Fimmtudagur, 11. desember 2008
Áskorun til alla Bloggara sem eru á móti Ríkisstjórn Íslands (2)
Ég er byrjaður sjálfur. Ég hef sent þessa grein mína (sjá færslu á ensku í gær) aðeins leiðrétta á betra máli til Reuters og beðið að Blogga þar um hana. Ég er líka búinn að senda á tvö önnur blöð sem eru í Englandi. Ég er að finna fleiri email til að gefa upp hér:
Hér er slóð á blöð:
http://www.world-newspapers.com/world-news.html
hér er email á Evening Standard:
editor@standard.co.uk
Ætti að geta leitt ykkur áfram og finna email og Blog.
Áskorun til allra Bloggara sem eru á móti Ríkisstjórn Íslands
Ég skora á alla Bloggara sem eru á móti Ríkisstjórn Íslands að gjöra heiminum kunnugt um stöðu Íslands.
Þeir sem kunna að skrifa á ensku skrifi bréf og sendi fréttastofum úti í heimi og á öll hugsanleg Blogg.
Þrátt fyrir að Ríkisstjórnin sé orðin sú óvinsælasta síðan að Lýðveldið Ísland byrjaði og mjög öflug mótmæli manna með meirihluta úr skoðanakönnunum á bak við sig þá neitar hún að segja af sér.
Sýnum óvinsældir Ríkisstjórnar Íslands úti í heimi líka! Í bréfum okkar gætum við komið inn á hvernig Ríkisstjórnin neitar okkur að segja afsér þrátt fyrir öflugustu mótmæli í Íslandssögunni. Við gætum komið líka inná það hversu friðsæl þjóðin er og það sé ekki í eðli okkar fólksins á Íslandi að gera Byltingu! Að ef svipuð staða í einhverju landi úti í heimi væri komin upp þá hefði fólkið í því landi þegar gert byltingu og komið stjórn þess lands frá. Eða að Ríkisstjórn í því landi hefði þegar sagt afsér! Þess vegna séum við að reyna að fá fólk úti í heimi í lið með okkur.
Athugið að við þurfum ekki að vera hrædd um að Ísland verði enn óvinsælla úti í heimi en það er. Við getum auðveldlega skýrt út að það séufáir einstaklingar sem hafi komið þessu af stað en ekki fólkið í landinu.
Förum af stað að senda bréf til fréttastofa og á Blogg út um allan heim!
Ég er að fara að byrja á þessu sjálfur! Ég mun senda fréttastofum úti í heimi og á Blogg líka! Athugið að sumar fréttastofur hafa Blogg eins og við hér heima líka!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Vefurinn, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.