Já eða nei?

Ég er nú bara ekki alveg sammála henni Rögnu þarna, nema að hluta.

Maðurinn hefur þurft að bíða í 2 ár í kerfinu eftir að fá að vita hvort hann fengi hæli og síðan fengið neitun. Þegar hún er að tala þá gleymist henni að minnast á þennan ofurtíma sem þetta tók fyrir manninn.

Málið er að ef svona mál fæst endurupptekið ætti skjólstæðingurinn (hælisleitandinn hver sem hann er) að eiga rétt á hraðafgreiðslu vegna þess hversu mál hans var lengi að bíða í kerfinu í fyrra skiptið.

Ég skil að sumu leiti örþrifaráð mannsins og ég get ekki séð að Ragna sé að tala fyrir munn hinna sem sýni minni aðgangshörku. Þvert á móti get ég skilið vel að þeir sem bíða gætu vel skilið afstöðu mannsins og þessi aðgerð hans gæti haft góðar afleiðingar á þann veg að svona mál verði fyrr tekið upp í kerfinu og svipaðar aðstæður kæmu ekki aftur upp. Hinir sem bíða (eða í framtíðinni eiga eftir að bíða) hljóta að hugsa hvernig þetta verði fyrir sig eftir svona dæmi......

Hinsvegar er tímasetning hans kannski ekki alveg rétt. Ef hann þurfti endilega að gera þetta þá hefði verið hagstæðast fyrir hann að gera það eftir að lögfræðingurinn hans hefði skilað af sér. Til að gera tilraun til að hraða endanlegri úrlausn.

Það að frestur lögfræðings mannsins sé ekki runninn út þíðir ekki að Dómsmálaráðuneitið hafi ekki í sýnum höndum fyrri gögn í málinu. Heldur aðeins það að lögfræðingurinn á eftir að enduryfirfara mál mannsins og skila af sér. Vinna sem hann getur hæglega verið búinn að klára en þarf ekki að skila af sér fyrr en að nákvæm ákvörðun um hvenær á að taka mál mannsins fyrir aftur hjá Dómsmálaráðuneitinu.

 Þó ég sé alls ekki fylgjandi svona aðgerðum og myndi sjálfur aldrei framkvæma svona þá hef ég vissa samúð með manninum.

 


mbl.is Látum ekki undan þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Að málinu hafi verið synjað getur einfaldlega verið formgalli. Það eru hugsanlega til margir formgalla sem gætu komið upp í svona máli. Ef manninn hafi vantað vegabréf frá fyrra landi þá verður einfaldlega að leysa slíkt mál vegna þess að ekki getur maðurinn fengið vegabréf hjá þeirri þjóð sem hann er að flýja frá?

Það að Dómsmálaráðuneitið fari fram á gögn hjá lögfræðingi innan ákveðins frest er í mínum augum aðeins það að ráðuneitið hafi verið að kaupa sér meiri tíma.

Ráðuneytið hefði getað komið strax með ákveðinn tíma sem málið væri endurupptekið og þá hefði lögfræðingurinn auðvitað verið tilbúinn fyrir manninn. Það væri rétta leiðin.

Mín skoðun.

Guðni Karl Harðarson, 12.5.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já mál hælisleitenda eru sannarlega viðkvæm mál. Ertu að segja að þessi tiltekni einstaklingur hafi sturtað niður skilríkjum sínum í salerni flugvélar á leið til Íslands? Ef það er málið þá hefur eitthvað farið fram hjá mér í þessu máli. 

Flestir hælisleitendur líður bara nokkuð vel hér. Það ætla ég að leyfa mér að fullyrða. Biðin er oftast þess virði ef málin taka ekki of langan tíma. En eftir svona langan tíma í bið varðandi þennan einstakling þá skil ég vel að örvænting sé kominn upp og vonleysi um að komast inn.

Það að lögfræðingurinn sé búinn að skila af sér bendir nú til að ekkert sé að hjá manninum varðandi mál hans. 

Stundum er höndlun á lögunum skrýtin! Dómsmálaráðuneytið hefði átt að setja ákveðinn tíma sem málið ætti að vera tekið fyrir. Síðan ef lögfræðingurinn væri ekki tilbúinn þá biði hann einfaldlega um frest. Það er augljóst að Dómsmálaráðuneytið var að handlera málið eins og það væri að kaupa sér tíma, með því að setja tímamörk á lögfræðinginn að skila af sér frekar en að setja sérstakan tíma sem málið væri tekið fyrir.

Já! Það mætti setja svoleiðis reglur í sendiráðum erlendis en þá verða upplýsingarnar um reglurnar að vera mjög augljósar fyrir þá sem vilja sækja um hæli í landinu. Ef slíkar reglur væru þá yrði þeim tafarlaust snúið við til baka og sagt að leita til sendiráðsins í landinu sem það flaug frá. Vitandi þess þá mun einstaklingurinn ekki gera tilraun að komast inn i landið með því að henda skilríkjum í flugvelinni. Að gera slíka tilraun væri töluverð áhætta og ætti í framhaldi um reglur að setja sekt við slíku.

Guðni Karl Harðarson, 18.5.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll aftur

Vissulega eru einn og einn svartur sauður í mörgu fé. En sem betur fer hefur margt gott flóttafólk komið hingað frá mörgum löndum eins og þú segir.

Þú segir að megin reglan ætti að vera sú að komi fólk án skilríkja hingað til lands fari það strax aftur.........

Aftur á móti finnst mér að megin reglan ætti að vera sú að koma í veg fyrir að fólk komist fyrir yfir höfuð skilríkjalaust inn í flugvél á leið til landsins! Að reglur ættu að vera þannig að fólk sem vill leita eftir hæli á Íslandi leiti í sendiráð eins og þú skrifaðir svo rétt um. 

Senda þá (ef einhverjir komast) sem sem koma skilríkjalaust til landsins til baka á sama stað það kom frá. Láta sendiráðið fara yfir mál manneskjunnar þar og ef þær hefðu eitthvað til síns máls þá mætti íslenskur lögfræðingur taka málið fyrir hér á landi með milligöngu sendiráðsins. Í þeirri stöðu sem skilríkjaleysi var þá væri málið tvíþætt. 1. athuga hvort grandvaraleysi manneskjunnar hafi verið ástæðan og hvort ástæða væri að taka upp mál fyrir hönd manneskjunnar hér á landi. Í því tilfelli að hleypa manneskjunni inn í landið aftur og þá á biðstað þar sem biðið er eftir úrlausn. 2. Ef hinsvegar kæmist upp að manneskjan ætlaði sér að komast inn í landið á fölskum forsendum eins og röng nöfn og fleira eins og hafa eitthvað misjafnt á samviskunni. Þá væri einfaldlega dæmt í máli slíkrar manneskju með sekt og fangelsi í huga.

Í mörgum tilfellum er kreppa hér betri en tildæmis að búa í stríðshrjáðu landi og við mikla óvissu um framtíð sína, eins og að búa við fæðuskort, húsnæðisskort og klæðaleysi. Amk. er Ísland þó eitt af friðsömustu löndum í heimi. Það hafa þeir sem sækjast eftir hæli hér örugglega séð.

Guðni Karl Harðarson, 19.5.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband