Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Kjörinn þingmaður eða ekki?
Er kjörnum þingmanni heimilt að breyta kosningaúrslitum?
- Jón Magnússon gekk úr Frjálslyndaflokknum og í Sjálfstæðisflokkinn og tók kjör sitt með sér yfir. Við það fækkar um 1 þingmann í Frjálslyndum og fjölgar um 1 í Sjálfstæðisflokki.
Er löglegt að 1 maður geti breytt úrslitum í kosningum?
Þetta nákvæmlega sama hefur Kristinn H. gert þegar að hann gekk á milli flokka.
Þetta er nokkuð sem þyrfti að breyta og taka algjörlega fyrir! Hlutu Sjálfsstæðismenn 24 eða 25 menn kjörna í síðustu kosningum?
Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál!
Kristinn: Trúnaðarbrestur olli afsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Svona lagað (hver sem gerir!) er algjörlega siðlaust og óvirðing gagnvart kjósendum.
Það ætti að vera inni í kosningalögum að þingmönnum sé óheimilt að færa sig úr einum stjórnmálaflokki yfir í annan.
Ef þingmenn ætla að færa sig til um flokk eiga þeir einfaldlega að láta varamann koma inn fyrir sGig í flokkinn sem þeir voru. Síðan að hætta þingstörfum. Gera síðan tilraun til að verða kosinn á ný inn í þann flokk sem þeir ganga í!
Guðni Karl Harðarson, 26.2.2009 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.