Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Aðeins meira um "Okkar Ísland" - valdskipting - kosningafyrirkomulag
Sæl öll sem ratið hingað inn
Eins og hægt er að sjá hér á síðum mínum hef ég verið að setja inn hugmyndir að skipta landinu í 5 svæði. Þessi færsla hér gengur út á smá nánari útlistun á hugmyndinni varðandi:
a. löggjafarvald
b. framkvæmdavald
c. kosningafyrirkomulag
Löggajafarvald:
Hugmyndin gengur út á að færa löggjafarvald út á svæði landsins til fóksins. Þar sem kosnir eru svæðisþingmenn til starfa sem vinna með efnahagsstjórn sem eru 4 embættismenn.
Hugmyndin gengur út á að svæðin hafi þannig nokkuð löggjafarvald. Þar að segja um málefni sem tilheyra því svæði sem lögin heyra til.
Hugmyndin er að þau lög sem koma af svæðum og eiga við um allt landið séu rædd og kláruð á aðalþingi sem er Alþingi íslendinga.
Framkvæmdavald:
Hugmyndin er sú að svæðin hafi smá framvæmdavald (embættismanna og svæðisþingmanna) fyrir þau lög sem tilheyra svæðinu. Hinsvegar eiga aðal alþingismenn af aðal Alþingi að vera í nánum tengslum við svæðin og efnahagsstjórnu á þeim. Ath. embættismenn eiga enga þátt í stjórnun á svæðisþingi heldur eru ráðnir starfsmenn þess og fylgja eftir lögum sem þaðan koma. Þannig ráða þessir embættismenn engu um lögin heldur setja þau í samvinnu við yfirstjórn landsins.
Hugmyndin er sú að Yfirstjórn (þar að segja yfir efnahagsstjórn) íslendinga sem starfar aðskilin Alþingi íslendinga en í næsta húsi ef svo má segja, setji þau lög sem koma utan af svæðunum og aðalþingi. Að í yfirstjórn séu aðallega framkvæmdamenn og þannig getur sú yfirstjórn haft engin áhrif á lög þau sem ákveðin eru. Þannig á sú stjórn enga setu á alþingi íslendinga hvort sem er úti á svæðum eða á aðalþingi. Heldur er yfirstjórn þáttur í öðrum stjórnum á efnahagssvæðum sem skipaðar eru af svæðisþingmönnum.
Kosningafyrirkomulag:
Ég hef verið að skrifa hér um að það mætti nota stigagjöf og vægi við kosningu á fólki til stjórnunar. Málið er að eins og ég hef sett það upp þá virðist það vera aðeins of mikið flókið fyrir fólk. En það má örugglega finna leið til að einfalda kosningu með stigagjöf. Eins og tildæmis mætti byrja á að draga saman lista fólksins sem hefur áhuga á stjórnum með stigagjöfinni og síðan nota hlutkesti á það fólk sem eftir er. Þannig stigajöf fyrir hverja lengd setu í stjórnun, a. 8 mánuði b. 16 mánuði c. 24 mánuði d. 32 mánuði og e. 40 mánuði.
Eins og ég segi þá má örugglega fá stærðfræðing til að finna sem besta kerfið sem tryggir jafna aðkomu fólks á að komast í stjórnun. En að stjórna ætti að vera nokkuð sem fólk hefði virkilega áhuga á að koma að!
Hugmyndir mínar ganga út á að lögin komi frá fólkinu utan að og séu framkvæmd af þjónum fólksins en ekki herrum þess!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.