Þriðjudagur, 7. október 2008
Nada ekkert af þessu
Hér með tilkynnist þeim sem hafa nennt því að skoða síðasta Bloggið mitt um Pungrotturnar þetta:
Ég er ekki Kapítalisti
Ég er ekki Auðvalssinni
Ég er ekki Einstaklingshyggju maður
Ég er ekki Frjálshyggju maður
Ég er ekki Jafnaðarmaður (ég meina í þeim skylningi eins og sú stefna er sett fram núna)
Ég er ekki Kommúnisti
Ég er ekki Frjálslyndur
Ég er ekki Fasisti
Ég er ekki Anarkisti
Ég er ekki Framsóknarmaður
Ég er ekki VinstriGrænn maður
Það sem ég vil er ekki til og hefur aldrei verið til því það er alltaf einhver sem vill meira en hinn, meiri völd, meiri peninga og ehe.......nefndu það..........Ég ætla amk. ekki að fara nánar útí það núna!
Ég lifi í draumi þar sem lífið er þannig byggt upp:
ALLIR FYRIR EINN
EINN FYRIR ALLA
Þá hagfræði væri hægt að búa til! Amk. er ég að setja hana saman! Ég vil lifa í samfélagi þar sem allir þegnar þess komi jafnt að borði og eigi jafna möguleika! Ég vil ekki lifa í samfélagi þar sem fólk getur í krafti vinskapar/félagsskapar notað sér aðstöðu sína til að útvega sér áhrif, völd og peninga!
Ég er einstaklingur innan um alla hina einstaklingana. Ég vil hafa nákvæmlega jafngóða möguleika og allir aðrir til að ná fram það helsta í lífinu (fyrir utan fjölskyldu og ástúðar) sem er að fæða mig og klæða, hafa húsnæði yfir mig og mína (án þess að eyða morðfé í allskonar kostnað og verðtrygginar þannig að lán sem byrjar kannski í kr. 15.000.000 stækki ekki í yfir 20.000.000 milljónir á einu eða tveimur árum (bara hugsanlegt dæmi))
Semsagt húsnæði fæði og klæði. Mér finnst vera skylda þessarar þjóðar að sjá til þess allir þegnar þess komi jafn að borði!
Það var ekki annað nú!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.10.2008 kl. 00:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.