Niðurkoðnaðar hugsjónastefnur eða hvað?

Hugleiðingar leikmanns og verkamanns.

Í aldanna rás hafa menn komið með allskonar pólitíska strauma og stefnur eins og við vitum. Hugsjónir sem í fyrstunni hafa gefið loforð og góð fyrirheit. Hugsjónir sem í fyrstunni virðast ganga í þjóðfélögum.

Stefnur þessar sem eru margvíslegar hafa verið reyndar í samfélagi manna í gegnum aldirnar. Sumar þeirra eru við lýði enn og grassera sem slíkar súrsætar inn í sumum ríkjum og löndum. Aðrar hafa verið reyndar en gefist upp á að nota þær því komið hefur í ljós að þær ganga ekki. 

Þegar að stefna hefur verið við lýði í nokkuð langan tíma og miklir ókostir hennar komið fram þá tekur oft mjög langan tíma að gera gagngerar breytingar í þjóðfélaginu ef komið væri með aðra og kannski nýja stefnu. Ástæðunar þessa eru nokkrar. En ein þeirra er sú að þeir sem fylgja einhverri fastri stefnu eiga svo erfitt að falla frá henni og viðurkenna að hún virkar ekki. Er það ýmist vegna þess að stefnan hentar þeim sjálfum mest og afþví að hún hentar þeim sjáflum þá segja þeir að hún geti hentað jafnt og verið fyrir aðra. Eflaust má týna fleira hér til en best væri að gera það með því að skoða pínulítið sjálfar stefnurnar og hversvegna þær hafa ekki virkað og virka ekki.

Ég sem skrifa þessa Blogggrein ætla auðvitað ekki að fara nákvæmlega í gegnum allar þessar stefnur þó lesið hafi nokkuð um. Þar á meðal fræðigreinar eftir þessa svokölluðu ofur-stjórnmálafræðinga. Til þess jafnvel gæfist ekki einu sinni tími hér. Enda er þessi greinarskjóða aðeins ætluð sem slík að beina sjónum manna aðeins á hversvegna ekki. Aðalröksemdafærslan mín eru augu mín inni í samfélaginu til að sjá hvað þar fer fram. En til þess þarf dálítið að líta á hlutina hlutlaust og ef svo má segja; hreinum augum. Skoða allt frá sjónarhóli leikmannsins. Losa sig út úr höftum stefnanna og líta á málin með hlutlausum augum.

Þannig get ég nú notað tækifærið og komið aðeins inn á hvað Bloggnafnið mitt merkir: hreinn23 merkir meðal annars það að komast út úr höftum og í aflausn ef svo má segja. Hafa litlar þarfir í þessa veru. Hafa leyfi til að vera púffaður og raunverulega frjáls. Því frelsi er í reynd að vera laus við að láta festa sig í einhverju. Skoða síðan aðstæður með þessum augum. Þannig hef ég í gegnum lífið kosið að líta þjóðfélgaðið þessum augum. Mitt val.

Stefnur þessar sem skrifað er hér um eru margvíslegar. Hér kem ég sem leikmaður aðeins stutt inn á einvherjar þeirra og álit mitt hversvegna þær hafa ekki gengið. Hér er ekki ætlunin nema að vera stuttorður. Þar að segja koma að aðalatriðunum.

Kommúnismi

Alræði öreiganna? Hversvegna gekk það ekki?

Fljótlega mátti sjá að það gengi ekki í þjóðfélagi manna að hafa ofur Ríkisvald yfir fólki. Hvað sem öðru líður var auðveldlega hægt að sjá að það var enginn jöfnuður á meðal fólks heldur ofurvald sem stjórnaði fólkinu, almúganum. Meðan að þetta ofurvald stjórnaði sér sjálft og höfðu það sjálfir eins og þeim líkaði, lifði almúginn við kröpp kjör og fátækt eins sjá mátti tildæmis með mikilum vöruskorti í búðum. Og þetta ofurvald gerði það sem þeim sýndist og stjórnuðu með harðri hendi þar sem fólkið hafði ekki einu sinni frelsi um eigið val.

Frjálshyggja

Alræði ofurfrelsisins? Hversvegna gengur það ekki?

Í frjálshyggjunni ganga menn um frelsið eins og skít því þeir fara með það og nota í talfærum sínum eins og þeim sýnist. Ef þeir vilja eitthvað fyrir sig sjálfa þá beita þeir frelsinu fyrir sig. Inn í þessa stefnu blandast einstaklingshyggjan og krafan um frelsi einstaklingsins til athafna og framkvæmda. Helst án hafta ríkisins.

En hvað hefur þetta svokallaða frelsi fært þjóðfélaginu? Er það réttlátt að sumir eigi að hafa meira frelsi en aðrir? Öll getum við séð hvað þetta svokallaða frelsi hefur fært okkur. Í þessu öllu ofurneysluþjóðfélagi þar sem vissir einstaklingar sem verða ekki nefndir hér á nafn vildu gera allt eins frjálst eins og þeir gátu. Allt virtist ganga vel í fyrstu. Og margt fólkið í landinu hreyfst svo með. Síðan kom það í ljós að þetta gekk ekki til lengdar. Þetta var eins og bóla sem sprakk. Ástæðan? Að mestu leiti af því að grunnurinn var byggður á sandi og hafði litla haldfestingu. Hversvegna? Vegna þess að ef einhver vill eitthvað þá vill hann meira og meira. Jafnvel þó það þurfti að taka lán eftir lán til þess að halda áfram. Lán sem voru sum hver til að borga upp önnur lán og önnur lán til að fjárfesta til að borga upp önnur lán. Allt byggðist þetta á þessari svokölluðu veltu. Ofur veltu, Neikvæðri veltu sem var búin til að sýna fram á að það mætti alltaf halda áfram á meðan að hægt væri að taka ný lán.

Bóla sem sprakk því að í reynd er ekki hægt að hafa neikvæðan höfuðstól! Og það hlaut að koma að því að ekki væri hægt að taka fleiri lán því hinir sem lánuðu þurftu sjálfir lán.

Hvaða réttlætið er í slíku? Vilt þú sem lifir í þessu þjóðfélagi ekki hafa jafnt réttlæti sem aðrir?

Auðvitað munu þessir menn neita þessu öllu og halda áfram. Hvað annað? Þeir vilja hafa það svo gott. Og oft skiptir þeim litlu máli almúginn sjálfur nema ef væri til að hafa gott af þeim og láta þá trúa sér. Það helsta sem skiptir máli eru vinirnir sem gáttu stutt við þá. Því með því að hjálpa (ef þeir voru þó ekki óvinir vegna valdabaráttu) hvor öðrum þá gætu þeir vaskast áfram. Og ætla sér enn.

Svo er  það blessuð Jafnaðarstefnan

Göfug stefna? Ha? Jú, jú ef það væri farið eftir henni. En ef það er eitthvað göfugt við það að búa til batterí þar sem fólki er gefin trú á að þeir hafi jöfnuð en í reynd sé enginn jöfnuður, þá afneita ég slíku!

Í þessari svokölluðu jafnaðarstefnu er talað fjálglega um að það eigi að vera jöfnuður í þjóðfélaginu þegar að það er enginn. En hvenær kemur það í ljós? Einmitt þegar að svona aðstæður í þjóðfélaginu eru að grassera þá sést hvert jöfnuðurinn leitar! Það á að verja fyrirtækin en ekki hið raunverulega atvinnuskapandi fólk sem vinnur við að búa til þessi svokölluðu lífsskilyrði sem við ættum að búa við. Þegar að þjóðfélagið lendir í áföllum eins og nú, þá kemur í ljós að þeir ætla sér að láta aðstæðurnar lenda á þeim sem bjuggu þær ekki til. Vinnandi fólk í landinu. Þeir átta sig ekki á því að það er fólkið í landinu sem býr til gæðin en ekki einhver fyrirtæki. Það byrjar með fólkinu!

Síðan er það þessi hryllingur að ætla sér að gefa eftir vilja fólksins til starfs og leiks. Að afhenta það ofurvaldi erlendis frá. Í stað þess að viðurkenna að það er fólkið sjálft sem býr í þessu landi sem velur að framkvæma hluti og búa þá til. 

Í þessari grein ætla ég ekki einu sinni að nefna hinar stefnunar sem hafa verið í gangi hér. Þennan svokallaða nýsósíalisma og félagshyggju framámanna.

Kanntu að gefa eftir? Kanntu að viðurkenna ef eitthvað virkar ekki?

Getur það verið að allar þessar stefnur hafi verið búnar til með því að búa til hópa? Ég spyr því í mínum huga er þessi hópun stærstu mistökin! Með því að njörfa eitthvað niður ertu búinn að festa þig í aðstæður. SPURNINGARMERKI!

Eins og ég sé heiminn fyrir mér er það fólkið sjálft sem skiptir máli! Frekar en að búa til stefnur og strauma! Ríkið er fólkið og fólkið er ríkið. Því að í ríkinu er fólkið sem lifir í því. Stjórnun er bara batterí til vals fólksins til starfa og leiks. Stjórnun er ekki flokkur eða ofurvald yfir fólkinu, heldur fólkið sjálft sem velur hvað það vill. Stjórnun á því alltaf að vera meðfærileg og geta auðveldlega tekið breytingum inn í þjóðfélagið. Fólkið sjálft á að stjórna ríkinu sem landinu en ekki ríkinu sem vald yfir fólkinu. Fólkið á að hafa vald yfir sjálfu sér og gefa sér færi á síbreytileika í stað þess að festast í valdi einhvers sem síðan getur orðið til ónægju fólks vegna aðstæðna sem gefur öðrum eitthvað meira eða eitthvað sem stendur á móti vilja hins.

Þannig væri auðvitað best að gefa fólkinu sjálfu færi á að stjórna því þá er ekki til þetta venjulega ríki í orðsins þeirri merkingu. Gefa fólki færi á að eiga val um valdskipti og tilfærslu valds frekar en að festast í valdi. Valdskipting.................

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband