Mánudagur, 19. janúar 2009
Hvernig á ég að orða þetta?
Ég er nokkuð viss um að ég sé með frábæra hugmynd sem hægt væri nota til laga stöðu Íslands og hjálpa til við að koma okkur út úr kreppunni. Hugmynd sem ekki væri hægt að sleppa. Ég hef einnig fleiri hugmyndir.
Þessa hugmynd get ég þó ekki sagt frá eins og er. Málið er að hún er ekki nothæf meðan að þessi Ríkisstjórn er við völd! Til að hægt verði að nota hugmyndina þurfa að koma til stórtækar breytingar og meðal annars að þessi stjórn segi af sér til að byrja með!
Málið er að það er fullt af fólki uppfullt af góðum hugmyndum sem hægt væri að nota til að rétta landið við út úr kreppunni. Einnig til að alvöru hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir mismiklum skakkaföllum. Slíkar hugmyndir mætti taka saman hjá fólki og nota þegar að ný Ríksstjórn tæki við á Íslandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll, Guðni Karl Harðarson.
Við fyrstu sýn lýst mér bara ágætlega á hugmyndir þínar, en ég þarf að kynna mér þær betur, enda er þetta stórt og yfirgripsmikið mál, sem verður mikið verk að koma til skila til allrar alþýðu þjóðarinnar. Þess utan munu stjórnmálarefir allra flokka sameinast um að leggja stein í götu þess. Gangi þér allt í haginn.
Með kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 27.1.2009 kl. 15:44
Heill og sæll Kristján,
Ef þú hefur skoðað þetta vel á Blogginu mínu þá sérðu út á hvað þær ganga. En ég mun auðvitað alveg næstu daga koma með alla "Okkar Ísland" tillöguna sameinaða inn á Bloggið mitt!
Varðandi að ég hafi hugmyndir enn frekar varðandi fjárhaginn. Þá hef ég verið að safna eiginlegum hugmyndum um hvernig mætti bæt fólki skaðann sem það varð fyrir við efnahagshrunið. Ég veit hvar væri hægt að byrja og er búinn að setja saman áætlun hvernig væri hægt að byrja á þessu.
Þakka þér góðar kveðjur
Góðar kveðjur frá Reykjavík
Guðni Karl Harðarson, 27.1.2009 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.