Afhverju er ég að Blogga? -- þeir mega taka þetta til sín sem eiga það?!

Já afhverju er ég að þessu? Fluggáfaður verkamaðurinn á tjáningartrippi með áhuga á öllu milli himins og jarðar.

Ég skora á fólk sem ratar hingað að lesa þetta þó sé langt! Hér kemur fram ýmislegt áhugavert! Ég er aðeins núna aðeins að skrifa um hvað er á hjarta mínu. En allt í góðu!

Smávegis um stöðuna. Reikna má að stjórnarsamstarfið  endi alveg á næstu dögum. Það er alveg tómt mál að tala um að annað en að kjósa í Apríl! 

Skoðun: Flokkar munu ekki geta náð saman vegna þess m.a. að fólk fer að sjá enn betur hvað þessir flokkar eru að gefa eftir til að ná saman. Vinstri Grænir og Samfyking eru of ólíkir flokkar og með ólík stefnumál til að geta unnið saman. Enginn með viti vill Sjálfstæðisflokkinn aftur í stjórn!

Niðurstaða:

Ég reikna með stjórnarkreppu eftir kosningar og mjög erfitt verði að ná saman stjórn!

 

Í þessu Bloggi mínu kem ég inn á nokkur atriði:

1. smávegis um mig

2. "Okkar Ísland" veruleiki?/ekki?

3. Bloggvinir mínir

4. nokkur orð um íslendinga 

5. flokksmenn og flokkar

 

 1. Ofur forvitinn á öllu í lífinu. Helli mér út í hlutina ef ég hef áhuga og er þá á fullu í kannski 5 ár. Með óteljandi áhugamál eins og, pólitík, andleg málefni og trú, vísindi (allt mögulegt), heimspeki, sagnfræði, skáldskap, list (myndlist, ljósmyndun, söngur og tónlist), gönguferðir, ferðalög, sund, bridge, skák og næstum því nefndu það bara.

 

2. Varðandi hugmynd mína "Okkar Ísland"

Ég veit að ég er með í höndunum alveg ágætis hugmynd sem hægt væri að vinna úr og ég tel að væri til heilla fyrir land og þjóð. En það sem getur unnið á móti mér eru nokkur atriði:

a. Ég er ekki nógu þekktur eða frægur til að koma fram með svona hugmynd?

b. Ég er ekki nógu lærður enda bara aumur verkamaður?

c. Hugmyndin er óraunhæf eins og stendur og ekki líkleg til að geta orðið að veruleika í næstu framtíð einmitt vegna þess að það er ekki auðvelt að breyta stjórnsýslulögunum?

d. Ég þekki ekki nógu mikið til málanna til að geta komið fram með svona hugmynd?

e. Fólk þekkir mig alls ekki nógu vel?

-----

3. Bloggvinir mínir

Ég á fáa en nokkra frábæra Bloggvini. Ég ætla að vona að ég megi skrifa hér smávegis um þá enda hef ég bara gott eitt að segja um þá flesta!

Imbalu:

Alveg yndislegur karacter. Mér fannst alveg frábært að  hún skuli hafa tekið svona vel á móti enska bréfinu sem ég var að senda á fréttablöð úti í heimi! Hugmynd sem alltof fáir tóku þátt í (3 til 4)  Hugmynd sem tókst að mörgu leiti því að umfjöllun á fréttastofum úti í heimi jókst og blað sem ég sendi brást við með grein um fjármálastöðuna á Íslandi. Síðan fékk ég hugmyndir á Politics forums.

Fínt að hún stakk upp á leiðréttingu hjá mér og tók ég vel í hana og notaði. Ástæðan þó fyrir villunum hjá mér ekki kannski sem hún hélt. Raunveruleg ástæða var prófarkalestursleysi og venjulegar innsláttarvillur. Þó ég sé verkamaður þá hef ég lært 3 stig í viðskiptaensku í öldungadeild fyrir mörgum árum. Ég hef verið á gagnasöfnum í samskiptum við fólk úti í heima síðan löngu áður en að internetið varð til. Fyrsta módemið var 200 baud og tók það um hálftíma að les inn 2 til 3 mb skrár. Meira að segja hélt úti BB samkiptaborði um tíma. Ég fer daglega inn á samskiptaborð úti í USA m.a. til að lesa bréf (og skrifa) um fyrirtæki á Bandaríkjamarkaði. Tók mig einu sinni til og lærði að lesa í viðskiptareikninga, fréttir, tæknigreiningu (candlestick línurit) í um 6 ár. Allt sjálfur og óstuddur. Ég hef farið nokkrum sinnum erlendis og hika ekki við að tala ensku þegar ég þarf. Ég á í kringum 200 vísindaskáldsögur á ensku sem ég hef allar lesið. Sumar aftur og aftur.

 Þannig að ætla mætti að ég geti skrifað og lesið enskuna....Smile

Hún Ingibjörg er mikil stuðningskona sem styður vel við það og þá sem hún trúir á! Aldrei mundi ég vilja hætta að vera bloggvinur hennarSmileHeartHalo

 Jens

Vá Bloggið hans er ótrúlega fjölbreytt. Þar er skrifað um allt á milli himins og jarðar. Þangað koma inn alskonar karacterar úr allri flórunni. Eitt fjölbreyttasta Bloggið sem ég fer nánast daglega inná til að lesa. 

Jens er ágætur Bloggvinur þó ég sé nú ekki alltaf alveg sammála honum um það sem hann skrifar.

Jens? hefur þér aldrei dottið í hug að Leirmyndin gæti kannski verið að honum Guðjóni prestsyni. Að pabbinn, kallinn hafi haft ítök og reynt að svæfa umræðuna um soninn? Maður sem mér fannst týnast dálítið í umræðunni um málið hérna í denn tíð. Ath. ég er alls ekki að saka neinn um neitt! Aðeins að velta þessu fyrir mér.

Áfram Jens! Ekki breyta Blogginu þínu!

Endurholdgun:

Ég hef farið stundum inn á Bloggsíðuna hennar og lesið. Minna inni á síðustunni vegna þess að ég hef verið upptekinn við að skrifa annað. Ég er sammála um margt sem hún skrifar á Bloggsíðunni sinni.

 Ágætis BloggvinurSmileWoundering

 Kreppukallinn:

Fer nokkuð oft inn að lesa það sem hann skrifar. Það sem hann skrifar um er oft mjög áhugavert. Sumum hugmyndunum hans er ég sammála. Einn ljóður á, hann notar alltof mikið af blótsyrðum sem er óþarfi. 

Ágætis Bloggvinur sem er með áhugavert efniCool

 Heidi:

Mjög flott Bloggsíða hjá þér Heidi. Greinanar oft alveg frábærar. Þú ert búin að vera greynilega lengi í þessu og þekkir vel inn á Blogg og sjálfsagt Internetið líka. Ég legg til að allir sem ætla að byrja að Blogga ættu að kíkja inn á Bloggsíðuna þína. Mjög gott fyrir Blogg byrjendur að skoða þar. Frábært að þú tókst þér til og studdir bréfið mitt á ensku!

Ágætis Bloggvinur með supergóða Bloggsíðu og marga góða BloggviniWounderingHalo

Björgvin Hólm:

 Ég satt best að segja veit ekki mjög mikið um Björgvin en það sem ég hef skoðað á síðunni hans þá sé ég að hann hefur verið í mótmælunum og hefur skrifað um sem fer fram í þjóðfélaginu. Ekkert séð nýtt frá honum síðan 19. desember. Mætti vera aktivari en er alveg ágætis bloggvinur að ég best veit.

Góðar kveðjurSmile

 Julius Bearsson:

Einn nýjasti Bloggvinur minn. Ég er vissum að í framtíðinni eigum við mikið eftir að skrifast á. Er með mjög áhugaverða Bloggsíðu og skrifar þar greinar um áhugamál sín. Ég er mjög oft sammála því sem hann skrifar. Mjög þýður í samskiptum.

Ég hef mikinn áhuga að vera í samskiptum við hannSmile

 Aloevera:

Bloggsíða um ýmislegt efni. Ég kíki stundum þarna inn. Margt áhugavert sem þar er skrifað. Hefur verið að skrifa aðeins inn á Bloggið mitt að undanförnu og svara athugasemdum.

Aloevera? Athugaðu að ég veit um það sem þú varst að svara mér! Tildæmis með að gera ógilt ó kosningaklefa. Ég er bara ekki alltaf tilbúinn að taka því sem mér er sagt úti í þjóðfélaginu án þess að skoða það vel ofan í kjölinn (ekki að tala um frá þér). Vil bara brjóta vel til mergjar og athuga vel hvort til séu leiðir!

Ágætis Bloggvinur!

 

Kofi:

Nýjasti Bloggvinur minn sem ég veit eiginlega ekki nógu mikið um...Vonast eftir að eiga góð samskipti við þig á næstunni!

Gangi þér velSmile

Svo er það sá síðasti. 

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa um hann? Við erum frændur. Hann er sonur systur minnar. Ef ég má? Hann er um margt ágætur. Er hörku duglegur og á auðvelt með að læra. Hinsvegar hefur hann dálítið mikið Ego og mikið sjálfsálit. Kannski má hann það bara. Margt áhugavert sem hann skrifar á Bloggið sitt. En að mínu áliti ekki mikill penni. Er duglegur að mæta á Borgarafundi þegar að hann getur (meira en ég hef getað sagtFrown)

Sendi honum boð þegar að ég byrjaði að blogga að gerast bloggvinur minn. Sem hann þáði sjálfsagt vegna þess að við erum frændur. Ég passaði hann mikið þegar hann var lítill.

Ég hef nokkrum sinnum skrifað inn á Bloggið hans. Þar á meðal komment um myndirnar af dætrum hans. En ekki hefur hann einu sinni skrifað eitt orð inn á Bloggsíðu mína! DapurlegtFrown

Frændur eru frændum verstir?

 

4. Nokkur orð um Íslendinga:

 Mér finnst oft að íslendingar séu svolítið of mikið fyrir að trúa á frægðina.  Einum of mikið af frægðardýrkun. Einnig það sama með menntun.

Dæmi:

 Ég sjálfur kem með áhugaverða hugmynd að skrifa á ensku til fjölmiðla og hamra á henni í 10 Bloggfærslum. Jú það jukust töluvert heimsóknir á Bloggið mitt á meðan. En hverjir tóku þátt? Aðeins um 3 til 4 persónur sem ég vissi um! Síðan gerist það að Bloggari sem er lærð stjórnmálafræði nær sambandi við þingmenn erlendis (fínt mál!) og þá kemur fullt af fólki og tekur þátt.

Ég segi bara. Berið virðingu fyrir fólki sem er kannski ekki mikið þekkt eða lært! Það er ekki þar með sagt að þeir þurfi að vera eitthvað heimskir. Sumir trúa að lærður maður þurfi endilega að vera mjög gáfaður maður. Þó að fólk sé í einhverju lægra settu starfi er ekki þar með sagt að það geti ekki verið gáfað. Mönnum hættir stundum til að rugla saman lærdóm og gáfum. En gáfur ganga út á að hafa getu til að brjóta til mergjar. Í flestum skilgreiningum um gáfur kemur fram að í greind felist hæfileikinn til að læra nýja hluti, leysa ný verkefni eða laga sig að nýjum aðstæðum. 

Um það sem hefur verið sagt um stjórnmálamenn:

Um Árna Mattheasen:

Ég tók eftir fyrir nokkrum dögum að fólk væri að segja að hann væri bara Dýralæknir og gæti því ekkert í fjármálum. Ekkert væri fjarri mér en að segja það! Þó að Árni sé lærður Dýralæknir þá er ekki hægt að fullyrða að vangeta hans með fjármál sé vegna þess!

Dæmi:

Jón Jónsson var nokkuð gáfaður maður sem lærði til læknis og starfaði sem slíkur lengi og gekk vel í starfi. Um þrítugsaldur fékk hann áhuga á pólitík. Hann gekk í Farfara flokkinn í heimabyggðinni og fljótlega komst hann í sveitarstjórn. Hann var vinsæll maður með sterkar skoðanir. Þegar að árin liðu hækkaði hann í tign og komst á Alþingi. Hann var spenntur fyrir málunum og stafinu. Honum gekk nokkuð vel. Hafði sterkar skoðanir. En með tímanum þurfti hann að beygja sig fyrir þeim málefnum sem flokkur hans vildi setja á oddinn, þó hann væri ekki sammála. 

Síðan var kona hans eyðsluhýt og eyddi gengdarlaust af peningum þeim sem hann aflaði. Hann þurfti því að ganga í fleiri og fleiri nefndir til að auka tekjunar. Á endanum komst hann inní Ríkisstjórn og starfaði sem fjármálaráðherra vegna þess að hann hafði sérhæft sig í fjármálum í gegnum afskipti síns af stjórnmálum.

Er einhver tilbúinn að segja að þessi maður geti ekki staðið sig í starfi afþví að hann hafi verið lærður læknir? 

Í alvöru! Það er maðurinn sjálfur sem hefur getuna en ekki lærdómurinn á bakvið hann!

Varðandi Árna þá er hann sjálfur getulaus í sínu starfi (að mínu mati) sem persónan en ekki vegna þess að hann sé Dýralæknir.

5.  Aðeins um flokksmenn Samfykingarinnar og flokkinn

Ég ætla aðeins smávegis að skrifa um menn í Samfylkingunni:

Ingibjörg Sólrún?

Þekki ekki mjög mikið til hennar en sá oft að hún var mikið upptekin að afla sér vinsælda. Getur tekið upp á að reyna að afla sér vinsælda með yfirlýsingum.  Svipað og um daginn. Tækifæris pólitíkus.

Össur Skarphéðinsson

Ég þekkti dálítið til hans. Meðal annars þegar að ég var að vinna á Raufarhöfn í fiski eitt sumarið þá vann hann sem stjórnandi í fyrirtækinu. Eitt sinn lenti ég í rifrildi við hann vegna þess að þeir ætluðu ekki að borga fólkinu laun eina vikuna. Kynntist honum aðeins hér í Reykjavík. Bauð hann mér tildæmis á þing Jafnaðarmanna þegar ég var í gyfsi eftir að hafa brotnað á fatlaða fótinn (2002 eða 2003 að mig minnir). Össur er stundum ágætur að ræða við en getur verið dálítill refur og fastur fyrir. Ég komst fljótt að því að ég átti alls ekki samleið með honum í skoðunum mínum. Enda tildæmis er ég algjörlega AND ESB sinni!

Jóhanna Sigurðardóttir

Ég studdi hana í Þjóðvaka. Hún talaði ekki neitt við mig þó ég sæi hana á skrifstofunni í Hafnarstræti næstum daglega. Fyrirgreiðslu pólitíkus, en hefur hjálpað mörgum manninum út úr vandræðum. Finnst hún oft of stíf og brosir sjaldan. Þegar að ég var með Ljósmyndasýningu í Kópavogi einu sinniog bauð þessu fólki sem ég þekkti aðeins, þá var það hún Jóhanna sú eina sem mætti.

Varðandi Samfylkinguna:

Mér finnst þessi flokkur vera orðinn algjör pota flokkur. Innan flokksins er fólk með ótrúlega mismunandi skoðanir. Þar eru harðir ESB sinnar, harðir frjálshyggju menn (og hentistefnu pólitíkusar), harðir andstæðingar ESB og virkjana. Ótrúlegt samansafn manna sem gætu unnið miklu betur ef þeir væru ekki háðir stefnum sem þeir setja á oddinn.

Varðandi ESB þá álít ég það komi í ljós í framtíðinni að við íslendingar höfum ekkert að gera þangað. Þegar að það kemur í ljós þá mun fylgið hrynja af þeim. Í framtíðinni mun koma í ljós að ganga í ESB sé algjör uppgjöf. 

Síðan er það þetta sem þeir eru alltaf að gera er að hamra á fólki að mennta sig. Málið er að menntun er ágæt en þessi áherlsa þeirra grunar mig að sé til þess gerð að ná fram þeim áhrifum að geta minnkað það fé sem er lagt í félagsmál........Undansláttur.

Nú skil ég ekkert hvernsvegna ég gat verið innan um þetta lið. Ég sem fann fyrir því að mínar skoðanir áttu lítið samleið með þeirra. En ég get þó allavega sagt að ég hafi lært af þessu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ekki verður vitið í askanna látið. Langtíma minni og greind er ekki tekin í með í reikninginn í skólastefnu síðustu áratugina. "Copy and Paste", mæting og greiðsla skólagjalda í formi raunvaxtalána. Einkunnir ekki sambærilegar milli kynslóða vegna þess að vegin meðaltöl eru notuð við ákvarðanir einkunna.

Ritgreining á því sem þú ritar gefur til kynna góða greind vel yfir meðallagi. Líkamleg vinna eykur styrkir blóðrás sem skerpir hugsun. Sem gott er að setja niður á kvöldin.

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka  þér fyrir svarið Júlíus. Ég var einu sinni mældur á gáfnaprófi og kom út með vel yfir 90% rétt svör. Prófið sem ég tók var þannig að ég þurfti að leysa 5 kafla x 12 spurningar í hverjum. Val um tákn (hringir, kassar og þríhyrningar og úrlausnadæmi (krossapróf með a,b,c,d,e,f,g möguleikum). Um leið og ég fann svarið vissi ég að ég hafði það rétt. Nema aðeins tvær spurningar sem ég var ekki viss um en valdi tvo kosti á báðar. Þetta voru tvær síðustu spurningarnar úr tveimur síðustu köflunum. Hver veit nema að ég hafi haft amk. aðra þeirra rétta. Þegar að ég spurði hvernig mér hefði gengið þá var mér svarað að ég hefði mjög góða ályktunarhæfileiga og ætti að geta unnið við hvað sem væri.

Í gamla daga voru fatlaðir skyldaðir í svona próf ef þeir ætluðu að leita sér að vinnu. Það var áður en að atvinnumálum okkrar var komið í fulltrúa hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur.

Veistu afhverju ég er að þessu? Mér fannst vera tími til að segja frá þessu vegna þess að ég hef áhuga á að fólk fái  að vita að þó ég sé einhver verkamaður þá get ég skrifað hér eins og aðrir sem eru hálærðir. Mér finnst alveg að ég mætti vera meira viðurkenndur. Og fólk taki mark á hvað ég er að skrifa!

 Málið er bara að ég mun berjast fyrir því sem ég trúi á að sér rétt! Það er kominn tími til að henda mér út úr óframfærninni og óörugginu sem hefur lengi hrjáð mig og gera eitthvað að alvöru viti! 

Ég mun ætla  að berjast fyrir hugmyndinni "Okkar Ísland" hvort sem ég stend einn og óstuddur eða með einhverju góðu og heiðvirðu fólki! Það mun heyrast vel frá mér. Það skal ég lofa þér........

Ég var að velta því fyrir mér hvort hægt væri að ganga á fund Forseta til að fá hann að mæla með breytingum á stjórnsýslunni þannig að raddir fólksins sjálfs sem vill ekki flokka fái að heyrast og fólk hafi raunverulegt val! Eða hvort tími sé til að breyta á Alþingi áður en það hættir og fyrir kosningar.

Guðni Karl Harðarson, 23.1.2009 kl. 00:37

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.nyttlydveldi.is/

Ég skrifaði undir þar eð ég tel mig engu hafa að tapa.

Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 01:04

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég mun hinsvegar ekki gera það því ég tel að það muni aldrei ganga að hafa landið sem eitt kjördæmi. Þar eru nokkrar ástæður á.

Ég mun senda Njörði P. Narðvík hugmynd mína!

Það er nauðsynlegt að skipta landinu niður í svæði og undirsvæði til að efla umfang og starfsemi innan hvers svæðis. Ef eitt svæði þá mun atvinna ekki tryggjast jafnt í landinu. 

Undir einu kjördæmi geta menn á milli landsvæða farið í keppni að vera sem flestir af sínu svæði! Ég gæti nefnt fleiri dæmi um að eitt kjördæmi gangi ekki.

Hinsvegar er fínt ef það fengist breyting á stjórnskipuninni!

Guðni Karl Harðarson, 23.1.2009 kl. 01:49

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil byggja landið allt réttlætir betra vegakerfi skapar fjölbreytni.  Lög eiga byggja á heimspekilegum forsemdum um sem mest frelsi og heiðarleika en ekki á skoðunum fólks sem tengjast hagsmuna poti.

T.d. ef Vestmannaeyjar, Vestfirðir krefðust Sjálfstæðis og  og yfirráðaréttar yfir sinni landhelgi hundrað prósent?

Færa meira framkvænda vald heim í hérað í því felst það sem K-ratarnir eru að tala um. Vald til fólksins. Frelsi einstaklinganna á markaði: hliðstætt valdið er í grasrótinni á hverjum tíma, almenn grunnmentun góð. Almenningur hugsar og velur sér fulltrúa til framkvæmda, annan til að að setja rammanna um frelsið sem við lögum okkur eftir : LÖG.

Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 07:54

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já! Á heiðarleika fólks en ekki hagsmunapoti! Vald til fólksins en ekki flokkana. Og síðan yfir stjórn á hverju svæði. 

Þorp eins og þú skrifaðir um daginn en með:

1. svæðisþingi

2. starfsemi og kynningar á vörum

3. handverksmarkaður

4. skemmtanir

5. leikir og íþróttir

Semsagt staður sem fólkið kemur saman til að fræðast og skiptast á skoðunum. Búa til eftirvæntingar fyrir fólkið til að hafa áhuga að gera gott. Finna leiðir tilatvinnu uppbyggingar osfrv.

Guðni Karl Harðarson, 23.1.2009 kl. 19:06

7 Smámynd: Ingibjörg SoS

Þú ert magnaður, Guðni Karl. Og í guðanna bænum vertu það áfram. En veistu, ég er þannig að ég tek sjálfa mig frekar lítið alvarlega. Verð að fá að fíflast inn á milli "og" líka að geta tekið mér bessaleyfi til að hoppa út úr bloggheimi af og til ef mér líst svo á. Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá er heilinn minn allt of einfaldur til að skilja uppbygginguna þína á "Okkar Ísland"

Enn só vott! Aðalatriðið er að þú ert einstakur og mér þykir vænt um þig. "Hjartans hjartans þakkir fyrir falleg ummæli um mig.

Þín Ingibjörgin

Ingibjörg SoS, 23.1.2009 kl. 19:27

8 Smámynd: Ingibjörg SoS

ps. svaraði þér á blogginu mínu

Ingibjörg SoS, 23.1.2009 kl. 19:28

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er aftur á móti farinn að taka mig aðeins alvarlega því ég er eins og ég segi að setja í mig kraft og losna út úr óframfærninni sem hefur lengi hrjáð mig í gegnum lífið.

Ég get nú líka hoppað út. Tildæmis til að glamra á skemmtarann eða fara í kórinn sem ég er í.

Varðandi hugmynd mína þá mun ég kynna hana betur, vel hugsanlega opinberlega. 'Í alvöru held ég að ég sé með eitthvað gott í höndunum. Þakka þér kærlega fyrir svarið!

Guðni Karl Harðarson, 23.1.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband