Vesturkjördæmi 1 -----

"Okkar Ísland" 

hugmyndin

 

Copyright Guðni Karl Harðarson

 Af gefnu tilefni: Öll hugmyndin á bak við "Okkar Ísland" hefur verið unnin á mörgum mánuðum! Ef eitthvað svipað kemur fram mun ég áskila mér allan rétt til að fara með málið lengra!Hugmyndina má sjá í heilu lagi á blogginu mínu og síðan hér í pörtum.

Hér er aðeins nánari útskýring á bak við "Okkar Ísland" hugmyndina sem byggist á fólki en ekki flokkum.

Athugið að ég kem fyrst inn með hvert svæði  og síðan enda ég í hverju svæði með að sýna út á hvað sjálft Svæðisþingið gengur.

Nú fyrst vestur - svæði 1

vestur1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Akranes + Borgarnes og svæði í kring

5 manns í bæjar; og sveitarfélagi sem er byggt upp á nauðsnynlegri endurnýjun í stjórn.

Valið er eftir prófkjöri – fyrst er settur upp 300 manna listi síðan hann dreginn saman eftir prófkjöri fólksins sjálfs. Niður í 100 manns.

Prófkjörið fer þannig fram að fólkið velur sér á l00 manna listann (af 300 manna listanum) eftir vægi til að viðhalda réttlátri skiptingu á hvernig fólki er raðað á listann. Með þessu móti er erfiðara að einhverjir taki sig saman og velji sama manninn ef framkvæma á eftir atkvæðum. Dæmi: einhver hópur er mjög hrifinn af Jóni Jónssyni enda þekkja þeir hann vel því þeir vinna með honum. Ef kosið er eftir atkvæðum geta þeir tekið sig saman og allir valið hann. Þannig gæti þessi Jón fengið 20 til 30 atkvæði, eða meira.

Réttlátt?

Til að allir hafi sem næst sömu möguleika þá er í þess stað er notað vægi sem er valið þannig:

kjósandi sem sér fólkið á listanum fær að velja 5 manns sem hann gefur stig eftir vægi þannig:

Jón fær 10 stig á a)

8 stig á b)

6 stig á c)

4 stig á d)

og 2 stig á e)


Bjarni fær 10 stig á b)

8 stig á c)

6 stig d)

4 stig á e)

2 stig á a)

 

Cecil fær 10 stig á c)

8 stig á d)

6 stig á e)

4 stig á a)

2 stig á b)


Davíð fær 10 stig á d)

8 stig á e)

6 stig á a)

4stig á b)

2 stig á c)


Egill fær 10 stig á e)

8 stig á a)

6 stig á b)

4 stig á c)

2 stig á d)

Þannig get ég valið 5 menn enn ekki fleiri. Ef einhver ætlar að gera tilraun til að velja sína menn helst þá getur hann aðeins gefið ákveðnum 5 mönnum stig. Enn þannig gæti þá annar gert líka. Með þessu eru líkunar á réttlátri skiptingu atkvæða á milli manna. Dregið er úr að hægt væri að mynda valdaklíkur.

Ef endanlegur listi væri með færri manns eins og tld. 20 þá þyrfti einfaldega að velja og kjósa oftar!

Flókið? Gæti litið út fyrir það. En hægt væri auðveldega að búa til einfalt tölvuforrit fyrir stigalistann.

Síðan ef einhverjir eru alveg jafnir eftir valið þá er einfaldega kosið aftur fyrir þá sem vilja og þeir sem ná efstu sætunum á 100 listanum er gefið ný kosning og fólk raðar þannig á listann.

Nú er búið að velja þetta fólk og ganga þá 5 efstu menn af listanum til starfa í bæjar og sveitastjórn á svæðinu. Starfað er í 40 mánuði, en eftir 8 mánuði fer fyrsti maður úr stjórninni yfir í Svæðisþing og næsti maður af lista kemur í staðinn. Þannig er að þegar að hringnum er náð þá eru liðnir 3 + 1/3 ár. Þá er kosið upp á nýtt en nú með vægi á 95 manna listanum + 5 manns af 300 manna listanum (athugið að þá koma hæstu 5 menn sem eftir urðu hæstir á 200 manna listanum sem ekki náði kosningu síðast þegar að kosið var).

Nú hafa þessir 5 manns gengið í gegnum hringrás kerfisins til að eðlileg valdskipting verði. Þannig ganga þeir af bæjar og sveitarstjórn yfir í svæðisþing og starfa þar. Og síðan áfram yfir á Aðalþing landsins.





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Guðni minn,  ég er ekkert hættur að kíkja á bloggið þitt.  Ég er í Frjálslynda flokknum og er ekkert áhugasamur um ný framboð.  Tel þau frekar dreifa kröftum og koma Sjálfstæðisflokknum vel.  Sá flokkur byggir á sterkari grunni en aðrir flokkar.  Það er að segja fjöldi þeirra sem styður Sjálfstæðisflokkinn gerir það af trúarlegum forsendum fremur en rökrænni. 

  Hvað oft les maður ekki eða heyrir fólk segja:  "Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn" eða "Foreldrar mínir kusu alltaf Sjálfstæðisflokkinn".  Og notar þau rök fyrir stuðningi við þann flokk.

  Að vísu hafa þau undur gerst að Sjálfstæðisflokkurinn sem í tímanna rás hefur notið stuðnings um 40% þjóðarinnar mælist nú í kringum 20%.  Í hópi mótmælenda fyrir utan alþingishús má sjá ýmsa áður yfirlýsta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins.  Til að mynda konuna sem kennd er við tískuverlsunina 17 (man ekki hvort hún heitir Svana eða Svala),  Frosta Logason,  áður útvarpsstjóra X-ins,  gítarleikara Mínusar og frambjóðanda Vöku í Háskólanum og fleiri.    

  Ég er ekkert andvígur nýjum framboðum eða nýjum hugmyndum.  Það er um að gera að skoða alla möguleika.  Við báðir erum komnir á sextugsaldur og höfum aldrei upplifað jafn sterka öldu fólks sem biðlar til algjörrar uppstokkunnar í íslensku samfélagi og pólitík.  Ólíklegasta fólk kallar á byltingu.  Óskilgreinda vel að merkja.  En byltingu á þann hátt að brennuvargarnir sem komu Íslandi á hausinn víki og nýtt fólk taki við.

Jens Guð, 24.1.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Óskar hver kafli hefur hæsta val 10 stig en færast til frá a til b. Fara í hring. Þannig sérðu 10 í a) á fyrsta manni Jóni og svo Bjarni fær 10 stig á b) osfrv.

Þetta er gert til að tryggja eðliðega skiptingu á milli manna og koma í veg fyrir valdaklíkur eða einhverjir taki sig saman og velji inn einhvern mann sem kannski hefur borgað þeim til þess?

Ég er að reyna að tryggja eðlilega valdskiptingu á milli fólksins. Jafn hvort fólkið er lært sem smiður, læknir eða annað. Og síðan að færa völdin til vegna þess að þá er hægt að sjá til þess að einver komist ekki í einhverja aðstöðu í starfinu eins og að byggja brynju í kringum sig með að festast í starfi og verða síðan til þess að festast í einhverja vitleysu eins og aukatekjur með sponsum eins og utanlandsferðum  eða starfsbíl osfrv. Einnig að reyna að losna við valdapot og vinavæðingu.

 Erum við ekki búin að fá nóg af valda og peninga poturum?

Guðni Karl Harðarson, 25.1.2009 kl. 00:37

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jens minn. Ég átti nú sérstaklega við með færsluna:

Afhverju er ég að blogga

Face it Jens. Flokkarnir eru orðnir úrelt fyrirbæri! Það sem besta sem getur tekið við í framtíðinni er að fólkið velji fólkið!

Með því fyrirkomulagi muntu alveg geta hvótakerfið lagað! Áttaðu þig á því að ef einn eða fleiri flokkar mynda stjórn þá verða alltaf samningar á milli þeirra! Ertu virkilega kominn til með að sjá að kerfið verið lagað ef þinn flokkur kannski lendir í stjórn með Samfylkingu og framsókn?

Nei. Þú fengir svo sannarlega ekki um það sem þú biður um og hefur áhuga á að ná fram. Það verður allta compromise á milli flokkanna því hver flokkur vill sitt.

Guðni Karl Harðarson, 25.1.2009 kl. 00:44

4 identicon

Las póst þinn inni á lýðveldisbyltingin.is og langar að spyrja eftirfarandi (tek fram að ég er ekki búin að lesa hugmyndina í þaula enn):

Sérðu fyrir þér að skylt væri að velja 5 og gefa þeim atkvæði/raða eftir vægi, eða mætti sá sem hefði bara áhuga á einum kandidat gefa honum sín flestu stig (ég meina ekki öll, aðeins það mesta sem er í boði) en sleppa alveg að gefa þessum 4 í viðbót?

Ég sé jafnframt að þú virðist gera ráð fyrir tilflutningi fólks, sem hefði verið kosið nokkru fyrr, upp og yfir á annað þrep í þinginu? er það rétt skilið hjá mér? Ég spyr þá, ef kjósandi/kjósendur hefðu skipt um skoðun á viðkomandi kandidat, eftir að hafa fengið reynslu viðkomandi í starfi, gæti kjósandi/kjósendur ekki valið viðkomandi út? valið/kosið aftur?

Eins spyr ég, gerir þú ráð fyrir að í efri stigunum (svo sem svæðis þingi) séu alltaf kandidatar sem kosnir hafa veri upphaflega á neðri stigum? Til þess að nota samlíkingu við núverandi kerfi, að kosið væri til Sveitastjórna og Alþingismenn kæmu úr efsta því vali?

Bragi Halldórsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:33

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég sé fyrir mér að það skylt að velja 5 en ekki atkvæði heldur stig! Ekki hægt að velja einn kandidat!

Ef þú skoðar hugmyndina þá gengur hún út að gefa 5 mönnum 5 sinnum stig þannig 10 stig fyrst á a.

Sjáðu til:

Ég vel 5 menn af listanum:

Það eru 5 flokkar: 1 ég má gefa þeim manni sem ég hef áhuga að nái inn fyrst 10 stig á a. svo á b. osfrv.

ég gef næsta manni (nr. 2) 8 stig fyrst á b. og svo c. og svo framvegis

svo koll af kolli þangað til að öllum 5 mönnum hefur verið gefið stig 5 sinnum. Þannig hef ég gefið stig einhverjum mönnum en einhver annar hefur gefið öðrum stig osfrv. Jafnvel ekki auðvelt að taka sig saman!

Síðan sá þeir allir sem fá 10 stig á a. fara fyrst inn í þorpsstjórn en standa styðst við á hverjum stað, aðeins 8 mánuði. Þanngig er tryggt að einhver geti ekki verið að geta gefið sínum manni stig. Einmitt vegna þess að þeir sem eru hæstir og sterkastir í e. fara síðast inn en eru lengst í starfi. Þeir sem eru síðastir inn af listanum (efstu af e.) eru þannig 40 mánuði í starfi.

Skipt um skoðun? Höfum við ekki oft skipt um skoðun á fólki. Einfaldega eru sumir að standa sig frábærlega en aðalatriðið er að Lýræðið er virkt svona! Enginn mun geta alltaf verið ánægður með allt fólkið sem valið er. Athugaðu að hugmyndin byggir á það að þetta er val fólksins en ekki mitt eða þitt val þó ég velji stigin. Sem segir auðvitað ef einhver kemmst inn þá er það ekki bara að þú hafir valið hann heldur fullt af öðru fólki líka!

Varðandi tilfærsluna þá vil ég færa til fólk frá þorpsstarfi yfir í svæðisþing og þaðan í aðalþing. Sem er hugsunin að tryggja eðlilega valdskiptingu og hreyfing á valdinu!

Alltaf kosið af neðri stigum. Athugaðu að ég reikna með samvinnu með svæðisþingmönnum og efnhagsstjórn. Og síðan aðalþingmönnum og aðalstjórn.

Ekkert ráðherra vald heldur góð blanda af fólki með áhuga á stjórnun og fræðimönnum sem eru ráðnir af svæðisþingmönnum í efnahagsstarf í náinni samvinnu með þeim.

 Sveitarstjórn>Svæðisþing>Aðalþing

Guðni Karl Harðarson, 1.2.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband