Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Nú skulum við sjá til!
Nú skulum við sjá til hvort ríkisstjórnin eða alþingi standi með þjóðinni eða ekki! En það mun verða í minnum haft svikin við þjóðina ef þessi samningur fer í gegn.
Hvernig er Lýðræðið á Íslandi? Er það tæplega nokkuð þar sem misvitrir stjórnmálamenn ætla sér að taka í frammi fyrir hendur þjóðarinnar?Því það er á hreinu að þjóðin mun ekki samþykkja þetta!
Eða mun þjóðin fá að ráða hvort þessi Icesave samningur fer í gegn?
Ef þessi Icesave samningur verður ekki felldur á alþingi mun þjóðin segja sitt orð! Alveg á hreinu.
Hvort skiptir meira máli fyrir þetta fólk að halda ríkisstjórn eða standa með fólkinu í landinu?
Bjóðum upp á annan samning sem væri með allt öðrum formerkjum. Vilji þeir ekki semja þá fer málið fyrir dómstóla og í hring. Því það verður að semja upp á nýtt vegna þess að islenska þjóðin samþykkir ekki þennan gjörning.
![]() |
Fundað um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.