Áskorun til allra Bloggara sem eru á móti Ríkisstjórn Íslands

Ég skora á alla Bloggara sem eru á móti Ríkisstjórn Íslands að gjöra heiminum kunnugt um stöðu Íslands.

Þeir sem kunna að skrifa á ensku skrifi bréf og sendi fréttastofum úti í heimi og á öll hugsanleg Blogg

Þrátt fyrir að Ríkisstjórnin sé orðin sú óvinsælasta síðan að Lýðveldið Ísland byrjaði og mjög öflug mótmæli manna með meirihluta úr skoðanakönnunum á bak við sig þá neitar hún að segja af sér.

 Gerum Ríkisstjórn Íslands óvinsæla úti í heimi líka! Í bréfum okkar gætum við komið inn á hvernig Ríkisstjórnin neitar okkur að segja afsér þrátt fyrir öflugustu mótmæli í Íslandssögunni. Við gætum komið líka inná það hversu friðsæl þjóðin er og það sé ekki í eðli okkar fólksins á Íslandi að gera Byltingu! Að ef svipuð staða í einhverju landi úti í heimi væri komin upp þá hefði fólkið í því landi þegar gert byltingu og komið stjórn þess lands frá. Eða að Ríkisstjórn í því landi hefði þegar sagt afsér! Þess vegna séum við að reyna að fá fólk úti í heimi í lið með okkur.

Athugið að við þurfum ekki að vera hrædd um að Ísland verði enn óvinsælla úti í heimi en það er. Við getum auðveldlega skýrt út  að það séufáir einstaklingar sem hafi komið þessu af stað en ekki fólkið í landinu.

Förum af stað að senda bréf til fréttastofa og á Blogg út um allan heim!

Ég er að fara að byrja á þessu sjálfur! Ég mun senda fréttastofum úti í heimi og á Blogg líka! Athugið að sumar fréttastofur hafa Blogg eins og við hér heima líka!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg SoS

Guðni! Sendu þessa bloggfærslu þína aftur og aftur með vissu millibili. Bloggin eru svo fljót að hverfa. Þessi hugmynd er frábær! Þetta er á við byltingu. Frábært einnig ef þú gætir miðlað upplýsingum varðandi mail, bloggsíður og fl.

Þú veist af mér hér, ef eitthvað,...?

kveðja, Ingibjörg.

Ingibjörg SoS, 10.12.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir Ingibjörg.

Ég ætla einmitt að gera þetta! Ég mun senda þetta sama Blogg inn daglega.

Ég er líka að leita að mailum og bloggsíðum osfrv. Endilega láttu þá sem þú þekkir vita af þessu!

Gerum þetta að alsherjar öflugu máli.  Gerum svona alþjóðlega byltingu gegn íslensku Ríksstjórninni!

Þetta var annars partur af............?

>Þú veist af mér hér???

Áfram skal haldið og heimsækja aðrar Bloggsíður íslenskra Bloggara sem eru á móti Ríkisstjórninni!

Mailin koma inn fljótlega! Athugið að öll hjálp væri vel þegin!

Guðni Karl Harðarson, 10.12.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband