Hvað er raunverulegt lýðræði?

Hvora staðhæfinguna aðhyllist þú?

*Lýðræði
felst í því að velja sér yfir sig stjórnendur, eftir að þeir hafa sagt þér hvað þú heldur að það sé sem þú vilt heyra?

*Lýðræði felst í því að ég sem einstaklingur er fæðist í þennan heim fæ að hafa áhrif á þarfir mínar og væntingar. Að ég sem einstaklingur hafi rétt á því að tjá mig um þarfir mínar og skoðanir á þeim og að tekið verði tillit til þeirra af stjórnendum.


Hvað er eiginlega lýðræði?

Sjáðu fyrir þér eftirfarandi:

Á hverju landsvæði Íslands væri 1 stórt hús þar sem:

1. Í sérstökum sal yrði komið á svæðisþingi sem við kjósum okkur þingmenn í. Bæði beint persónukjör og persónur í gegnum flokkakjör. Svæðisþing sem slík myndu efla hvert landsvæði fyrir sig og hafa ráð á ýmsar framkvæmdir á svæðinu. Á þessu svæðisþingi yrði unnið eftir hringborðsreglu og spjaldanotkun til að tjá sig. Búið að sleppa alveg Ræðupúlti og miklu auðveldar verður að vinna og klára mál.

2. Í öðrum sal á sama stað væri sérstakt almannaþing þar sem almenningur kemur saman og ræðir hugmyndir sínar. Þetta þing væri frjálst fyrir íbúa komna á kosningaaldur en líka væri hægt að fá fram tjáningu hjá íbúum svæðisins með því að búa til mætingaskyldu, til að ná fram fullri nýtingu.

Samhæfanleg virkni

Þau mál sem þátttakendur svæðisþings kjósa sér um eftir umræðu vær síðan borin fram á svæðisþingið og þingið þyrfti að taka það til umræðu. Þannig gert að almannaþingsfulltrúi fengi að mæta á svæðisþingi og taka þátt í umræðu um þau mál sem almannaþingið ákveði. 

Á ákveðnum fyrirfram settum tíma eins og tildæmis 1 sinni í viku, kæmi síðan svæðisþingimaður inn á almannaþingið til mæta með mál og fá álit almennings á því máli áður en að það væri tekið til umræðu á svæðisþinginu.

Með þessu móti væri aðal alþingi íslendinga með miklu færri þingmenn sem ræddu þá bara um mál sem snúast að öllu landinu eftir sérstakri jafnræðisreglu.

Þannig myndi lýðræðið virka best og fólk viti af því að það getur haft áhrif.

Hér er ein ástæða þess að ég myndi aldrei samþykkja nýja stjórnarskrá eins og hún er sett upp. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta sem þú skrifar hérna segir eiginlega að þú hafir ekki lesið nýju stjórnarskránna af því að hún er miklu nær þessu fyrirkomulagi sem þú lýsir en gamla stórnarskráin.

Auk þess gerir hún þér kleift að setja saman frumvarp með þessum hugmyndum og reyna að ná vissu fylgi við tilöguna þá getur þú ásamt fylgismönnum lagt frumvarpið fram á þinginu sem er skyldugt að taka það til umfjöllunar og ef þau veita því ekki brautar gengi þá fer frumvarpið í þjóðaratkvæðagreðslu. Alþingi getur sett annað frumvarp sem val milli þinnar tillögu eða þeirra.

Berðu þessar tvær stjórnarskrár saman sjálfur og sjáðu hvor er nær þinum hugmyndum og taktu svo ákvörðun.

Ólafur Örn Jónsson, 6.3.2013 kl. 22:53

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er búinn að lesa þetta allt mjög vel. Búinn að fara í gegnum þetta allt saman og svara áður. Bauð mig meira segja fram og fór á ráðstefnur og fundi.

Beint lýðræði með prósentutölu gerir ekkert fyrir kjósendur. Vegna þess að þingið mun alltaf ráða. Þingið gæti breytt því eins og það vill. Einnig er 10% eða prósentutala ekkert lýðræði. Það er bara fámennur hópur sem velur sér ákveðin atriði til að leggja fram.

Svo tek ég ekki þátt í svoleiðis blekkingarleik að breyta einhverju með þingið með þessari leið. Eins og sumir hafa verið að láta sér detta í hug. Að leggja fram sérstakar tillögur þegar og ef ný stjórnarskrá yrði samþykkt. Þetta sem ég hef heyrt.

Það er ekki ég sem persóna!

Guðni Karl Harðarson, 7.3.2013 kl. 01:10

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Svo er hinar ýmsu greinar í þessu eins og 111. greinin sem ætti að fara hreinlega burt.

Í fljótu... .gæti ég nefnt 23. greinina sem er svo vitlaus að það hálfa væri nóg.

Guðni Karl Harðarson, 7.3.2013 kl. 01:20

4 identicon

Heill og sæll Guðni Karl æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Afsakaðu; fremur sein viðbrögð mín Guðni minn, en;;; þér, að segja, gef ég EKKERT fyrir Íslendinga, eins og málum háttar nú hér - og gustuk mikil væri, aumkvuðu Kanadamenn og Rússar sig, yfir þetta lanleysis samfélag, fornvinur góður.

Úr því; sem komið er, sýnist mér.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - og fyrri, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband