Stöku sinnum

Til gamans hef ég stundum verið að leika mér að búa til stökur. Frekar en að nota eingöngu nútímamál hef ég leitast eftir að nota með orð sem hafa horfið úr íslenskunni. Til þess hef ég tildæmis verið að nota íslenska orðabók sem kom út 1963. En þar eru fullt af orðum úr gömlu íslensku máli. Ég er reyndar dálítið á þeirri skoðun að gott sé að nota gömul og gleymd orð við að setja saman stöku. Finnst það auka gildi staknanna og gera þær áhugaverðari.

Hér eru tvæ þær nýjustu frá mér. En sú fyrri hefur áður sést hér á blogginu mínu. Rétt fyrir kosningar.

Þessi varð til rétt fyrir kosningar:

Ei nú klingin orða korinn

keppast þar við körpuð loforð

ber við mætum skilorðs skorin

skemma mikið landsins boðorð

klingin merkir að vera kænn og ei klingin er því ekki kænn

korinn merkir að kjósa. Fyrsta línan merkir því að kjósandinn eigi lítið val.

 

Hér er síðan ein ný staka sem er gerð af tilefni myndunar nýrrar Ríkisstjórnar:

Þau vilja gera vinstristjórn

og veltast til þess á fundum

en hugsa ei um fólksins fórn

því fláráð hvutast stundum

          "leiðrétting"  hreitast átti að vera hvutast    

að hvutast merkir að gefast upp á einhverju og stundum hefur hér merkinguna öllum stundum (tímasetning). Ég er að nota merkinguna ótrúr með orðinu fláráð

En fleiri stökur eru væntanlegar frá mér á næstunni.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband