Gleðilega þjóðhátíð

  faninn.jpg













"Hinn heiðblái stendur fyrir fjöllin sem fjarlægðin gerir blá, eldrauði liturinn fyrir eldinn i iðrum jarðar og mjallhvíti liturinn ísinn á fjallstoppunum og jöklunum."

 

Eftir aðeins eitt ár á íslenska þjóðin 70 ára afmæli.  Á þeim tíma sem líður fram að því stór-afmæli eigum við íslendingar mikil tækifæri að efla okkur sem þjóðareiningu. Þau tækifæri þurfum við að nota vel. En til að virkja samtakamátt þjóðarinnar þurfum við að standa saman að góðum málum.

 

Við þurfum að líta hið innra með okkur og skoða í hjarta okkar hvað sé best fyrir þjóðina, einstaklinginn, fjölskylduna og ættingja. Jákvæðni, góð gildi og ættrækni eru þær einingar sem við þurfum að fókusa á og tengja þau atriði saman á sem bestan og víðastan hátt. En slíkt er best gert með ýmsu móti eins og að búa til hópefli þar sem fókusað er á þessi atriði.



Jákvæð atriði skipta mjög mikið máli í samskiptum okkar. En inn í hana tengjast atriði eins og gleði, hamingja, góð tjáskipti og fleira. Samtengja þarf þau atriði í samskiptum okkar með ýmsu móti. Eins og að sýna þakklæti fyrir góð verk, sýna réttvísi, sýna umhyggju, skilning, jafnaðargeð og samvinnu svo fátt eitt sé nefnt. En eitt af mikilvægustu atriðum jákvæðninnar er að öðlast sjálfsþekkingu.


Eitt af því sem við elskum og hlúum að eru börnin okkar. Og auðvitað viljum við kenna þeim góð atriði inn í lífið og hvernig á að meðhöndla þau. Og þegar að þau eldast þá kynnast þau eflaust einstaklingum sem þau vilja ganga lífsgönguna með. Þeir aðilar koma að sjálfsögðu frá öðrum ættum  þjóðarinnar. Það er augljóst mál.

Eitt af þeim atriðum sem við flest okkar viljum gera er að efla gildin í samskiptum okkar. Þau góðu gildi sem við viljum taka með inn í ferð okkar í gegnum lífið. En þau gildi geta verið af ýmsum toga, eins og virðing, heiðarleiki, kærleikur og réttlæti svo tekið sé dæmi.

Ættartengsl hafa löngum verið sterk í þjóðarsálinni. Þar má nefna þau atriði að vilja halda í skyldleikann og efla samskipti fólks innan ættarinnar á sem mögulegastan hátt. Eins og tildæmis að hafa áhuga á að þekkja ná frænkur og frændur. Hafa samskipti við þau á sem mögulegastan máta. Eins og að vita hvað þau eru að gera í lífinu. Bestu tengslin myndast með því að hittast og spjalla eða skiptast á sögum og öðrum atriðum inni á net-samkiptamiðlum eins og tildæmis facebook.

Til að Ísland geti orðið fjölskylduvænt land þar sem börnin  búa við öryggi og jöfn tækifæri þurfum við að virkja samtakamátt þjóðarinnar með þessum atriðum sem ég nefni hér að ofan. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi tengjast að sjálfsögðu þeirri samvinnu og samheldni sem byggir á jákvæðni, góðum gildum og skyldleikatengslum.

Fyrir nokkru síðan sendi ég Forsætisráðherra Íslands sérstakt bréf þar sem ég hvatti til þessara atriða sem jákvæðni, gildi og ættarsamvinna tengjast í. Sérstaka tillögu um að efla samtakamátt þjóðarinnar. Tvisvar sinnum hef ég sent Sigmundi Davíð bréf á þessum nótum. Það fyrra rétt fyrir kosningar þegar að nokkuð ljóst þótti að hann yrði næsti forsætisráðherra. Hið seinna fyrir rúmlega viku síðan sem var á sömu nótum.

Í bréfum þessum var hvatning til þess að vinna að þeim samtakamætti þjóðarinnar með þessi atriði að leiðarljósi og undirbúa stórhátíð næsta árs á þennan máta þar sem fólk gæti tjáð sig um þessi mál sem jákvæðni, góð gildi og skyldleiki tengjast saman.


Gaman væri að ef fyrra bréf mitt hafi verið forsætisráðherra sú hvatning sem notað er sem fyrstu orð í stjórnarsáttmálanum.

Góðir íslendingar, notum tímann vel fram að næstu stórhátíð!



mbl.is Hátíðardagskrá á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband