Enn um Stjórnlagaþingshluta frumvarps Ríksstjórnar

Mér er mjög heitt í hamsi vegna þessa frumvarps þar sem stjórnlagaþingið og endurgerð stjórnarskrár kemur fyrir.
 
Ég vil undirstrika mikilvægi þess að það er fólkið sjálft sem á að undirbúa Stjórnlagaþing en ekki Alþingi! 
 
Athugið að þingmenn eru aðeins þjónar fólksins en ekki yfirherrar þess.
 Það er aðeins fólkið sjálft sem á að: a) undirbúa hvernig á að framkvæma stjórnlagaþing, b) setja stórnlagaþing og klára þá vinnu.
 
 
 
Greinar-ákvæði úr frumvarpinu:
 
18. gr.
Skipun áheyrnarfulltrúa.

> Forsætisnefnd stjórnlagaþings skipar allt að 20 fulltrúa samkvæmt tilnefningum almannasamtaka, hagsmunasamtaka og stjórnmálasamtaka til setu í hlutaðeigandi starfsnefndum stjórnlagaþings með tillögurétti og málfrelsi eftir nánari reglum í fundarsköpum þingsins.

Eingöngu kjörnir fulltrúar Stjórnlagaþings eiga að sitja þingið. Engvir aðrir! Þetta er mjög miklvægt atriði, m.a. vegna p.s.s.s. factorsins og áhrifagildi samtaka á kjörna fulltrúa þingsins. Þetta bíður upp á þann möguleika að versla með mál inni á þinginu á einhvern hátt. Þetta bíður upp á að stjórnmálasamtök geti komið sterkt að málum sem væru rædd á þinginu. Meðal annars að vera í nánum samskiptum við þær persónur sem eru annaðhvort fylgjandi viðkomandi eða kýs viðkomandi stjórnmálasamtökum eða hagsmunasamtaka.

 

 22. gr.

Umsögn Alþingis

>Áður en stjórnlagaþing hefur samþykkt frumvarp til nýrrar stjórnarskrár skal það sent Alþingi til umsagnar. Alþingi skal veita stjórnlagaþingi umsögn sína innan tveggja mánaða.
 

Til hvers? Á ekki fólkið að endurskrifa stjórnarskrána? Alþingi á hvergi að koma að þessum málum. Ekki á neinum stigum þess!

 

23. gr.
Frumvarpi vísað aftur til meðferðar.

> Þegar stjórnlagaþingið hefur samþykkt frumvarp til stjórnarskipunarlaga skal það á ný sent Alþingi og getur það innan eins mánaðar ákveðið með rökstuddri tillögu að vísa frumvarpi aftur til meðferðar stjórnlagaþings. Skal þá taka frumvarpið aftur til meðferðar þar með hliðsjón af rökstuddri tillögu Alþingis. Þarf þá 2/3 hluta fulltrúa á stjórnlagaþingi að samþykkja frumvarpið, nema fallist sé á rökstudda tillögu Alþingis um breytingar á frumvarpinu og þarf þá aðeins einfaldan meiri hluta. Náist slíkt samþykki skal frumvarpið lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 24. gr. en ella telst það fellt.
    Berist stjórnlagaþingi engin umsögn frá Alþingi eftir samþykkt frumvarpsins, skv. 1. mgr. skal frumvarpið lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 24. gr.

Það eina sem stjórnlagaþingið ætti að gera er að senda útkomu stjórnlagaþingsins til Ríkisstjórnar eða Forseta Íslands jafnvel, að framkvæma sem lög fólksins í landinu og það án athugasemda!

Íslendingar! Endursemjum Stjórnarskrá Íslands án viðkomu stjórnmálamanna.

Endurreisum Lýðveldi Íslands sem Lýðveldi fólksins sjálfs!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband