Miðvikudagur, 18. mars 2009
Nýja Ísland?
Í gær var ég aðeins að koma inn á að við þegnar landsins berum ábyrgð á að búa afkomendum okkar góðrar framtíðar. Ef okkur tekst það ekki þá mun verða landsflótti. Flótti sem er þegar byrjaður. Flótti sem á eftir að stóraukast ef okkur tekst ekki vel upp, sem er ólíklegt vegna þess sem á undan er gengið.
Hvernig framtíð viljum við á Íslandi?
Viljum við búa í landi þar sem allir þegnar þess geti búið saman í sátt og samlyndi?
Viljum við búa við stjórn sem veitir þegnum landsins jöfn tækifæri?
Í mínum huga er það við, fólkið sem þurfum að koma að breytingum. Búa til "Nýtt Ísland" á Íslandi.
Nú þurfum við að þora að koma saman að búa til hið "Nýja Ísland" í sameiningu. Fólkið í landinu.
Þetta er miklvægt atriði fyrir okkur! Að hafa í framtíðinni geta sýnt þjóðum heimsins að almenningur á Íslandi hafi komið saman til að rétta Ísland við út úr fjárkreppu og yfirvofandi gjaldþroti heimilanna.
Það er alveg ljóst að ef náum ekki saman um þetta mál þá munum við aðeins ýta á undan okkur vandanum en ekki ráða fram úr honum. Mér eiginlega hryllir við þeirri tilhugsun að afkomendur okkar þurfi að taka við allri holskeflunni vegna þess að við gátum ekki verið nógu vitur að ganga í hlutina saman!
Góðir hlutir gerast hægt. En það þarf að byrja einhversstaðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.