Ambidextrous hvað er það?

Nú ætla ég að Blogga aðeins um hugðarefni mitt sem er ekki beint stjórnmálalegs eðlis.

Hvað er að vera "Ambidextrous"? 

Að vera jafnvígur á báðar hendur?

 

 

ambidextrous-brain.jpg

 

 

Í gamla daga vildu mæður að börn sín notuðu hægri höndina til að skrifa. Að börn þeirra ættu að vera rétthent. Því var það oft svo að þær vildu að þau lærðu að nota hægri höndina ef þau voru örfhent. Þær voru ekki meðvitaðar að það væri heili barnana sem stýrði hvaða hönd þau notuðu. Að það væri ákveðin fyrirstaða í heilanum gegn því að nota þá hægri á sama hátt og fyrirstaða væri fyrir þá rétthentu að nota þá vinstri.

Það er frekar fátt fólk sem er jafnvígt á báðar hendur. Síðan er það sem færri vita að það er mismunandi mikið hvað fólk er jafnvígt. 

Ef þetta orð: "ambidextrous" er notað aðeins fyrir jafnvægi á báðar hendur til að skrifa þá eru þeir sem eru "ambidextreous" einfaldlega "ambidextrous" og ekkert annað.

En það er til miklu nánari skilgreining á þessu. Fólk getur verið mjög mismunandi jafnvígt á hendurnar. Þannig getur sumt fólk gert suma hluti með hvorri hendinni sem er en aðra hluti ekki.

Dæmi: þeir sem eru jafnvígir á báðar hendur geta skrifað með hvorri hendinni sem er. En aðeins sumir þeirra geta notað og unnið með tveimur verkfærum í einu. Þannig gætu sumir beitt tveimur Hömrum í einu án þess að finna fyrir einhverri fyrirstöðu í Heilanum. Þannig geta líka sumir þeirra gert suma hluti með báðar hendur en aðra hluti ekki.

Því má segja að fólk sem er jafnvígt, þ.e. "ambidextrious" er það mismunandi mikið á skalanum frá yfir 50% (undir 50% væri þá rétthentir) upp að 100% jafnvígir. Það eru mjög fáir einstaklingar 100% "ambidextrous" í heiminum. 

Þeir sem hafa vellt þessu eitthvað fyrir sér vita að hægri hluti Heilans stjórnar vinstri hendinni og öfugt. Samt er eiginlega miklu fleira sem kemur til sögunar heldur en þessi hlutir sem hafa verið hér nefndir. Tildæmis sú undarlega geta þeirra sem eru mikið jafnvígir á skalanum að sjá hluti með tvennum sjónarhornum. Til að skýra það nánar út mætti hugsa sér að ég sem er há-jafnvígur sé staddur á Knattspyrnuleik. Sem áhorfandi sæi ég leikinn með tveimur sjónarhornum og gæti skipt á milli þeirra eftir vild (enn fljótar eftir þjálfun þó). Þetta er svona eins og að skipta á milli tveggja Heila. Það er svolítið erfitt að skýra þetta út. En þú sem lest þetta gætir ímyndað þér hvað átt væri við ef þú prufaðir að setja lófann yfir annað augað, fyrst yfir vinstra og síðan það hægra. Hugsaðu hvað þú sérð en nema það væri Heilinn sjálfur sem nemur sjónina, sameinaði þau og skipti síðan á milli Heilahvela eftir vild og sæi hlutina í einu sjónarhorni, en skipti síðan yfir í annað.

Svo er það þetta með hugsanaferlið. Þeir sem eru há-jafnvígir hafa extra hæfileika til að lesa í aðstöðu atburða og koma fram með athugasemdir og hugmyndir sem samræmast úr báðum Heilahvelunum. 

Ef skoðuð er myndin hér á ofan má sjá hvað sitt hvort Heilahvelið getur:

Left Hemisphere:                                                                                                

=Linear thinking mode                                                             

 writing, language, scientific skills, mathematics, lists, logic.   

Right Hemisphere:

=Holistic thinking mode

emotional , expression, spatial awareness, music, creativity, imagination, dimension.

Hugsið ykkur að ef möguleiki væri fyrir mann að geta samræmt þessi atriði við úrlausnir mála og við að brjóta til mergjar! 

Sem betur fer var ég einn af þeim börnum sem var fengið til að reyna að nota hægri höndina (ég var örfhentur). En eftir margar óþægilegar tilraunir var eins og eitthvað bresti upp í Heilanum og fyrirstaðan gegn þessu hvarf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband