Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Hvað næst?!!!!!
Það er alltaf betur og betur að koma í ljós að stjórnmálamenn bera litla virðingu fyrir kröfum fólksins í landinu. Og það jafnvel þó að fólkið hafi sýnt það svo augljóslega að það telur og hefur sterk rök fyrir því að stjórnvöld hafi brugðist og ættu að segja af sér!
Það upplýsist nú að ég taldi mig einu sinni til vinstri hluta jafnaðarmanna. Ég stuttu eftir úrslit síðustu kosninga sagði skilið við það lið. Einmitt vegna þess hvernig einstaklingar þess sóttu til hægri og í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
En í gær varð mér svo gjörsamlega óglatt! Samfylkingarmenn hafa nokkrir hverjir talað um síðustu daga að þeir væru á þeirri skoðun að það ættu að vera kosningar á næsta ári en samt kom allt annað í ljós við umræður um vantraust tillöguna í gær. Guð minn góður! Ég gjörsamlega forbíð mér að hafa nokkurn tímann komið nálægt þessu liði!
Alltaf sést betur og betur hvað stjórnmálmenn gera til að halda völdum! Eigin hagsmunir og hagsmunir flokksins skuli standa ofar en hagsmunum fólksins í landinu.
Ég er bara að verða orðlaus á þessu rugli. Sem segir aðeins eitt. Ég hlýt að hafa mjög sterk rök fyrir því að það ætti að leggja niður stjórnmálaflokka. Það sást bara enn betur í dag með því að stjórnmálmenn settu hagsmuni flokka sinna ofar hagsmunum fólksins í landinu.
BURT MEÐ ALLA ANDSK............STJÓRNMÁLAFLOKKA STRAX!!!!!
Mótmælendur tökum höndum saman og breytum landinu okkar til hins betra!
OKKAR ÍSLAND
hreinn23.wordpress.com/2008/11/10/150/
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.