Sunnudagur, 28. júní 2009
Listin að lifa á Íslandi
Ég hlustaði á mjög athyglisverðan þátt á Rás 1 klukkan 13.00 laugardaginn 27 Júní. Í enda þáttarins talar María Kristjánsdóttir um mjög athyglisvert efni þess að búa til hugmyndir til þess að gera eitthvað nýtt vegna þess að það og þau stjórnmálakerfi sem við búum við er ekki að virka.
Til þess að gera varð hugmyndin að "Okkar Ísland" til vegna þess að ég taldi að íslendingar þyrfti eitthvað fyrir alvöru nýtt fyrir framtíðina. Nýtt til að geta tekist á við þann vanda sem búið er að setja þjóðina í.
Hér er þátturinnn og pistillinn hennar:
Listin breytir heiminum, listin viðheldur óbreyttu ástandi
Hljóðritun frá málþingi á Kjarvalsstöðum 21. maí sl. Seinni hluti.
Fram koma: María Kristjánsdóttir, Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson, og Hjálmar Sveinsson sem stjórnar málþinginu.
Samantekt: Ævar Kjartansson.
Hér er linkur á hljóðritunina:
http://dagskra.ruv.is/ras1/4469894/2009/06/27/
________________________________________________
Hvað er til ráða þegar að stjórnmálamenn og stefnur þeirra hafa brugðist okkur? Svona alvarlega líka. Mér er hugsað til hryllings til þeirrar framtíðar sem þetta fólk ætlar að bjóða okkur upp á.
Síðan hefur það sjálft svo gott að það þarf sjálft ekki að hafa neinar áhyggjur á framtíðinni. Er það af öfund sem hérna er sett fram? Nei! Alls ekki því málin ganga út á réttlæti. En hvaða réttlæti er þetta fólk að bjóða upp á?
Í stöðu þeirri sem hljóðfélagið er og öllum mótmælum sem hafa réttilega verið þá kemur fólk fram með hugmyndir. Einn með eina sérstaka hugmynd sem er kannski bara smá sem slík. Síðan aðrir með aðrar. En hvað á að gera við slíkar hugmyndir? Sameina þær og búa til eitthvað nýtt úr þeim? Eða sameina þær til að setja þær fram innan um það sem virkar ekki?
Það er alveg ljóst að margt fólk er fyrir löngu orðið þreytt á stjórnmálamönnum. Vegna þess að þeir eru langt því frá að standa sig. Síðan er fólk búið að fá nóg af þessum stjórnmálastefnum sem hafa gengið í öllu samfélagi manna. Vegna þess að það kemur alltaf betur og betur í ljós að þær virka ekki. Eru ekkert að gera fyrir almenning. Nú eru allir flokkar búnir að reyna sig við stjórnun á Íslandi og hafa ótvírætt sannað vangetu sína til að stjórna landinu. Sérstaklega á þessum óróatíma.
En er þá ekki kominn tími til þá að fá nýjar hugmyndir? Breyta til? Setja hugmyndir saman og búa til eitthvað nýtt? Losa okkur út úr viðjum þess vana að kjósa alltaf þetta sama lið sem svo gerir svo lítið fyrir okkur?
Einmitt þessvegna hafa mínar hugmyndir orðið til í kringum "Okkar Ísland" Hugmyndirnar í "Okkar Ísland" kristallast í því að hér á Íslandi býr margt fólk sem vill í raun vinna saman til að búa til mannsæmandi þjóðfélag. Þannig þjóðfélag að sem flestir geti haft mannsæmandi líf.
Hugmyndirnar í "Okkar Ísland" kristallast líka í því að hér á landi eru fullt af vinnandi fólki sem væri tilbúið að taka sig saman til að verja Ísland undan oki og ánauð þeirrar framtíðar sem stjórnvöld ætla sér að bjóða því upp á. Tilbúið að vinna saman að því að koma Íslandi út úr þessum fjármálavanda sem þessir "einstaklingar" settu það í. Fólk sem vill ekki að landið okkar lendi í útlendum höndum sem geta haft ákvarðanir um hver framtíð Íslands er. Við viljum gera hlutina sjálf.
Í lífi mínu hef ég sem verkamaður verið að vinna út um allt land. Svo dæmi séu nefnd: Í Ólafsvík, Á Flateyri, Raufarhöfn og Hörn í Hornafirði. Ég hef þannig kynnst fullt af góðu fólki. Vissulega með mismunandi skoðanir á ýmsum málum. En samt fólk sem vann hörðum höndum til að hafa í sig og á. Slíkt fólk er það sem veit hvað Ísland er. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að langflest af þessu fólki og afkomendur þeirra sé tilbúið að vinna saman til að koma Íslandi út úr þeim fjármálavanda sem það er í. Vinna saman án íhlutunar utanfrá.
En vissulega er ekki hægt að fara af stað og framkvæma hluti án þess að búa til undirstöðu! Festingu sem tryggir það að á meðan að fólkið býr til verðmæti fyrir Ísland. Tryggingu að því að á leiðinni þurfi ekki að koma eitthvað fyrir sem er þess valdandi að kaup okkar og kjör hrapi niður á meðan. Því að ef þetta fólk ætlar sér að vinna þá verður auðvitað að stiðja við það! Þetta helst allt í hendur.
Til þess að gera urðu hugmyndir "Okkar Ísland" til. Í því er gert ráð fyrir að fólk vinni sem best saman í nálægð við hvort annað. Síðan gerir nálægðin fjarlægðina klára og býr til þennan heildarpakka sem Ísland ætti að vera. Sanngjörn lífsskilyrði!
En það er alveg ljóst að þeir sem eru við stjórnvölinn á Íslandi ætlar sér ekkert að gera neitt fyrir alvöru til að koma Íslandi út úr þeim vanda sem landi er í. Í stað þess á að fara hinn veginn með því að skuldsetja framtíðina og troða okkur inn í samband þar sem við höfum mjög lítil áhrif. Í stað þess á að leita inn í samband þar sem lífið verður alltaf þannig að við íslendingar munum alltaf þurfa að leita leyfis ef ætlum að framkvæma einhverja hluti. Í stað þess á að gera vanda Íslands miklu meiri enn hann er nú þegar. Ekkert er gert til að snúa þróuninni við!
ÁFRAM ÍSLAND! Ég skora á fólk að taka saman höndum og vinna saman að framtíð Íslands. Framtíð þar sem fólkið sjálft framkvæmir hlutina best án aðkomu flokka og þessara venjulegu stjórnmálamanna!
Losið ykkur út úr viðjum flokkakerfis og tökum höndum saman því annars munum við aldrei geta gert neitt í alvörunni til að rétta Ísland við út úr þeim vanda sem landið er í. Vanda sem mun bara stóraukast ef við gerum ekkert fyrir alvöru til að losna við hann.
ÁFRAM ÍSLAND! VINNUM SAMAN ÍSLENDINGAR!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.