Laugardagur, 28. mars 2009
Smá viðbót við gærdaginn
Eðlilega er ég leiður yfir þessu máli. Ég kaus auðvitað að koma heiðarlega fram og segja frá þessu öllu hér inni á blogginu mínu.
Mér finnst það mjög skrýtið að fólk geti ekki metið að verðleikum lífsreynslu og getu til jafns við vinsældir og lærdóms. Það er því miður eitthvað mikið að þjóðarsálinni. Það er alveg á hreinu að ég hef vegið og metið mína getu og komist að þeirri niðurstöðu að ég sé á engan hátt minni maður heldur en það fólk sem bíður sig fram fyrir Borgarahreyfinguna í fyrstu sætin.
Ég tek það sérstaklega fram að ég hef ekki lesið hvað aðrir meðlimir Borgarahreyfingarinnar hafi skrifað um þetta mál. Ætla ekki að gera það, nema kannski svara einstöku netpósti. Ég ætla ekki að fara í nein rifrildi og umræður um þetta á opinberum vettfangi.
Ég hafði alltaf þá sannfæringu og stóð fast á henni að það væri fólkið sem ætti að sjá um Borgarahreyfinguna. Það væri fólkið sem ætti að koma fram til þess að bjóða sig sem frambjóðendur. Þannig talaði ég um að það væri mín skoðun að það ætti að setja 1 manneskju til að koma fram í sjónvarpi! Tildæmis Þór Saari hagfræðing.
Að þessi hreyfing ætti að beina sjónum sínum á að framlengja Búsáhaldabyltinguna þannig að taka sig til og vera með eigin útifundi. Tildæmis í Lýðveldisgarði íslendinga, eða annarsstaðar. Að beina sjónum sínum á að fá fólkið í landinu í lið með sér með einhversskonar aðra byltingu inn á alþingi. Að ná fram eftirvæntingu hjá fólkinu fyrir raunverulegum breytingum.
Að almenningur ætti á síðari tímum (rétt fyrir skil á framboðslistum) að bjóða sig fram.
Í stað þess setti hluti stjórnar sig í efstu sætin, sæti 1 og 2 í sínu kjördæmi. Fóru svo í sjónvarpið. Síðan gengu þau í að hafa samband við vinsælar persónur. Ég tek það sérstaklega fram að ég hef ekkert út á þær persónur að setja! Það er aðeins skoðun mín að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Tildæmis gátu þessar vinsælu persónur gengið í að vera innan um fólkið á útifundum og bjóða því að vera með. Þannig ættu allir sem vildu og töldu sig hafa getu til að vera með ræðuhöld.
Kannski var það í reyndinni þessi staðfasta skoðun mín raunverulega orsökin fyrir að mér var bolað útúr stjórninni. Ekki endilega það að ég hefði stuðað fólk.
Læt ég nú nægja að skrifa um þetta mál.
Góðar stundir!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook