Úr leikhúsi fáránleikans - Hatvinnuauglýsing

Bófar - ehf (eitthvað háð fáránleika), hundleiðinlegasta og ömurlegasta fyrirtæki í heimi óskar að ráða framkvæmdastjóra, sérfræðing í að setja fyrirtæki á hausinn.

Há-ðleg laun í boði fyrir rétta manninn. Því hærri laun sem fyrr honum tekst ætlunarverkið. Enn háðulegri eftirlaun en úr fyrra starfi. Hver vill sækja um?

Spáið í það!
Hér og þar um þjóðfélagið er stjórnendum boðin himinhá laun í fyrirtækjum og há eftirlaun. Án þess að missa laun eða lækka í launum þó fyrirtækið fari í gjaldþrot. Standa svo ríkir eftir vegna þess að fá há eftirlaun.

Á meðan að heilbrigt fólk nurlar saman 2 til 5 milljónir króna til að eiga fyrir að borga upp í kaup á nýrri íbúð.  Tekur svo lán fyrir restinni. En svo kemur að því að það getur ekki borgað vegna þess að vextir og gjöld eru himinhá og hækka endalaust, langt umfram ævilegrar fjárhagslegrar getu fjölskyldunnar til að halda áfram að borga. Svo krefjast þeir af okkur að við borgum áfram af því sem þeir sjálfir bjuggu til.

Og þegar að fólkið getur ekki lengur staðið í að borga þá heimta þeir allt saman. Ekki bara íbúðina, heldur líka þessar litlu 2 til 5 milljónir sem fjölskyldan náði að nurla saman. Allt farið. 

Spáið í það! Hvar er réttlætið í þessu þjóðfélagi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Tek það sérstaklega fram að hér er ekki beint sjónum að neinu fyrirtæki.

Guðni Karl Harðarson, 3.3.2013 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband