Úrdráttur á skjali sem sent var Forseta Íslands og Iðnaðarráðherra í mars 2008

Skrifað líka á hreinn23.wordpress.com þar sem ég er líka með Blogg og miklar nánari upplýsingar um mig.

Eftirfarandi skjal sendi ég Forseta Íslands og Iðnaðarráðherra þar sem ég stakk upp á að flytja Þjóðhátíð Íslendinga að Þingvöllum á 3 eða 5 ára fresti:


Svörin sem ég fékk voru þau að þetta hefði verið borið undir Þingvallanefnd og ekki væri hægt að veita leyfi fyrir einkaaðila fyrir svona  hátíð á Þingvöllum. Ég bauðst til að byggja upp svona hátið og fá í lið með mér ýmsa aðila í íslenskum atvinnugeiranum til að undirbúa svona hátíð. Einnig lagði ég til að farið yrði í það að fá ferðamálaráð til þess að undirbúa slíka hátíð. Ég stakk upp á að hún yrði haldin á 3 til 5 ára fresti.

Ríkið virðist hafa takmarkaðan áhuga að setja svona hátíð af stað. Hugmyndin var byggð upp sem hátíð sem kæmi frá Ríkinu en ekki einkaaðila!

 

Halló Ísland

Þjóðhátíð að Þingvöllum

Gamlir og nýjir tímar

 

Halló Ísland er ætlað að vera stór skemmtun og kynning fyrir allt landið. Nokkurs skonar Þjóðhátíð sem kæmi hugsanlega í staðinn fyrir staðbundnar þjóðhátíðirnar sem haldnar eru á hverju ári. Þessari hátíð er ætlað að vera krydd fyrir ýmsa starfsemi hér og þar um landið. Fá fólk til að koma allsstaðar af landinu til skemmtunar, kynninga og leiks. Gefa okkur aukið boost fyrir komandi ár. Ná fram metnaði í fólkinu sem býr í landinu. Sýna sér íslenskar vörur, eins og íslensk matvæli og handavinnu. Færa saman gamla og nýja tíma með starfi, skemmtun og leik.

Megin tilgangur samkomunnar er ætlað að fá þúsundir íslendinga og útlendinga að koma saman til skemmtunar og leiks. Til þess væri vettfangur slíkrar hátíðar að vera á okkar helgasta svæði: ÞINGVÖLLUM. Um leið við komum saman til skemmtunar væri ætlunin að kynna vel land og þjóð. Til þess að það náist má auglýsa vel erlendis og einnig taka upp heimildarmynd af hátiðinni.

Ætlunin er að ná saman:

  • Almannaþing sem væri samkoma Íslendinga til almennra umræðu um land og Þjóð

 

  • Víkingadeildum hér og þar frá Íslandi - til keppni, sýninga og leiks
  • Víkingadeildum frá öðrum þjóðum eins og Norðurlöndum - til keppni, sýninga og leiks

 

  • Hestamannafélögum til að sýna íslenska Hestinn og vera með smákeppnir

 

  • Skátafélögum hér og þar um Ísland

 

  • Íþróttafélögum með Fimleikum og Glímu starfsemi

 

  • Þjóðlagasöngvurum og hljómsveitum fyrst og fremst frá Íslandi - einnig frá Norðurlöndunum

 

  • Smáleikhópum til að sýna leikþætti af landi og þjóð með söguna að leiðarljósi

 

  • Eldriborgum með handavinnu sína

 

  • Íslenskum Matvælaframleiðendum sem framleiða sér íslenskan mat - eins og osta, kjöt ofl.

 

  • Íslenskum Fataframleiðendum sem framleiða Prjónavörur og annan sér íslenskan fatnað

 

  • Handverksaðilum sem vinna ýmsar íslenskar vörur eins og prjónavörur, keramik verk og glerverk..........

 

 Tekjur af hátíðinni:

1. Selja aðgangseyrir þannig: verð inn á hátíðina sem gildir allan tímann (ein vika eða 10 dagar) þannig að fólk geti komið aftur og aftur. Verð á bilinu kr. 3.000 til 5.000 fyrir fullorðna, börn upp að 13 ára á hálfvirði (verð má endurskoða allt eftir því hve hátíðin og skemmtunin yrði viðfangsmikil.

 2. Selja Matvælaframleiðendum og fataframleiðendum aðgang að Básum

 3. Selja auglýsingar

 4. Selja Handverksaðilum afnot af Básum

Gjöld af hátíðinni:

1. Kostnaður vegna uppbyggingar eins og smíðavinnu og skipulagningu svæðis osfrv.

 2. Kostnaður vegna auglýsinga

 3. Kostnaður við að borga skemmturum laun eins og Víkingsveitum, Leikurum og fleirum.

 4. Launakostnaður

 

Almannaþing:

Byggður yrði hringlaga almenningur með sætum sem kallaður yrði: "Almannatengsl" til að halda Almannaþing. Skipt í fimm hluta sem væru allir Landsfjórðungarnir + Reykjavík. Ætlunin að almenningur komi utan af landi til að bera almenn málefni undir almannaþing. Farið yfir stöðu mála, komið með almennar tillögur um úrbætur um málefni síns landsfjórðungs og landsins alls.

Síðan eftir hátíðina yrðu tilllögunum komið til ráðamanna eins og Alþingi og/eða Ráðherra. Eingöngu farið í almenn málefni. Þingið er ætlað fyrir almenning en ekki ráðamenn. Þingið yrði blanda af ræðum, tillögum og umræðum um tillögunar.

Þingið yrði haldið á hverjum degi milli kl. 14.00 til 18.00.

Starfsemi Víkingafélagahópa:

Fá Víkingafélög til að vera með sýningar á leikjum eins og þær hafa verið að gera tld. Í Hafnarfirði. Einnig búa til skylmingakeppni og fleiri keppnir sem veita svo smá verðlaun.

Fá svo almenning til að vera með í sérkeppnum og veita verðlaun.

Víkingasveitir sýni einnig handverk og ýmsa muni sem aðilar þeirra hafa verið að gera. Víkingafélög gætu líka komið erlendis frá eins og frá Norðurlöndum, Írlandi og Skotlandi.

Starfsemi Hestamannafélaga:

Sýna íslenska Hestinn, Kynna starfsemi sína, Hestaíþróttir, Sýna hestagæðinga, Vera með smá keppnir, Leyfa Börnum að komast á Hesbak.

 Starfsemi Skátafélaga:

Kynna starfsemi Skátafélaga, Leyfa Börnum að taka þátt í leikjum Skáta

Starfsemi Íþróttafélaga:

 

Sýna fimleika, Smákeppni í fimeikum, Sýna Íslenska Glímu, Glímukeppni

Starfsemi Þjóðlagasöngvara:

Fá einsöngvara til að syngja daglega. Þeir byrji síðdegis (um kl. 19.00) á sviði og væru að til miðnættis.

Fá einnig smá Þjóðlaga hljómsveitir til að syngja.

Enda á smá danslögum síðast á hverju hvöldi.

Smáleikhópar:

Fá leikhópa og leikfélög (helst áhuga) héðan og þaðan af öllu Íslandi til að koma og vera með smá leikþætti. Besti tíminn til þess væri að deginum frá klukkan 15.00 til 19.00.

Eldriborgarar:

Fá félög eldriborgara til að sýna handavinnu og sýna þegar að þeir eru að vinna. Fá þau helst á sviðið með einhverjar leiksýningar og eða dansa.

Íslenskir matvælaframleiðendur:

Fá matvælaframleiðendur til að kynna sér-íslenskar matvörur. Leggja áherslu á að fá sem flesta framleiðendur af íslenskri vöru frá öllu landinu:

Harðfiskur, Slátur (báðar teg.), Skyr og Skyrvörur, Mjólk, Jógúrt, Íslenskir Ostar og fleira

 Kjötvörur og Fiskvörur:

Íslenska Lambakjötið, Allskonar Fiskur eins og Þorskur og Ýsa ofl., Ýmsar tegundir af Brauðáleggi, Svið, Hangikjöt

og flest það sem telst séríslenskt

Fá íslenska Fataframleiðendur að sýna (og selja) framleiðslu sína:

 Prjónavörur :

 Peysur, Vettlingar, Hlífðarfatnaður ofl.

 Einstaklingar með Handverk:

Fá ýmsa Handverksaðila til að koma að sýna og selja vörur sínar.

 Dæmi:

 Prjónavörur, Leðurvörur, Glervörur, Keramíkvörur og Smíðavörur.

 Básar:

Allir sýnendur og seljendur leigi út Bása og borgi fyrir visst sanngjart verð fyrir sem gildir yfir allan tímann. Þeir sem auglýsa með eins og matvæla framleiðendur, geri sérsamning.

 

Uppbygging:

 Byggðir verði fullt af samföstum sölu og sýningarbásum úr Bjálkum og Tréefni. Ætlunin að hafa í sem mest gömlum stíl. Sýningar og Sölubásar raðað upp í langri einfaldri röð (kannski tvær raðir eins og lítið þorp).

 Byggt yrði Svið úr Tréefni til tónleika og leiksýningahalds (kannski tvö eða fleiri). Einnig í gamaldags stíl. Nota Bjálkaefni til skjóls þar sem hægt er að koma því við.

 Byggð yrði aðstaða fyrir Hestamenn.

 Byggt yrði sér keppnissvæði fyrir Hesta og Menn.

 Byggð yrði aðstaða fyrir gesti og fólk til að snæða mat.

 Byggð yrði aðstaða fyrir Salerni

 Skorðað yrði af svæði fyrir fólk til að Tjalda

 Einnig skorðað af sér-væði fyrir starfs og sýningaraðila til að Tjalda

 Ráðið yrði allskonar starfsfólk eins og verði og fólk sem selur aðgangseyrir ofl.

 Osfrv...................

 

No Comments yet...

Skrifað í Ísland

Posted by: hreinn23 | júlí 26, 2008

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband