Föstudagur, 24. apríl 2009
ESB villingarnir
Nú hefja þeir raust sem mest þessir postular sem vilja færa landið okkar Ísland undir stjórn valdhafa Evrópu, undir lög ESB.
Samfylkingin var í stjórn með Sjálfstæðisflokki og ætlar sér aftur í stjórn eftir kosningar. Ég fæ ekki skilið að flokkur sem hafi setið yfir mesta efnahagshruni Íslands eigi að koma að nýrri Ríkisstjórn.
Ég kalla það ekkert annað en landráð að flytja yfirráð landsins undir lagastjórn erlendis frá.
Það voru vinnusamir íslendingar sem byggðu upp gott og heiðarlegt samfélag snemma á síðustu öld. Óheiðarlegir og ofurgræðgisfullir einstaklingar undir skálkaskjóli ríkisstjórnarinnar eyðilögðu síðan samfélagið. Nú vill hinn meinti stærsti flokkur landsins afhenta framtíðina andlausum embættismönnum Evrópusambandsins landinu okkar til að setja lög yfir það eftir eigin geðþótta. Sá sami flokkur sem tók þátt í hruninu!
Nú koma þessir menn fram á ritvöllinn í umvörpum og telja okkur trú um að best væri fyrir okkur að vera í ESB. Ala jafnvel á þeim hræðsluáróðri að við hin séum hrædd við að ganga inn vegna þess að við séum að tapa einhverju.
Við hin sem viljum ekki ganga inn í ESB elskum landið okkar og viljum að íslendingar sjálfir vinni sig út úr þeim vanda sem búið er að setja þjóðina í. Það er ekki hægt að nefna það hræðslu! Það er þvert á móti að vilja takast á við vandann sjálf!
Þvert á móti er það að ganga inn í ESB að sýna algjöra hræðslu og uppgjöf við að takast á við vanda þjóðarinnar. Samfylkingin ætlar sér að halda áfram að svíkja þjóðina og neita að takast á við vanda þann sem þeir sjálfir hafa tekið þátt í að setja okkur í.
Ég skora á alla íslendinga að hugsa þessi mál vandlega! Væri ekki best fyrir okkur að skapa okkur sjálf góða framtíð heldur enn að vera háður öðrum. Það er fullt að vinnufærum höndum sem væri tilbúið í að koma að uppbyggingu landsins okkar í nýjum verðmætaskapandi fyrirtækjum!
Nú eru 2 dagar síðan IMF úrskurðaði upphaf efnahagskreppu sameinaðar Evrópu. Eigum við íslendingar að bæta okkur inn í þeirra kreppu eða takast á við vandann sjálf einir og óstuddir?
Nú á næstu árum mun heimurinn lenda inn í algjörri heimskreppu. Þeirri mestu og lengstu sem hefur verið frá upphafi. Eigum við íslendingar að taka þátt í þeim vanda? Eða eigum við að vinna í að losna út úr okkar eigin vanda sjálfir?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.