9 ráðleggingar til nýrrar Ríkisstjórnar

Á ég að vera að gefa ráðleggingar? Hvernig fór með Persónukjörið og Stjórnlagafrumvarpið þessarar gömlu sem er að fara frá? Ætlar þessi nýja Ríkisstjórn að gera eitthvað fyrir alvöru í þeim málum?

1. Viðlagasjóður

Að láta það vera sitt fyrsta verk að búa til sjóð sem réttir hag heimilanna sem fóru verst út úr hruninu. Að peningar úr þessum sjóði yrðu notaðir til að: a) úthlutun til styrkingar fólks sem er að tapa heimilum sínum. b) styrkja krónuna c) bæta upp tap fólks sem fór verst út úr hruninu frá í Október.

Peningar sem kæmu í þennan sjóð yrði skipt skipulega niður með prósentu skiptingu eftir hag.

Osfrv. af bloggi mínu.

>VIÐLAGASJÓÐUR:

Í stað þess að borga hátekjuskatt mætti lækka hann aðeins og síðan ættu hátekjumenn með sér bónusa og aukatekjur að borga beint í slíkan sjóð og byrja að borga strax! Þannig framkvæmt að fyrirtækin borguðu beint í sjóðinn í stað til  þeirra sem hafa fengið slíkar aukatekjur. 

PENINGAR ÚR VIÐLAGASJÓÐI yrðu notaðir í:

a. til að bæta fólki tap sem það varð fyrir þegar að bankarnir voru teknir.

2. til að halda upp fastgengisstefnu og skipulega nota peninga til að halda krónunni við á meðan að uppbyggjandi framkvæmdir fara af stað út um allt land!

3. til að aðstoða fólk við húsnæðisvandann og lækkunar verðtryggingarinnar

4. nota í framkvæmdir til að hjálpa fólki til þess að vilja flytja út á land á ný. Með aðstoð við húsnæði osfrv.

 

2. Tillaga mín að hvernig stjórnlagaþingi skuli háttað:

Ég vil undirstrika mikilvægi þess að það er fólkið sjálft sem á að undirbúa Stjórnlagaþing en ekki Alþingi! 
 
Athugið að þingmenn eru aðeins þjónar fólksins en ekki yfirherrar þess.
 Það er aðeins fólkið sjálft sem á að: a) undirbúa hvernig á að framkvæma stjórnlagaþing, b) setja stórnlagaþing og klára þá vinnu.
 
Greinar-ákvæði úr frumvarpinu:
 
18. gr.
Skipun áheyrnarfulltrúa.

> Forsætisnefnd stjórnlagaþings skipar allt að 20 fulltrúa samkvæmt tilnefningum almannasamtaka, hagsmunasamtaka og stjórnmálasamtaka til setu í hlutaðeigandi starfsnefndum stjórnlagaþings með tillögurétti og málfrelsi eftir nánari reglum í fundarsköpum þingsins.

mínar athugasemdir:

Eingöngu kjörnir fulltrúar Stjórnlagaþings eiga að sitja þingið. Engvir aðrir! Þetta er mjög miklvægt atriði, m.a. vegna p.s.s.s. factorsins og áhrifagildi samtaka á kjörna fulltrúa þingsins. Þetta bíður upp á þann möguleika að versla með mál inni á þinginu á einhvern hátt. Þetta bíður upp á að stjórnmálasamtök geti komið sterkt að málum sem væru rædd á þinginu. Meðal annars að vera í nánum samskiptum við þær persónur sem eru annaðhvort fylgjandi viðkomandi eða kýs viðkomandi stjórnmálasamtökum eða hagsmunasamtaka.

 

 22. gr.

Umsögn Alþingis

>Áður en stjórnlagaþing hefur samþykkt frumvarp til nýrrar stjórnarskrár skal það sent Alþingi til umsagnar. Alþingi skal veita stjórnlagaþingi umsögn sína innan tveggja mánaða.
 

mínar athugasemdir:

Til hvers? Á ekki fólkið að endurskrifa stjórnarskrána? Alþingi á hvergi að koma að þessum málum. Ekki á neinum stigum þess!

 23. gr.

Frumvarpi vísað aftur til meðferðar.

> Þegar stjórnlagaþingið hefur samþykkt frumvarp til stjórnarskipunarlaga skal það á ný sent Alþingi og getur það innan eins mánaðar ákveðið með rökstuddri tillögu að vísa frumvarpi aftur til meðferðar stjórnlagaþings. Skal þá taka frumvarpið aftur til meðferðar þar með hliðsjón af rökstuddri tillögu Alþingis. Þarf þá 2/3 hluta fulltrúa á stjórnlagaþingi að samþykkja frumvarpið, nema fallist sé á rökstudda tillögu Alþingis um breytingar á frumvarpinu og þarf þá aðeins einfaldan meiri hluta. Náist slíkt samþykki skal frumvarpið lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 24. gr. en ella telst það fellt.
    Berist stjórnlagaþingi engin umsögn frá Alþingi eftir samþykkt frumvarpsins, skv. 1. mgr. skal frumvarpið lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 24. gr.

mínar athugasemdir:

Það eina sem stjórnlagaþingið ætti að gera er að senda útkomu stjórnlagaþingsins til Ríkisstjórnar eða Forseta Íslands jafnvel, að framkvæma sem lög fólksins í landinu og það án athugasemda!

 3. Tillaga mín að efni í nýju Frumvarpi um Stjórnlagaþing:
Ríkisstjórn Íslands felur fólkinu í landinu að setja af stað Stjórnlagaþing. Í því skyni leggur Ríkisstjórnin til að almenningur í landinu kjósi sér nefnd til að undirbúa Stjórnlagaþing. Í þessa nefnd verði kosnir 2 aðilar úr hverjum landsfjórðungi + höfuðborgarsvæðis. Þannig verði í nefndinni 10 manns (2 af hverjum 5 svæðum) sem hefðu þann starfa að undirbúa Stjórnlagaþing. Nefndin vinnur að og undirbýr hvaða málefni verða rædd á Stjórnlagaþingi. Nefndin tekur til um hvernig kosningar til þingsins verður háttað. Nefndin velur starfstíma þingsins og velur laun þingsins.

Að starfslokum þessarar undirbúningsnefndar fólksins skal vinna að setningu Stjórnlagaþings. Nefndarmenn eigi ekki rétt til kosningar eða til setu á Stjórnlagaþingi. Einnig, hverskonar valdhafar í landinu né hagsmunasamtök sem teljast þess til....

Við starfslok Stjórnlagaþings skal þingið senda sín lög til Ríkisstjórnar Íslands til að framkvæma yfir landið án athugasemda.
 

4. Skuldaborgunarsjóður (ný hugmynd hjá mér)

Að Ríkisstjórn vinni skipulega að vinna sig út úr 1600 milljarða skuldapakka landsmanna með því að vinna vandlega í samverkandi stjórnun í hvaðan peningar til þess koma. Á ég þá við hvað á að borga? Hvenær? Hversu mikið? Hvað er hægt að endursemja um? osfrv. 

Í þessa veru legg ég til að 1% til 2% þjóðarframleiðsu (meira ef hægt væri) verði notaðar til að borga af lánum þegar að þess þarf. En til þess verði settur af stað sérstakur sjóður sem yrði borgað úr þegar að þyrfti. Peningar færu beint inn og síðan út aftur eftir þörfum.

Slíkur sjóður væri miklu sterkari og öflugri í staðinn fyrir að hækka skatta á fólk.

5.  Að skipulega minnka niður verðtrygginu á lánum banka og lánastofnuna þannig:

Í hverjum mánuði verði 40 aðilar (svona hugsanlega tala en mættu vera fleiri ef hægt væri) (sem sækja um og búa þarf til reglur um hverjir fá, en láglaunafólk og heimili í miklum erfiðleikum með að borga af húsnæðislánum gangi fyrir) sem fá fellt alveg niður verðtryggingu af lánum hjá bönkunum og öðrum lánastofnunum og í stað þess skuldbreytingu af láni á fastri vaxtaprósentu. Þannig taki hver banki og breyti lánum 10 aðila hver og fari eftir nöfnum af listanum með stuðningi Ríkisins.

Útfæra þarf þessa hugmynd nákvæmlega meðal annars vegna þessara amk. 4 atriða sem hafa verið nefnd sem erfiðleikar til að framkvæma aftöku verðtryggingar.En ríkisstjórn þarf að taka af verðtrygginguna og banna hana.

6. Að Ríkisstjórn leiti allra leiða að komast hjá beinum Skattahækkunum með því að leitast eftir peningum frá öðrum leiðum eins og til þess gerðum sérstökum sjóðum og eftv. ríkisskuldabréfum.

7. Að taka af núverandi hvótakerfi í fiskiðnaði og búa til nýtt þar sem meðal annars smábátaeigendum verði gefið aukið vægi og vægi til stór mokveiðiskipa verði minnkað til muna. 

Að búa til þær aðstæður sem voru að fyrirtækin fari að fullvinna fiskinn heima í stað þess að henda út í Gáma óunninn.

 8. Að leggja áherslu á að það er þjóðin sem á auðlindirnar en ekki auðkýfingar og fjárfestar sem vilja komast í allt sem þeir geta eins og tildæmis í Orkufyrirtækjunum á undanförnum árum. Í þá veru muni Ríkið sjá til þess að allir samingar um auðlindir nýtist landsmönnum jafnt. Meðal annars til beinnar annarar styrkingar á verðmætasköpunar með matvælaframleiðslu á móti! Peningar af orkuauðlind má nota til að styrkja aðra sér-íslenska framleiðsu (öflugar) á móti.

9. Ég er fylgjandi því að Þjóðnýta bankana en ekki beint Ríksnýta þá. Ég er að tala um að setja lög um lágmarks kaup á beinum hlut í banka. Að setja þurfi reglur um hversu margir megi eignast í bönkunum sjálfum og hversu mikið í prósentum.Það þurfi að vera einhverákveðinn fjöldi manna með ákveðnar (sem jafnasta) eignaprósentur.

Síðan að setja lög sem banna utanaðkomandi fjárfestum að búa til fjárfestingasjóði innan banka.

Ég gæti allt eins haldið áfram því af fullt væri að taka. En læt þetta nægja sem stendur.

Það þarf að finna leiðir til að búa til sérstaka framkvæmdasjóði til beinnar notkunar úr heldur en að hækka skatta á fólk. Sjóði eins og ég nefni hér að ofan!

smá viðbót: Það er mikilvægt atriði að beinnýta peningana í því ástandi sem þjóðin er.


mbl.is Ríkisráðsfundir boðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband