Framtíð Íslands hver verður hún?

Af virðingu við Unnar Már sem var með athugasemd við þessa færslu og getur ekki lesið litaðan texta hef ég ákveðið að taka allan lit af þessu skjali.

Já hvernig framtíð vill fólkið á Íslandi eiga?

Eigum við að endurtaka allt saman aftur? Eða eigum við að þora að taka upp breytingar? 

Já, hugurinn leitar svörum við slíkum spurningum. En hversvegna var Búsáhaldabyltingin? Varð hún til vegna samstöðu ýmiss fólks með mismunandi skoðanir? Samstöðu um að koma algjörri óstjórn frá völdum?  Stjórn sem var algjörlega getulaus við að takast á við vanda þann sem steðjaði að þjóðinni? 

Gerðum við fólkið sem stóðum saman að Búsáhaldabyltingunni okkur grein fyrir hvað tæki við eftir hana? Áttum við okkur einhverjar hugsjónir um framtíð þar sem fólkinu sem varð fyrir skaða vegna aðgerða (sem sér ekki fyrir endan á) vissra einstaklinga  væri bættur skaðinn? Eða var þessi bylting bara til einskins? 

Þetta er allt svo skrýtið mál vegna þess að í þessari óstjórn sem var við völd var flokkur sem ætlar sér að ganga í völdin aftur með nýrri stjórn. Nú ætlar sumt fólkið sem stóð að byltingunni að styðja sama flokk til stjórnar sem það gerði byltingu gegn.Shocking Er það kannski vegna þess að það telur það vera skömminni skárri kostinn heldur en að hinn flokkurinn sem var í stjórn haldi áfram við völd og myndi nýja stjórn að loknum kosningum? Heldur fólk að það sé eini kosturinn að losna við yfirvaldaflokkinn?

Margt er skrýtið með þessari þjóð. Í framtíðinni munum við þurfa að ganga í einhversskonar byltingaleik. Gera Búsáhaldabyltingu eftir byltingu. Vá! Það verður sko gaman að endurtaka leikinn. Þetta er það eina sem hægt er að sjá út úr stöðunni. Það verður sko gaman að senda bréf til þess sem stjórnar mótmælum og stinga aftur upp á að fólkið mæti með öll tæki sem gera nægan hávaða! Við íslendingar gætum sko orðið sérfræðingar í þessuWink svokallaða "viðsnúnu gangstalking". En það var einmitt það sem þessi bylting byggðist á; "viðsnúnu gangstalking"

Vitið þið annars hvað gangstalking merkir? Það voru oft stjórnvöld (við gætum nefnt dæmi frá suður Ameríku) og ýmiss stórfyrirtæki sem keypti sér fólk sem myndaði hóp með þeim tilgangi að  skipulega "harassing" á fólk sem þeir töldu óvini sína. Þannig var það að fólk fékk ekki frið vegna sýfellds óhróðus og árása á persónu þess. Þetta fólst í því að láta fólk ekki í friði kerfislega.

En Búsáhaldabyltingin fólst í því að Alþingi fékk ekki frið frá fólkinu til að stunda störf sín. Það var fólkið sem framkvæmdi þetta svokallaða "gangstalking" Sneru því við!

Ekki misskilja mig! Búsáhaldabyltingin var frábær!

*****

Ætlar ný Ríkisstjórn að bæta fólkinu skaðann? Eða ætlar hún að sjá til þess að skuldir landsins muni bitna á fólkinu?

Spurningin er þessi! Munum við almenningur í landinu hafa vit til þess að koma saman til að breyta því? Breyta því til að allir þegnar þess muni eiga jafnan rétt til sanngjarnar afkomu. Að tryggja afkomendum okkar slíkrar afkomu.

Ég sjálfur hef skoðað málin í mínum huga aftur og aftur. Ég fæ ekki séð að ný Ríkisstjórn flokka muni fyrir alvöru geta bjargað málum. Sama hvaða flokkur kæmi þar að. En þetta er mín skoðun. Athugið að ég kom úr Samfylkingunni þó ég hafi ekki verið beint aktivur í stjórnmálastarfi þar nema fyrir kosningar.

Nú er svo sannarlega kominn tími til að við almenningur sjáum að það besta fyrir okkur væri að gera breytingar. Góðir hlutir byrja smátt, en hlaðast svo upp. En þegar að við sjáum að við fólkið í landinu sjálft getum haft góð áhrif þá eflumst við að orku og framkvæmdagetu fyrir allt Ísland.

Ástæðan fyrir veru minni í Borgarahreyfingunni er sú að ég vil koma að starfi með góðu fólki sem vill gera góðar breytingar til heilla fyrir íslendinga. 

Breytingar eins og:

Landsmenni semji sína eigin stjórnarskrá 

Tryggð verði skipting valdsins milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds

Rofin verði óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims

Gripið verði til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja

Stjórnlagaþing fólksins í haust

Afnema 5% þröskuldinn


Það er meðal annars vegna þessara góðu mála og annara sem ég hef mikinn áhuga á að starfa í Borgarahreyfingunni.

Hér er stefna Borgarahreyfingarinnar:

 http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/

 


mbl.is Þjóðin sjálf hafi síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fatta ekki pistilinn vegna mismunandi litsetningar á textanum.  Sorry!

Unnar Már Jakobsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 19:06

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyr heyr Guðni

Baldvin Jónsson, 22.3.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Unnar Már? Á ég nokkuð að þurfa að skýra þetta út fyrir þér? Ef þú fattar ekki pistilinn vegna mismunandi litsetningar afhverju lestu þá ekki textann án litsetningar? Þ.e. hlutlaust?

Annars var græni textinn notaður til að setja fram smá háð á byltinguna og flokkana. 

Þú þarft ekkert að vera að afsaka þig því ef þú skilur ekki textann þá er mér nokkuð sama. Þetta var bara skrifað fyrir þá sem skilja textann og þeir virðast vera nokkrir allavega.

Guðni Karl Harðarson, 23.3.2009 kl. 08:35

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Baldvin. Ég hef alltaf haldið að bylting væri gerð til að breyta? En svo virðist vera að þessi bylting hafi verið til lítils nema að koma síðustu óstjórn frá völdum.

Guðni Karl Harðarson, 23.3.2009 kl. 08:37

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Við vorum fjölmörg Guðni sem trúðum því að byltingin væri afl til víðtækra breytinga, ekki bara afl til að koma VG í ríkisstjórn. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er eins og máltækið segir.

Mæli hins vegar með því að koma fram við lesendur sína af virðingu og kurteisi, þú ert ekki líklegur til að fá mikinn skilning eða fjölda lesenda ef þú svarar þeim með dónaskap eins og hér að ofan. Unnar Már (sem ég þekki ekki sjálfur) biðst velvirðingar en skilur ekki litaflóruna. Hann gæti til dæmis mjög llíklega verið lesblindur og er svona litarugl afar erfitt fyrir það fólk. Reyndar getur einhver einn litur virkað afar skýr, en þá virka líka allir eða flestir hinna afar óskýrir eða ólesanlegir.

Langaði bara að benda þér góðfúslega á þetta þar sem að bloggið okkar eru jú andlitið okkar út á við.

Baldvin Jónsson, 23.3.2009 kl. 08:42

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Baldvin? Ég get hvergi séð að ég hafi neitt komið fram við Unnar Már af óvirðingu, ókurteisi eða dónaskap? Hver var tilgangur hans að vera að gera athugasemd ef hann skilur ekki textann og nota svo orðið "Sorry"?

Það hefði verið mjög einfalt fyrir hann að skýra út hversvegna hann skildi ekki textann og jafnvel segja að litasetningin hefði verið of mikil!

Afhverju þarf hann að vera að afsaka sig? 

Ef hann er lesblindur þá hefði hann einfaldega getað sagt frá því í athugasemdinni. Annars er mismunandi litasetning á texta oft gerður til að koma með kaflaskiptingu á efni. Ég skal fúslega viðurkenna að hún var kannski einum of mikil í þessari grein. 

Unnar Már! Ef ég hef eitthvað komið fram við þig með dónaskap eða ókurteisi þá biðst ég afsökunar á því Það var alls ekki ætlunin!

Guðni Karl Harðarson, 23.3.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband