Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Böl er völ en okkar framtíð er þín valtíð
Þeir sem hafa lesið Bloggið mitt að undanförnu þykir kannski hugmynd mín ver dálítið róttæk?
Málið er ég að ég er kominn á þá skoðun að það er engin þörf lengur fyrir neina stjórnmálaflokka á Íslandi. Ég hef lesið ýmislegt hér á Blogginu um marga hluti. Eins og: viljum ríkisstjórnina burt, ýmislegt sagt um ráðherra bæði Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. En hvað tæki við? Aðrar kosningar með Samfylkingu (ath. margir hægri sinnaðir þar) stærsta og VG næst stærsta, sem nýja Ríkisstjórn?
Haldið þið virkilega að þessir flokkar muni breyta einhverju og lækna meinin í þjóðfélaginu? Haldið þið virkilega að ný stjórn lendi ekki í sama farvegi og núverandi? Eða er það virkilega enginn sem hefur áhuga á að losna undan áralangri ánauð í þjóðfélaginu?
Vilt þú sem venjulegur þegn þjóðfélagsins áfram taka þátt í slíku rugli? Viltu áfram taka þátt í að þú þurfir að vera bundinn einhverjum kerfisköllum sem standa í fundum eftir fundum mánuðum saman án þess að neitt alvöru komi út úr því? Viltu áfram þurfa að kaupa þér íbúð, kaupa þér skuldir?
Sama hvað þú kýst. Við munum búa við sömu hringekkju í allri framtíð!
Hvort sem það gerist á þessu ári eða næsta ári, eða hvenær. Sama hvað við kjósum af flokkum. Þeir munu engan raunverulegan vanda leysa!
Ég er þreyttur á þessu rugli. Nefnum eitt dæmi: heldur þú virkilega að ný ríkisstjórn muni nokkurn tíman taka sig til við að setja reglur um laun manna í þjóðfélaginu? Heldur þú að þeir muni lækka sín eigin laun? Heldur þú að þeir muni setja lög um takmörkun launa til framkvæmdastjóra fyrirtækja? Takmörkun á eftirlaunum?
NEI! Ég er algjörlega viss og þori að éta sokkana mína (steykta auðvitað) ef þessi eða ný ríkisstjórn geri eitthvað við því!
Þeir munu ekki sýna lit sjalfir og taka sjálfir þátt í að lækka sín laun (eins og við erum með töpuðum verðmætum okkar og auknri verðbólgu í þjóðfélaginu).
Kreppan mun alltaf koma verst út fyrir þá sem minnst mega sín og hafa orðið fórnarlömb atburða síðustu mánuða! Bíddu við! Eftir um 3 til 4 mánuði muntu sjá launahækkanir hjá æðstu ráðamönnum og alþingismönnum. Ef ekki beinar hækkanir þá munu þeir bæta við nefndum til að starfa í og fá þannig meiri laun. Þú átt örugglega eftir að sjá töluverða aukningu á nefndum í framtíðinni. Fylgstu með!
Þeir sem eru best staddir mun ávalt koma best útúr kreppunni!
Við hin á lægri launum munum aftur á móti standa þá enn verr en nú.
Því miður
Ég tek ekki þátt í þessu rugli lengur!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.