleggja uppákomu með öllu góðu fólki. Þannig sér uppákomu Lýðveldissinna.

Hinsvegar hefur komið í ljós að ég þó ég segi sjálfur frá er góður ræðumaður sem slíkur. Ég er hinsvegar farinn í sumarfrí út á land og ætla að hvíla mig á þessum málum öllum í nokkra daga. Í góðri afslöppun.

Hér er Heit mitt sem ég var búinn að setja saman fyrir Laugardaginn

 Sæl og blessuð og velkomin öll sömul,

Ástæðan fyrir veru minnar hér eru miklar áhyggjur yfir álög þau sem á að setja yfir landið okkar ef við ákveðum að ganga í ESB. Mér finnst ég verða að tjá mig um þessi mál og geri því það óhræddur.

Ég mæti því þessvegna hingað til að lesa upp heit mín sem íslendingur. Sem skerpa á hlutverki míns sem íslendings í huga mér. Er það  vegna mikilla áhyggna minna á því að við töpum mikið af okkar séreinkennum sem þjóð og sem íslendingar ef við göngum inn í ESB.

Þessvegna finnst mér ég þurfi að skerpa á þessum atriðum með því að minnast lítillega á þau.  Og hvet fólk til að gera eitthvað svipað. Ef ekki hér þá í huga sínum.

  1. Lýðveldissinnar eru sem slíkir framverðir Íslands og verður minnst í framtíðinni sem heiðursmanna sem unnu að verja heiður Íslands. Það er mitt Heit að verja heiður Íslands!

      2. Á Íslandi hefur alltaf verið mikið baráttufólk. Við höfum alltaf tekist á sjálfvið  alla þá atburði sem hafa komið upp í þjóðfélagi okkar.  Hvernig svo sem þeir eru.  Við höfum alltaf ræktað okkar eigin garð. Jafnvel þó að það komi upp arfi þá eigum við réttinn  sjálf að reita hann burt, hreinsa upp garðinn okkar og endurgera hann sjálf.  Að ætla og vilja  gera það tel ég vera íslenskt og Heit í sjálfu sér.

Flest öll lendum við í að gera mistök í lífinu. Ég er ekki þar sjálfur undanskilinn. En við eigum sjálf að takast á við öll þau vandamál sem koma upp og gera eitthvað nýtt í staðinn.  Að vera íslendingur er meðal annars að eiga tækifæri til að nýta okkur öll gæði landins okkar. Að hafa tækifæri til að gera eitthvað frábært sem enginn annar hefur gert. Slík tækifæri  bíður  auður landsins okkar upp á, hvort sem það er mannauður eða náttúruauður og við eigum að notfæra okkur sjálf öll þau tækifæri sem Ísland hefur upp á að bjóða.

 Að ætla sér að gera hlutina öðruvísi er að mínum dómi algjör aumingjaskapur og eftirlátssemi.  

2.      3. Ég ætla að biðja ykkur að hugsa mjög vel um og taka vel og vandlega eftir því sem ég hef nú að segja:

Á Íslandi eru það mikil tækifæri í auðlindum okkar að hægt væri auðveldlega að koma saman og endurgera Lýðveldið á Íslandi án aðkomu utanaðkomandi afla eins og innganga í samband evrópulanda. Auðvitað yrðu  slíkir hlutir erfiðir. En að ætla sér að gera slíka hluti inni í þessu tiltekna sambandi er einfaldlega miklu erfiðara og mundi stórlega draga úr getu okkar til að rétta landið út úr þeim vanda sem það er í.

Allt sem er nýtt og er að þróast verður að fá að gera það óáreitt. Það er því prinsippatriði að við íslendingar fáum að vera í friði við að framkvæma hlutina algjörlega óáreittir. Í sjálfu sér er það Heit að skerpa á þessu atriði og vilja taka þátt í því að endurgera Ísland með vinnu sinni.  Það er mín staðföst trú að að á Íslandi búi öflugt og vinnusamt fólk sem vill koma að því að endurreysa  landið okkar sjálft. Án inngöngu í ESB.  Að þannig starfi vildi ég koma að endurreysa Ísland. En þú?

Þakka ég svo fyrir og vil minna á að ég mun alltaf bjóða mig fram til að standa vörð að heiðri Íslands! Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl - og njóttu stopulla sumarstunda, til hins ýtrasta !

Hlakka; til endurkomu þinnar, og,....... hætt er við, að við þurfum; allmörg, að fara að hittast, og skipuleggja raunhæfar aðgerðir, haldi fram, sem horfir.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll; Óskar Helgi þakka þér fyrir hlýleg orð. Ég er á leiðinni vestur og norður á bóginn á morgun. Ætla að vera nokkra daga í hinum ýmsu göngutúrum og afslöppunum í sundi.

Við verðum að fara að hittast þessir allir sem eru sama sinnis! Við þurfum að fara að skipuleggja eitthvað. Ég legg til í byrjun ágúst. En þegar að við byrjum á fullu þá kemur fólkið allt með!

Með beztu kveðjum úr Árbænum í Reykjavík

Guðni Karl Harðarson

Guðni Karl Harðarson, 24.7.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sæll Guðni ég dáist alltaf af hugsjónamönnum eins og þér, þó ég sé ekki endilega sammála, vegna þess að þú setur þetta vel fram án fúkyrðaflaums.

Bestu kveðjur

Finnur Bárðarson, 24.7.2009 kl. 15:49

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Finnur og þakka þér fyrir.  Hugsjónir hef ég jú en þarf að finna leiðir til að framkvæma þær. Ég er í sumarfrí og er nú staddur norður á Akureyri. Ég hef haft nógan tím til að hugsa þessi mál öll í  ró og næði. Ég er búinn að fá nokkrar hugmyndir sem ég ætla að byrja að framkvæma strax eftir helgi.

>fúkyrðaflaums?

Stundum er ég ofsalega hæðinn að þessari ríkisstjórn. Og ég á það til að búa til níðvísur um þetta lið allt.

Ég fer að blogga aftur á fullu í byrjun næstu viku.

Bestu kveðjur,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 31.7.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband