Sigurvegarar - eða hvað?

Í síðustu bloggfærslu minni nefndi ég að lífsleikni tilheyri aðeins innanum sérstöðu Íslands. Þar var ég að tengja inn að bestu aðstæður til að iðka lífsleikni séu næst okkur sjálfum. Að sjálfsögðu tengist sú lífsleikni þeim sem eiga að stjórna á Íslandi.

Nú förum við að kjósa á morgun munum við velja okkur þá sem við treystum best til að stjórna landinu næstu árin. En á hverju byggist það traust?


Síðustu fjögur ár hafa verið mjög róstusöm á alþingi. Þar hefur eins og við vitum gengið mikið á. Þar ríkti yfirgangur, valdfrekja, óvirðing, lygi og blekkingar. Þar var rifist og kallast á. Eiginlega kom margt fyrir það sem getur ekki talist til mannlegra dyggða. Nokkuð margt sem var ekki til þess að efla traust okkar á þinginu. Þegar maður hugsar um það þá man ég ekki eftir neikvæðara þingi í marga áratugi.

Stjórnmálamönnum má vera ljóst að slíkan vinnustað viljum við ekki. Og ég held að besta byltingin sé sú að stjórnmálamenn hafi séð að slík vinnubrögð séu ekki hentug til árangurs né nýtist þeim eitthvað sem ætla að nota þau. Ég held að sú fullyrðing mín sé alveg rétt að langflestir kjósendur mæti á kjörstað með þetta í huga.

Hvað mig varðar þá mæti ég í kjörklefann með miklum semingi. Ég vona að nýir þingmenn sýni virðingu og losi sig við þessa neikvæðni og vinni fyrir landsmenn á faglegan og uppbyggilegan hátt. Það er besta byltingin. Að minnsta kosti á þessum tímum.

 

Ég vona svo sannarlega að ný ríkistjórn upphefji sig ekki. Sama hvað þau gera. Í stað þess mætti taka upp þau vinnubrögð að segja frá hvað sé verið að reyna að gera. Og að segja að verið sé að gera sitt besta. Rétt upplýsingagjöf til almennings er frumskilyrði. 

 

Ég vona svo sannarlega að ný ríkistjórn muni farnast vel í starfi sínu. Taki á málum af staðfestu. Sýni ekki kjósendum sínum vanvirðingu og sýni viðleitni til að taka tillit til athugasemda kjósenda á kjörtímabilinu. Því lýðræði er ekki bara að mæta á kjörstað til velja sér stjórnmálamenn sem hafa síðan yfirvald yfir kjósendur eftir kosningar og framkvæmi bara með valdfrekju án tillits til skoðana annarra. Ég vona svo sannarlega að stjórnmálamenn sjái að við kjósendur erum ekki bara á lífi þegar á að kjósa.


Ég er ekki spenntur fyrir því að velja fólk sem hugsar bara ég, ég, ég. Þoli eiginlega ekki að slíkt fólk komist á þing. Ég er ekki að sjá að fólk með ofurhátt egó-stig geti eitthvað gert af viti fyrir land og þjóð.


Það er alveg ljóst að mörgu þarf að huga. Og margt þarf að laga. Sérstaklega með það í huga að þjóðin skuldar 389 milljarða. En það sést með því að skoða efnahagsreikning fyrir 2012 frá Seðlabanka. Það er alveg ljóst að hvað sem hver segir. Þetta verður alls ekki létt verk.

Hvað sem loforðum líður þá ætla ég rétt að vona að nýrri ríkistjórn og nýtt alþingi muni takast að rétta hlut þeirra sem hafa lent undir vegna kreppunnar. Réttlæti er jú sú krafa að mega búa á Íslandi án þess að vera skuldaþræll. Réttlæti er jú að geta haft í sig og á, án þess að hafa með sér sífelldar áhyggjur í gegnum lifið.

Ég vona svo sannarlega að lýðræðið sé að breytast með því að nýir stjórnmálamenn taki miklu meiri tillit til skoðana okkar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þetta er kolröng tala hjá mér. Veit ekki hvar ég sá hana en það var í skjalinu sem er hægt að sjá hér:

http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/S%C3%A9rrit/S%C3%A9rrit%20nr%20%209%20_Undirliggjand%20erlend.pdf

Guðni Karl Harðarson, 27.4.2013 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband