Mánudagur, 26. janúar 2009
Mjög áhugavert: lesið vel Efnahagssvæði - Efnahagsstjórn - Efnahagsbanki
Ein af öllum hinum hugmyndunum
en sennilega sú besta fyrir almenning!
hluti af: "Okkar Ísland"
Vesturkjördæmi
Á svæðinu nálægt afleggjara þar sem farið er út af þjóðveginum til Reykhóla er mjög grösugt og fallegt svæði. Þar mætti hugsanlega byggja upp Svæðisþing með miðlægu þorpi.
Eins og sést hérna í færslunni á undan þá er vesturkjördæmi skipt í 4 svæði. Eftir 8 mánuði fer einn stjórnandi af hverju svæði í svokallað "Svæðisþing"
Allt heila batteríið er kallað Efnahagssvæði sem er svæðisþing og efnahagsstjórn en efnahagsstjórn er í útibúi aðal efnahagsbanka íslendinga (hér getið vestur svæði).
Svæðisþing= blandað þing og efnahagsstjórn sem skiptist þannig:
1. valdir eru 4 sérfræðingar til stjórnunar á svæðinu sem starfa út allt tímabilið 3 + 1/3 ár (40 mánuði)
þessir sérfræðingar væru helst úr einhverjum þeim stéttum sem hagstæðast væri fyrir stjórnun á svæðinu
a. yfirumsjónarmaður yfir Svæðisþingi og Efnahagssvæði
=Hagfræðingur, eða Lögfræðingur, eða Viðskiptafræðingur sem sér um að halda saman málum eins og meðal annars að taka saman mál sem fara á aðalþing
b. fjármálastjórnandi sem sér um að halda utan um fjármálaumsýslu svæðisins
=Viðskiptafræðingur eða Hagfræðingur
c. lagastjórnandi sem sér um að halda utanum svæðislögum (en svæðislög koma frá Alþingi) og öðrum málum
= Lögfræðingur, mætti vera héraðsdómslögmaður
d. almenningsstjórnandi sér um að tryggja fólki sem býr á öllu svæðinu 1. atvinnu 2. réttláta afkomu 3. húsnæðis og búferlamál. Og síðan önnur mál sem við kemur.
=Félagsfræðingur
Þessir 4 sérfræðingar eru ráðnir af Svæðisþinginu
Hugsunin á bak við þetta er að í staðinn fyrir að hafa svona stjórnendur bara í þorpi þá eru hér sérfræðingar sem eiga að sjá um að viðhalda balance yfir svæðið og tryggja svæðinu réttláta afkomu og skiptingu.
Skal kalla þennan hluta Svæðisþingsins: Efnahagsstjórn í vestur - efnahagsútibúi af Efnahagsbanka íslendinga
Svæðisþing:
Í svæðisþingi eru 10 þingmenn sem starfa sem þingmenn svæðisins og sjá um að ræða allsskonar mál sem koma upp á öllu svæðinu.
Dæmi 1:
Á svæðinu vantar að auka atvinnu og er verið að tala um að a. bjóða alþjóðafyrirtæki b. að setja upp fyrirtæki. Svæðisþingmenn ræða um hvar hægt væri að setja upp nýja atvinnu á svæðinu og í hvaða geira atvinnan væri.
Síðan þegar að ákvörðun væri tekin þá færi hún á:
a. til stjórnendanna í efnahagsútibúinu sem sjá um að atvinnan fari á valinn stað, lög varðandi atvinnu, sjá um efnhagsafkomu fyrir fólkið, sjá um að bjóða fólki atvinnu og jafnvel húsnæði
og b. til Alþingis
Dæmi 2:
Orkumál. Það þarf nauðsynlega að nýta orku, bæta við og byggja upp orku á svæðinu. Svæðisþingmenn taka að sér að ræða um það hvar væri best að setja hana niður, hvernig orka væri best osfv. Taka ákvörðun og send hana á:
a. til stjórnendanna sem sæu um framkvæmd
b. til Alþingis
Náin samvinna er á milli Svæðisþingmanna og Efnahagsstjórnenda. En efnahagsstjórnendur eru aðeins embættismenn sem sjá um framkvæmdina.
Svæðisþingmenn er fólkið í landinu sem fer í gegnum hringrás stjórununarinnar.
Um Svæðisþingmenn:
Á 8 mánaða fresti koma inn 4 nýjir svæðisþingmenn (1 afh hverju 4 þorpsvæða) til að nauðsynleg endurnýjun á valdi fari fram. Þá fara 4 þingmenn úr Svæðisstjórn og inn á Alþingi til að byrja störf næst þegar að Alþingi er við störf. En 6 verða eftir.
Nánari útlistun á Svæðisþingi:
Í kringum svæðisþing og efnahagsstjórn er myndað svokallað miðlægt þorp. Í þorpinu væri eins og áður sagði smá þinghús (ráðhús) með þingsvæði og efnhagsstjórn í sama húsi.
Í þorpinu kæmi saman fólk til að mynda samræmdar framkvæmdir þorpskjarnans eins og að setja upp handverksmarkaði, ferðakynningu, skemmtanir og fleira. Þetta er gert til að auka eftirvæntingu og samræma starfsemi og skemmtun fólks á öllu svæðinu. Þannig væri hægt að nýta sér starfskrafta og eftirvæntingu fólksins til að tjá sig og starfa. Ætlunin þannig að fá fólk saman í störf og leik. Brúa þannig bilið og gefa fólki kost á að gera sér ýmislegt til dagláta sem er gott einmitt á þeim svæðum þar sem fólk hefur oft of lítið að gera.
Hugsunin á bak við þetta er sú að hvert svæði er með eðlilega sjálfsstjórn og myndun afkomu og atvinnutækifæra á sjálfu svæðinu í samvinnu við, þorpssvæði, svæðisþing og síðan Alþingi sem starfar þá aðeins 5 máuði á ári.
Þingmenn er fólkið en efnhagsstjórn eru sérfræðingar
Munurinn á svona stjórnskipunarfyrirkomulagi með skiptingu á milli landsvæða er einkum þessir:
1. Setja stjórnun heim í svæðin
2. nýta stafskrafta fólksins og búa til eftirvæntingu til atvinnusköpunar, íþrótta og margsskonar leiks.
3. tryggja að stjórnunin sé alltaf vakandi en það er augljóslega betra með þessu fyrirkomulagi en ef kosnir væru þingmenn í einmenningsþingi yfir allt landið! Með þessu fyrirkomulagi er gerð góð tilraun tila að virkja fólkið og einnig koma í veg fyrir að einhver staður eða landsvæði yfir allt landið geti komið inn sínum mönnum sem flestum inn á Alþingi.
Copyright Guðni Karl Harðarson
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.1.2009 kl. 13:12 | Facebook
Athugasemdir
Engin hugsar betur um garðinn sinn nema sá sem ræktar hann sjálfur og nýtur ávaxtanna af sinni eigin útsjónarsemi.
Júlíus Björnsson, 26.1.2009 kl. 18:14
Það er nefnilega málið. En hvað er sá garður stór? Með samverkum íbúanna á hverju svæði fyrir sig væri hægt að nýta krafta íbúanna til starfa. Sem síðan í heild sinni myndar samverkandi áhrif á störf í öllu landinu. Atorka og framkvæmdasemi íbúanna á hverju svæði nýtast svo landinu í heild.
Síðan er að fá fólk til að sjá þetta og fara að hugsa málið.
Guðni Karl Harðarson, 27.1.2009 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.