Vita mátti að þetta lið er vanhæft til verka

Hvað segir þessi frétt okkur eiginlega? Samkomulag um ekki neitt?

Það er löngu ljóst að þær hreytur sem verkafólki er rétt er löngu farið inn í verðlagið! Vöruverð er komið langt upp fyrir þessa smáaura sem þeir geta ekki einu sinni samið um og þurfa frest til.

Að ætla sér að spila á vextina er eins og að spila póker með launahækkun verkamanna fram í nóv. Enginn veit hvernig vextirnir verða. Og þó þeir geti lækkað eitthvað (innan þeirra marka sem þeir gefa sér) þá veit enginn hvað gerist síðan eftir það, nema að það er nokkuð öruggt að erfitt verður að halda vöxtum niðri í því ásigkomulagi sem þjóðfélagið er.

Síðan er þessi svokallaði stöðuleikasáttmáli ríkisstjórnar. Ef inni í þeim sáttmála er eitthvað í líkingu þess sem kom fram vegna auknar álögur á fatlaða um daginn. Þá er öruggt að slíkur sáttmáli gerir ekkert þvi stjórnin þorir ekki að hreyfa við neinu.

Bíðum og sjáum til.......


mbl.is Samkomulag um launalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband