Alþingi - þjóðin - þjóðarvitundin

Almannaþing og hátíð á Þingvöllum.

 

Smá viðbót sem ég set hér inn degi seinna, þann 21. feb.

Ég legg til að á þessu almannaþingi sem ég nefni hér fyrir neðan, komi fólkið saman og ræði ýmis mál sem þeim er ofarlega í huga. Þannig mætti setja á dagskrá umræður um 

1. Á Ísland að ganga í ESB?

2. Hvernig mynt á Ísland að taka upp?

3. Á Ísland að byrja á Hvalveiðum fyrir alvöru. 

Síðan þegar að niðurstaða fengist úr þessum málum mætti undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um þau.

Tilgangurinn með að ræða þessi mál á almannaþingi væri að efla þjóðarvitundina.

 

Í mars 2008 sendi ég forseta og ríkisstjórn 14 síðna bækling þar sem ég stakk upp á að haldin yrði hátíð á Þingvöllum til að sameina þjóðina.

Svarið sem ég fékk frá Össur Skarphéðinsyni var eitthvað á þá leið að ekki væri fordæmi fyrir að gefa einstaklingum leyfi fyrir að halda hátíð á Þingvöllum.

Í fyrirspurn minni sem ég veit svo sem ekki hversu mikið var rædd inni á ríkisstjórnarfundi tók ég sérstaklega fram að slík hátíð þyrfti að koma að frá hendi ríkisstjórnar. Reyndar stakk ég upp á hvort hægt væri að fá styrk upp að 5 mílljónum (sem eingöngu átti að vera fyrir undirbúning og vinnu) með aðkomu ýmissa aðila úr matvæla og ferðaiðnaðnum til að setja svona  hátíð í gang. 

Svarið sem ég fékk var því út í hött. Og greinilegt var að Ríkisstjórnin hefði ekki áhuga að sameina þjóðina!

Hugmyndin var sú að setja í gang alsherjar Þingvallahátíð þar sem fólk kæmi að úr öllum landshornum, til kynninga, sölu á smávöru, íþrótta og leikja. Nokkurskonar alsherjar hátíð fyrir fólkið í landinu til að sameina þjóðina.

 Inni í hugmynd minni gat ég sérstaklega um að áhugavert að vera með almannaþing samhliða hátíðinni.

 Nú í framhaldinu vil ég endurvekja þessa hugmynd og sting upp á að alsherjar hátíð verði sett upp á Þingvöllum þann 17. Júní næstkomandi til að sameina þjóðina eftir öll þau áföll sem gengið hafa yfir. Vil ég sérstaklega taka fram að ég mun koma að þessu betur inn ef samtök fólks þess sem bíður fram í næstu kosningum mun ná góðu fylgi!

Guðni Karl Harðarson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband