Sunnudagur, 1. mars 2009
Traust?
Hvað er traust?
Traust milli einstaklinga
Að halda loforð
Treysta öðrum fyrir hlutum
Traust grundvallast á samskiptum
Samkvæmni
Traust á fagmennsku
Sjálfstraust
Öryggi
Nú göngum við á næstunni til kosninga eftir mestu óróatíma í Íslandssögunni. Tímabili þar sem almenningi var sagt frá miklu góðæri. Tímabil sem endaði á að fólk sem trúði vaknaði til lífsins þegar að raunveruleikinn blasti við. Það var ekkert góðæri heldur skuldaóðæri. Tímabil sem endaði á að brjóta algjörlega undan stoðum þjóðfélagsins sem á að byggjast á þeim staðreyndum að fólk á að geta lifað í þjóðfélagi í sátt og samlyndi við samfélagið og sína.
En hvar eru stoðir samfélagsins þegar búið er að algjörlega eyðileggja þær? Verða núverandi aðstæður ekki til þess að við fólkið í landinu missum algjört traust til samfélagsins og stjórnenda þess?
En hvað varð til þess að eyðileggja þessar aðal stoðir samfélagsins? Byrjaði það ekki einmitt þegar að bankanir fóru á hausinn? Voru það ekki þessir eigendur og stjórnendur bankanna sem settu bankana á hausinn með svikamyllu sinni með tilflutningi á fé? Og þegar að bankanir höfðu ekki aðgang að meira lánsfé þá hrundi allt eins og spilaborg. Síðan höfðu þeir komið því svo fyrir að koma eins miklu fé undan á reikninga eins og þeir gátu.
Síðan voru það stjórnvöld sem brugðust fólkinu í landinu með því að:
1. hafa ekki verið undirbúin við að fjármálahrun gæti orðið
2. að hafa vangetu til að takast á við hrunið
3. að innan þeirra var og er fólk sem studdi við þessa svokallaða útrásarvíkinga og áttu jafnvel fjármuni í fjármálaklúbbum og félögum sem voru í gangi erlendis.
4. að öll störf ríkisstjórnar tóku alltof langan tíma og lítið kom út úr þeim
5. að allt þetta fjármálahrun á að lenda á hinu heiðarlega vinnandi fólki í landinu en ekki þeirra sem urðu hrunsins valdandi. Lenda á því þannig að verðbólga eykst með hækkandi vöruverði og mikilla vaxtahækkana. Að vinnandi fólk skuli vera að lenda í því að missa heimili sín vegna ofurhárra lánavaxta. AÐ margir séu að missa vinnu sína.
Hefur þú traust á því fólki sem hefur ekki getu til að takast á við vandann? Finnst þér að síðustu ríkisstjórnir hafi haldið loforð sín? Ertu tilbúinn að endurvekja traust til þeirra stjónrenda innan flokkana sem brugðust trausti þínu? Berð þú traust til einstaklinga innan flokkana?
Hafa flokkarnir verið samkvæmir sjálfum sér í samskiptum við fólk. Þar að segja! Hefur þú alltaf fengið réttar og trúverðugar upplýsingar?
Hafa síðustu ríkisstjórnir verið samkvæmar sjálfum sér?
Hafa síðustu ríkisstjórnir sýnt fólkinu fagmennsku í vinnubrögðum sínum?
Býrð þú við fjármálalegt öryggi? Eða félagslegt öryggi?
Hefur þú mikið sjálfstraust að takast á við þann vanda sem aðrir hafa að mestum hluta orðið valdandi að? Hverjir brutu niður sjálfstraust þitt?
Býrð þú við nægilegu öryggi til að geta tekist á við vanda þann sem þú lendir í vegna hrunsins?Finnst þér virkilega að stjórnvöld hafi staðið sig í að halda stoðum undir öryggi þitt?
Ég er algjörlega búinn að missa traust á öllum stjórnmálaflokkum að geta stjórnað landinu þannig að fólkið geti lifað í landinu í sátt og samlyndi og byggt afkomu sína án skulda og ofurhárra okurvaxta.
Mín framtíð (og ykkar) ætti að vera á þann veg að geta lifað með sjálfsögð mannréttindi sem frumþarfir okkar mannana er, þar að segja: húsnæði, fæði og klæði! Þessar frumþarfir vil ég geta nálgast án þess að eiga á hættu að lenda í alvarlegum skuldum o göðrum samfélagslegum vandamálum. Vandamálum sem við bjuggum ekki til! Heldur þeir menn sem spiluðu þannig með eignir íslendinga að setja landið á hausinn í svikamyllu.
Þitt er valið! Annaðhvort hefur Ísland þá gæfu að snúa af þessari braut ógæfu eða ekki. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert með gömlu fjórflokkunum hverjir svo sem þeir eru.
Mesta gæfa Íslands fyrir framtíðina væri að hafa séð og síðan getað með samstöðu fólksins framkvæmt þær aðgerðir sem verða til þess að rétta landið út úr ógöngunum! Það verður aðeins gert með að fólkið sjálft taki þátt og framkvæmi breytingarnar!
Ekki flokkarnir! Með flokkunum og nýrri stjórn munt þú sjá litlar breytingar á stjórnun í landinu. Við munum búa við sama vandann og sama kerfið. Litlar sem engvar breytingar til bóta.
Ert þú tilbúinn að standa með í að breyta landinu?
Það er ég! Ég er búinn að fá nóg af ruglinu!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt 2.3.2009 kl. 02:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.