Mánudagur, 20. apríl 2009
Ég er einn af þeim sem gera mun autt
Allir þeir sem hafa ratað hingað inn á Bloggið mitt og skoðað efni þess hafa séð mjög ákveðnar skoðanir mínar um hvernig Ísland eigi að fara inn í framtíðina!
Ég hef komið með fullt af grunn-hugmyndum sem ég hef bæði bloggað hér um og líka sent frá mér til ýmissa aðila. Hugmyndir sem hægt væri að fara yfir og útfæra enn betur.
Áfram Ísland og íslendingar
Stjórnlagaþing fólksins án viðkomu stjórnmálaflokka
Að komi fram sérstakt frumvarp sem gengi út á að fólkið sjálft kjósi sér nefnd til að fara yfir hvað ræða eigi á Stjórnlagaþingi, tíma þess og laun. Ekkert forræðis kjaftæði um að útkoman verði að fara til baka inn á Alþingi á neinum tíma þess. Heldur þarf að vera tilbúið að treysta fólkinu í landinu til að framkvæma þessi mál sjálft. Síðan tæki Stjórnlagaþingið til starfa og endar þau störf með að fara yfir einfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og senda sem lög fólksins í landinu.
Það er fólkið sem byggir þetta land sem ræður þessu en ekki einhverjir sérhagsmunir yfirstéttar.
Persónukjör?
Ég væri tilbúinn að senda Forseta Íslands annað bréf (rétt eftir kosningar) sem krefðist þess að Jóhanna og Co. gangi frá Persónukjörinu og klári það frumvarp! Jóhanna hvað segir þú þá eftir nýja heimsókn til Forseta? Hver verður halinn...... í loforðapakkanum þá?
Ekkert kjaftæði um 2/3 hluta þingmanna þurfi að samþykkja!
ESB innganga?
Ég er svo gjörsamlega algjörlega á móti ESB! Og eins og hefur verið sagt í fréttum þá getum við mjög líklega ekki tekið upp Evru án þess að ganga í ESB.
Ísland þarf að fara í stórkostlega uppbyggingu í öllu landinu! Þá á ég við að ný störf eiga að vera í nýskapandi og verðmætaskapandi fyrirtækjum í hinum ýmsu geirum jafn út um allt land (ég hef talað um að skipta landinu niður). Á ég þá við ný (marg hluthafa) fyrirtæki í matvælageiranum, eins og grænmeti og allskonar aðrar afurðir sem útlendingar yrðu hrifnir af að kaupa af okkur. Einnig má stórauka ferðamálaiðnaðinn og búa til áhugaverðar nýjungar fyrir útlendinga til að heimsækja landið.
Nýjar atvinnur eiga að vera í tengslum við verðmætasköpun! Það hefur enginn flokkur þorað að koma með slík loforð.
Ekkert bull um sprota, Ál-söngl og störf varðandi að halda áfram í byggingaiðnaði.
Krónan?
Í mínum huga er krónan algjört prinsipp fyrir mig sem íslending að halda í! Við þurfum að byggja upp verðmæti krónunnar með verðmætasköpuninni og á meðan að búa til Viðhaldspakka til að halda við krónuna meðan að hún styrkist. Pakki sem ég hef Bloggað hér um sem einskonar Viðlagasjóður. En vel mætti útfæra slíka hugmynd enn frekar heldur en ég hef skrifað um og fá inn peninga með ýmsu móti. Má þar nefna kerfisbundið fara yfir alla Tollskrána (enn viðbótar hugmynd) til að finna einhversstaðar þar sem mætti hækka tolla tímabundið. Þannig mætti flakka á milli tollflokka með hækkanir tímabundið í einskonar hringrás.
Peninga í viðlagasjóði væri hægt að nota strax þegar að þarf (sama og engin bið). Til ýmissa verka eftir umfangi og nauðsynjar. En aðal tilgangur væri að stiðja við krónuna.
Þegar að talað hefur verið sem fjálglegast um að farga krónunni þá vill það oft gleymast að við erum ekki eina landið sem hefur lent í svona fjármálahruni að undanförnu! Hversu mörg þeirra sem eru í svipaðri stöðu og við og hafa Evru sem gjaldmiðil?
Það er gjörsamlega ósvinna að fullyrða að EVRA sé einhver gjaldmiðill sem muni standa vel í framtíðinni í stærsta fjármálahruni sem gengið hefur yfir heiminn og mun halda áfram að falla meira á næstkomandi árum. Hvað ætla þessir ESB og Evru postular að segja þá þegar að markaðirnir munu halda áfram að hríðfalla?
Ísland hefur fullt af fólki sem vill vinna góð verk til að
kerfislega enduruppbyggja landið
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.