Laugardagur, 9. maí 2009
Falleraslóðir
Allt um hallt og hundraðfalt
hoppa þau af gleði
undræna vallt þau vegasalt
en verma ei mitt geði
Guð minn góður. Ég tek það fram að ég er ekki fyrir vinstri, miðju eða hægri stjórnir. Allra síst hægri. Ég er búinn að fá nóg af öllu flokkabrölti og ekki munu ný öfl inni á þingi gera mikið heldur. Óbreytt Alþingi mun ekkert geta gert af viti.
Þessi stjórn? Hún mun gera lítið til að rétta af hag heimilanna og losa okkur út úr kreppunni. Skattar og samdrættir eru það sem við munum sjá á næstunni. Síðan mun Samfylkingin gera sitt til að troða okkur inn í ESB sem skal aldrei verða af!
Eigum við ekki að gefa þessari 100 lífdaga líka? Ég sé ekki að hún muni lifa lengur. Því miður
Ríkisstjórn í burðarliðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Athugasemdir
Það er gjörsamlega óskiljanlegt að fólk skuli kjósa öfga vinstriflokk!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:03
Má þá ekki sama segja að það hafi verið gjörsamlega óskiljanlegt að fólk hafi kosið öfga hægriflokk? Flokkur sem hafði (og hefur) stefnu sem setti þjóðarbúið í þetta þrot?
Ég er alltaf betur og betur að sjá að hugmyndir þær sem ég hef komið með hérna inn á bloggið mitt eins og tildæmis: "Okkar Ísland" og "Viðlagasjóður" ásamt fleirum séu þær einu raunhæfu sem geti hjálpað Íslandi út úr vandanum!
Málið er þetta. Það eru flokksvöld og klíkur sem hafa mismunandi þarfir og kröfur sem eru að draga úr þjóðinni. Valdabarátta, bæði innan og milli flokka! Þannig verður örugglega fullt af málum sem verða tekin fyrir en ekkert verður úr eða taka alltof miklum breytingum þegar að búið er að ganga frá þeim. Þannig munum við sjá það sama og vanalega í framtíðinni. Karp eftir karp á alþingi og nefndir eftir nefndir þar sem mál munu jafnvel sofna alveg eða dragast í margar vikur.
Losum okkur út úr valdinu og þorum að takast á við vandann sjálf. En það gerist víst því miður ekki nema án flokka.
Guðni Karl Harðarson, 9.5.2009 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.