Sparibanki íslendinga?

Allt gott og gilt að vera með svona yfirlýsingar. Ha? En hvað gerist? Það nánast eina sem gerist í þessu er að nú berst á flótti þessara einstaklinga og þeir flytja þetta illa fengna fé á milli reikninga og sjóða.

Við skulum vita að þessir einstaklingar eru orðnir vanir og útspekúlaraðir í þessum óheiðarlegu viðskiptum. Eins og sést hefur í fréttum eru þessir peningar á Tortola, Guernsey og Mön, Kýpur og Cayman-eyjar á hinum ýmsu reikningum sem eru í eigu eignarhaldsfélaga og einstaklinga.

Nú munu þessir einstaklingar sem eru í eignarhaldsfélögunum koma saman á fundum til að finna leiðir að flytja féð yfir á aðra reikninga og sjóði. Vitið þið að það eru til fullt af leiðum fyrir þessa einstaklinga í peningaþvættinum. Þeir eru sko orðnir vanir!

Við skulum skoða að það verður rosa erfitt að ná þessum peningum til baka! Steingrímur á að vita þetta sem stjórnmálamaður. Þessvegna finnst mér þessi yfirlýsing vera pínulítið á þann veg að slá um sig til að ná fram vinsældum.

En það eru aðrar leiðir! Þær eru nokkuð sem ekki er hægt að slá sig um með!

Svo er annað! Nú fer Steingrímur inn í ríkisstjórn með þessar tillögur til viðræðna. Blessaður vertu, þetta verður rætt fram og til baka. Vitið þið til það verður karpað um þetta inni á alþingi dögum saman. Þar munu koma þingmenn úr fleiri en einum flokki sem verða á móti þessu öllu og munu gera allt hvað þeir geta til að tefja umræður um málið. 

Þessir peningaþvættismenn eiga sér stuðningsmenn innan flestra flokka. Jú, enda studdu þeir suma einstaklinga innan þeirra til valda.

?????

>Smá viðbót:

Það rétta sem hefði átt að gera í stöðunni var að áður en þetta barst allt saman út í þjóðfélagið þá hefðu upplýsingarnar aðeins og strax átt að fara til fjármálaeftirlits á Íslandi og menn á þeim bæ áttu einfaldlega að bregðast strax við og frysta eigninar! 

En frystingar héðan af verður ekki svo auðvelt að framkvæma. Og þessir einstaklingar sem hafa átt þátt í þessu öllu kunna jafnt að fela slóðinar eins og að búa til nýjar!

 


mbl.is Skattaskjól skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eirikur

þá hefðu upplýsingarnar aðeins og strax átt að fara til fjármálaeftirlits á Íslandi og menn á þeim bæ áttu einfaldlega að bregðast strax við og frysta eigninar! 

You mean similar to what Gordon Brown did to Kaupthing ???? At least that stopped Kaupthing from stealing more money to loan to "prefered investors" so that they could get it tucked under a pillow in the Cayman Islands. In reflection, your Government should have worked with the UK Government as a Unit to freeze all the financial bandits funds, both in the UK and in Iceland............ !!

Eirikur , 24.2.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

What Gordon Brown should have done is to contact a rep. in the icelandic financial department imm. when this started. And ask for investigation! Not Kaupthing.

 Exactly. My government should have worked with the UK Government and units from the financial department offices of both countries to freeze all the funds.

Please notice that many offshore accounts are used to keep money out from paying taxes too. This all therefore is not just money in stolen from Kaupthing accounts.

Guðni Karl Harðarson, 24.2.2009 kl. 13:42

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Og. Það virðist svo vera að erfitt sé að finna lög á þessa kalla. Við íslendingar virðumst ekki hafa verið nógu ákveðnir við að búa til lög yfir svona atgang og þeir sem hafa stutt óheft fjármagn telja það allt til foráttu. Því miður

Guðni Karl Harðarson, 24.2.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband