Miðvikudagur, 4. mars 2009
Yfirlýsing frá Borgararhreyfingunni - Þjóðin á þing
Refsingin fyrir að hafna þátttöku í stjórnmálum er að þér verður stjórnað af verra fólki en sjálfum þér.
Plato
Plato
Borgarahreyfingin þjóðin á þing, stefnir á framboð í öllum kjördæmum
undir listabókstafnum O. Borgarahreyfingin samanstendur af
breiðfylkingu fólks sem á fátt annað sameiginlegt en að vera virkir
borgarar í lýðræðissamfélagi. Efnahagshrunið í haust og vanhæfni
stjórnvalda til að taka á því, varð til þess að leiða saman þann ólíka
hóp sem stendur að Borgarahreyfingunni. Innan hreyfingarinnar er fólk
með fjölbreyttan bakgrunn, ólíkar lífsskoðanir, sem býr við mismunandi
kjör víðsvegar á landinu.
Nánast allar stofnanir sem almenningur treysti til að gæta hagsmuna
sinna brugðust. Enginn sætti ábyrgð og enginn hefur verið kallaður til
ábyrgðar. Borgarahreyfingin er stjórnmálaafl sem sinnir hagsmunavörslu
fyrir einn hóp þjóðina og hefur eina meginreglu að leiðarljósi: að
færa völdin frá flokkræði til lýðræðis sem er róttæk skynsemi.
Borgarahreyfingin þjóðin á þing var stofnuð til að hrinda í
framkvæmd eftirfarandi meginatriðum:
* Alvarleg staða heimila og fyrirtækja verði tafarlaust lagfærð.
* Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um mál er varða þjóðarhag
óski tiltekinn minnihluti þjóðarinnar þess. Sama gildir um að rjúfa
þing.
* Bera skal alla samninga undir þjóðaratkvæðagreiðslu sem
mögulega framselja vald.
* Rofin verði óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og
þingheims.
* Tryggð verði skipting valdsins milli löggjafarvalds og
framkvæmdavalds, m.a. þannig að ráðherrar sitji ekki á þingi.
* Allar náttúruauðlindir verða í þjóðareigu og óheimilt að
framleigja þær nema tímabundið.
* Trúverðug rannsókn undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra
sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu verði hrundið af stað og fari
fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra STRAX meðan á
rannsókn stendur.
* Landsmenn skrifi sína eigin stjórnarskrá.
borgarahreyfingin - þjóðin á þing
* Við í Borgarahreyfingunni erum sammála um, að sama hvar í
flokki þingmenn standa, munu þeir leitast við að halda þeim völdum
sínum áfram.
* Við treystum þeim því ekki til að færa völdin frá flokkunum til
þjóðarinnar, sama hverju þeir lofa.
* Við erum líka sammála um að þeim er ekki treystandi til að
rannsaka efnahagshrunið ef rétt reynist að þeir hafi margir hverjir
fengið óeðlilegar fyrirgreiðslur hjá fjármálastofnunum.
* Við þjóðin þurfum okkar þrýstihóp inn á þing og sameiginlega
munum við beita þrýstingi innan þess sem utan.
* Ef landsmenn, treysta flokkunum til þess að takmarka völd sín
og rannsaka eigin sök á efnahagshruninu þá kjósa þeir bara einn þeirra.
* Ef þeir hins vegar treysta því fólki best til verksins sem búið
er að standa vaktina frá upphafi hrunsins. Fólkinu sem þegar hefur
sýnt einlægan vilja til að koma á breytingum, þá biðjum við hér með um
þeirra stuðning í komandi kosningum.
* Við erum valkostur fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á sömu
frösunum, sömu andlitunum, sömu lausnunum og vilja gegnsætt réttlæti.
Jafnframt viljum við hvetja alla þá sem stóðu vaktina með okkur á
Austurvelli og á Borgarafundum að hjálpa okkur með því að bjóða sig
fram.
Hér er linkur fyrir þá sem vilja ganga í hreyfinguna:
borgarahreyfingin - þjóðin þing
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Athugasemdir
Flott framtak hjá ykkur...! Ég verð að taka undir það sem Baldvin Jónsson, einn frambjóðanda Borgarflokksins sagði í sjónvarpsviðtali við RÚV í dag 04. marz 2009: "Ég skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn þegar ég var 14 ára, hef ALLTAF verið Sjálfstæðismaður og heilast mjög af stefnuskrá flokksins, það plag sem fjallar um þau "grunngildi flokksins" hittir beint í hjarta stað. En ég hef aldrei séð að flokkurinn hafi fylgt þessum grunngildum og því hef ég aldrei kosið hann!" Þetta er mín upplifun líka, þ.e.a.s. "stétt með stétt", ná "niður ríkisútgjöldum", "lækkun á skatta", "sannleikann að leiðarljósi" o.s.frv. Mér finnst síðustu 20 ár hafi Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki haft þessi grunngildi í heiðri heldur þvert á móti staðið fyrir algjörlega gagnstæðri stefnu en þeirri sem hann lofar. Þannig að ég sem sjálfstæðismaður hef heldur ekki getað kosið hann í Alþingiskosningum. Ég ætlast nefnilega til að flokkarnir "standi við sýn loforð" og mér hefur fundist Sjálfstæðsiflokkurinn algjörlega "óhæfur til slíks". Ég bind hins vegar mjög miklar vonir við þá "viðreysn flokksins" sem nú á sér stað! Nú er lag fyrir flokkinn, flottir frambjóðendur i boði og ég vona innilega, þjóðarinnar vegna að RÁNFUGLINN fari að vera t.d. flokkur sem er "stétt með stétt, en ekki bara fyrir auðstéttina..... Síðan þarf þessi skattalækkun þeirra að ná til allra í samfélaginu, ekki bara fyrir "elituna", RÁNFUGLINN hefur algjörlega gleymt "þeim sem minna mega sýn í samfélaginu" - Bláskjár sá til þess að persónuafslættinum var stolið frá okkur, þ.e.a.s aftengt við launavísitölu og þannig ´hefur fólk farið á miss við mánaðarlega 40.000 króna skattarafslátt! Þetta gerist af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki langt neina áherslu á að rækta samstarf við almenna verkalýðshreyfingu í langan tíma. Í gamla daga þá fann maður að æðstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins lögðu mikla áherslu á velferð láglaunafólks, sú stefna gerði flokkinn að breiðfylkingu í landinu! Í dag snýst allt hans starf um að gleðja aðallega: "herforingjaráð Verzlunarmanna" og "samtök SA", en þessi samstök fengu flest allar sínar kröfur í gegn! Því miður hafa kröfur þeirra um "blint frelsi" reynast þjóðinni mjög dýrkeypt & heimskuleg mistök! Það var "mikil þjóðar ógæfa" þegar ákveðnir einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins ákváðu að "Hannes Hólmsteinn Gizzurarson" yrði þeirra "hugmyndafræðingur" og svo var honum einnig troðið inn í stjórn Seðblanka Íslands. Afleiðingin var "blint frelsi - næstum enginn bindisskilda" og "heilt bankakerfi hrundi & Seðlbabankinn varð tæknilega gjaldþrota" með þá "BLÁSKJÁ & Hannes þarna innanborðs! Má ég þá frekar biðja um "Jörund hundadagkonung aftur, frábið alla frekari aðstoð frá Hannes Hólmsteinni....!
Jakob Þór Haraldsson, 4.3.2009 kl. 18:48
Þakka þér Jakob
Ha, ha, ha
Ég er alveg saklaus af þessu! Aldrei hef ég verið Sjálfstæðismaður og mun aldrei verða.
Eins og segir í yfirlýsingunni:
Innan hreyfingarinnar er fólk með fjölbreyttan bakgrunn, ólíkar lífsskoðanir, sem býr við mismunandi kjör víðsvegar á landinu.
Borgarahreyfingin er stjórnmálaafl sem sinnir hagsmunavörslu fyrir einn hóp – þjóðina – og hefur eina meginreglu að leiðarljósi: að færa völdin frá flokkræði til lýðræðis sem er róttæk skynsemi.
Baldvin er ágætur. Þó ekki hafi hann blessaður alveg sömu skoðanir og ég. Þeir sem voru þarna við borðið í dag voru nokkrir af yngri kinslóð hreyfingarinnar. Ekki komst ég vegna veikinda heima. En þeir sem hafa komið til okkar er fólk af öllum aldri á opnu fundina.Guðni Karl Harðarson, 4.3.2009 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.