Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Að hanga í fjöldanum?
Viðbót við síðustu færslu.
Nú kunna einhverjir að spyrja sig hvort að þetta sé einmitt ástæðan fyrir því að ganga inn í ESB. Að það sé einmitt best að vera með öðrum þjóðum sem eru í mjög svipaðri stöðu og við, í efnahagshruninu?
En á móti kemur: Munu þjóðir með milljónir manna eitthvað hugsa mikið um Ísland þegar að þær sjálfar eru í mjög slæmri stöðu eins og við? Hverjir munu reyna sjálfir að rétta úr kútnum ef hægt væri? Hugsa fyrst og fremst um sig? Síðan koma fleiri spurningar upp í hugann eins og: eiga stórar þjóðir jafnvel kannski erfiðara að rétta úr kútnum og myndu draga okkur inn í enn verri stöðu en við þegar erum?
Er ekki smæð okkar lands, Íslands best fyrir okkur í framtíðinni til að ná okkur út úr kreppuvandanum á undan stærri þjóðunum? Hér eru jú fullt af fólki með ólíkar skoðanir og mismunandi hagsmuni á málum! En í Evrópu eru miklu fleiri þeirra sem eru með ólíkar skoðanir og hagsmuni. Miilljónir manna með mismunandi þarfir og hagsmuni!
Meiri hagsmunir= of stór pakki erfiðleika við afkomu fólks og erfiðara að rétta sig af!
Minni hagsmunir= léttara að komast út úr fátækrastöðu og efnahagserfiðleikum!
Athugið að í miklum hagkerfis hagnaðar stöðu (með bestu stöðum) gæti verið hagstætt að ganga í ESB????? En það þyrfti þá að skoða vel við slíkar aðstæður. En von á svoleiðis er mjög, MJÖG lítil á næstu árum! Þar að segja að hagkerfið sé við bestu aðstæður.
Hrun hagkerfis Evrópu mun koma verst út fyrir fólk sem er með lægri tekjurnar. Sama má segja um Ísland!
Smá spurning? Ég var aðeins að velta því fyrir mér hvort það sé einhver krafa IMF fyrir láninu að Ísland sæki um aðild að ESB? Er eitthvað skilyrði sem Samfylkingin leynir okkur? Mér er bara spurn vegna ég hef aldrei séð eins mikið hamrað á þessu máli eins og núna. Þó þeir hafi gert það (mismunandi mikið) á undanförnum árum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 02:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.