Mánudagur, 25. febrúar 2013
Réttlæting stjórnmálamanna
* Eru stjórnmálamenn á Íslandi siðferðilega vanþroska?
Þjóðfélagið morar allt í mauraþúfunni. Innan um allt kaðrakið hristast stjórnmálamenn og skjálfa á beinunum í yfirlýsingunum og afsökununum. Eins og: ég gerði þetta vegna þess, og svo framvegis...........Þeir sem kunna að lesa í andlits og líkamstjáningar sjá hvað hér fer fram.
Listin að friðþægja sjálfa sig birtist í ýmsum myndum
Þeir sem eru ekki trúaðir koma með siðlætingu sem felst í afsökunum með því að tjá sig að allt það sem þeir gerðu var rétt og satt. Sama þó hið gagnstæða blasi við almenningi. Þannig eiga slíkir stjórnmálamenn til að ljúga eða blekkja. Algjörlega siðblindir vita ekki einu sinni af gjörðum sínum. Hinir smá meðvituðu eru minni menn fyrir því að biðjast ekki afsökunar á gjörðum sínum. En slíkt væri langbest fyrir manneskjuna sjálfa hugarfarslega og myndi hjálpa fólki til að sjá trúverðuleika. Til að geta haldið í traust á honum. Stjórnmálamaður sem viðurkennir ekki mistök og biðst afsökunar missir þannig virðingu almennings vegna þess að augljóslega virðir hann sig ekki sjálfur. Hann missir þannig traust líka sem verður til þess að hann tapar trúverðuleika. Síðan má spyrja sig hvort slíkur stjórnmálamaður sé heiðarlegur, sem hann er augljóslega ekki.
Þeir hér bæði peningamenninir og hægri sinnuðustu frjálshyggju stjórnmálamenn sem brotið hafa af sér leita oft friðþægingar í trúnni. Þeirra réttlæting felst í því að hlusta á aðra segja sér hvað sé rétt og gott. Hinsvegar er allt eins víst að þegar á hólminn er komið er ekki farið eftir því. Vegna þess að það rekst á við fjárhagslega hagsmuni þeirra. En við fjárhagslega hagsmuni geta komið upp aðstæður sem þeir spyrja sig hvort þeirra ákvarðanir séu löglegar, ólöglegar eða siðlausar. Þar að segja hjá þeim sem slíkt skiptir máli. Hinsvegar nota margir þeirra tækifærin sem koma upp í hendurnar, alveg sama hvort þær eru réttlætanlegar eða ekki. Aðstæður gætu verið þannig að bjarga sér út úr fjármála óráðsíu svo dæmi séu nefnt. Einnig að geta notfært sér aðstæðunar sem aðrir bjóða þeim upp á, hvort sem það eru vinir eða ókunnugir. Þeir kunna listina að fela gjörðir sínar. Þessar persónur eru fyrst og fremst óheiðarlegar í fjármálalífinu sem blasir útá við. Þeir sem eru hvað verstir og siðblindir sjá ekki neitt ranglátt við gjörðir sínar.
Áttum okkur á þeim sannleika að fjármálamenn gera allt sem þeir geta til að eignast peninga og þó þeir hugsi um að vera strang heiðarlegir þá geta komið upp þær aðstæður sem öll slík loforð hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þeir gera allt til að bjarga sér úr aðstæðum. Virðing manna fyrir slíku fólki verður á sama hátt engin vegna þess að þeir kunna ekki að virða sjálfa sig.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hér smá staka (2 erindi) sem ég bjó til fyrir nokkrum dögum um Tapara:
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=10200601223023100&set=pb.1535229488.-2207520000.1361810781&type=3&theater
Guðni Karl Harðarson, 25.2.2013 kl. 16:48
Gjarnan það gliðnar í sundur,
og gleymist í tímana rás,
þannig fór þessi tapara fundur,
þaðan fara þau hás.
Grátlegt því nær lítið ekkert eftir,
nema argasta þras,
þau vita ekki að þannig að heftir,
né þekkja sitt fas.
Guðni Karl Harðarson, 25.2.2013 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.