Föstudagur, 20. mars 2009
Hversvegna?
Já hversvegna varð Búsáhaldabyltingin? Var hún bara til einskins? Er það svo að fólkið á Íslandi er hrætt við breytingar?
Þessar og margar fleiri spurningar leita á hugann eftir það sem á undan er gengið þessa síðustu mestu óróa mánuði í íslensku þjóðfélagi. Er það svo að fólkið vill ekki neinar breytingar? Eða treystir það enn á stjórnmálaflokkarnir muni geta gert breytingar? Er það svo virkilega að fólkið haldi að stjórnmálaflokkarnir muni gera eitthvað öðruvýsi en áður? Eða hefur fólkið kannski bara gefist upp?
Nú er það svo að þessir minnihlutaflokkar virðast ætla gera með sér sáttmála að vinna saman eftir kosningar, í meirihlutasamstarfi. Í það samstarf ætlar sér eins og við vitum Samfylkingin sem kaus að vinna með Sjálfsstæðisflokki í einni mestu óstjórn sem þekkst hefur á Íslandi. Í mínum huga er það klárt að ég mun aldrei bera traust til fólks sem segir sig úr samstarfi til að ganga í annað samstarf. Flokkur sem var í stjórn sem segir af sér á tvímælalaust að taka afleiðingum gerða sinna og vera í stjórnarandstöðu. Það er alveg á hreinu að við slíkar aðstæður sem þessar rýrnar traust fólks til flokka og flokkakerfisins á Íslandi. En hvernig eigum við þá að setja saman stjórn eftir kosningar? Þar sem stærstu flokkarnir voru báðir í stjórninni sem féll?
Já! Stjórnarkreppa hér er svo sannarlega.
Nú er kominn tími til fyrir fólkið að þora að gera breytingar. En til þess þurfum við að taka höndum saman og leggja til hliðar sum ágreiningsefni eins og hvort eigi að ganga í ESB svo dæmi sé tekið.
Núna í nánustu framtíð munum við fólkið; almenningur í landinu sjá fram á að þurfa að taka afleiðingum gerða einstaklinga þeirra sem setti landið í þá stöðu sem það er í. Jafnvel Steingrímur sagði að skattar muni hækka á næstunni og það sé aðeins bartur af því sem almenningur muni þurfa að taka á sig. En það er nú svo að við fólkið eigum ekki að vera sátt við að fá á okkur skattahækkanir! Við eigum ekki að blæða fyrir aðgerðir þessara aðila sem settu landið í þessa ofurskuldastöðu! Það er nefnilega málið! Það eru þeir sem settu landið í þessa stöðu sem eiga að borga til baka en ekki við!
Þar komum við því miður að þeim aðstæðum þar sem allar Ríkisstjórnir hvernig svo sem settar eru saman af fjórflokkunum munu vera nokkuð vanhæfar eða mikið vanhæfar til að framkvæma. Það er meðal annars vegna valdabaráttu. Sumir vilja, aðrir ekki.
Æsist þá leikurinn þegar að aðrir koma inn?
Nýjir flokkar hafa mismunandi markmið með tilveru sinni. Til eru framboð sem ætla sér eingöngu að koma inn ákveðnum mönnum. Hvort sem svo til tekst eður ei eru stefnumálin stundum búin til í einum hvelli. Þunnir stafir á þunnum pappír ef svo má segja.
Hinsvegar er svo nýtt framboð sem hefur það að markmiði að gera nauðsynlegar breytingar á Lýðræði Íslands og að koma inn með góðar og gaumgæfilegar aðgerðartillögur í ýmsum nauðsynlegum málum sem virkilega varða fólkið í landinu og afkomu þess til framtíðarinnar.
Borgarahreyfingin er stjórnmálaafl sem varð til eftir hin ýmsu mótmæli sem enduðu með Búsáhaldabyltingunni. Hinsvegar var fólk það sem kom að mótmælunum úr ýmsum hópum og einstaklingar með hinar ýmsu skoðanir. Partur af því fólki kom inn í hópvinnu sem varð á endanum að Borgarahreyfingunni.
Það er alveg gífurlega mikil vinna sem er að baki þessa síðustu mánuði. Inn í þetta starf kom fólk sem vann saman á fundum eftir fundum og einnig var rosalega mikil vinna unnin á Internetinu, þar sem fólk skiptist á skoðunum um málefni Íslands og endaði síðan á að kjósa um málefnin. Fyrir þá sem ekki til þekkja þá varð Borgarahreyfingin til úr samkomu þeirra hópa sem vilja gera heiðarlega tilraun til að koma inn góðum málum á Íslandi.
Þannig má segja að Borgarahreyfingin sé afl sem mun vinna að breytingum fyrir Ísland. Við munum munum vinna að einurð og heiðarleika fyrir fólkið. Við köllum líka til gott fólk sem vill alvöru breytingar til liðs við okkur! Vilt þú vera með?
Hér er slóð að stefnumálum Borgarahreyfingarinnar:
http://www.borgarahreyfingin.is
Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.