Ný Stjórnarskrá eða Manifesto?

A manifesto is a written public declaration of the intentions, motives, or views of the issuer, be it an individual, group, political party or government.

Tillaga að Ísland geri með sér sérstakan sáttmála eða samning

 

  • Þjóðleg opinber yfirlýsing

 
Hugsa mætti sér að þjóðin gerði með sér sérstakan samning eða sáttmála þar sem tekin væru fyrir helstu atriði sem báðir þjóðfundirnir völdu sér. Hvernig slíkur samningur yrði útfærður býður upp á ýmsa möguleika.

Ákveða þyrfti sérstök grunnatriði í slíkan samning

  1. Hugsanlegur möguleiki að þeir sem voru á þjóðfundunum (öðrum hvorum eða báðum) kæmu fram með sérstakar tillögur að hvað væri í köflum slíks samnings, á grundvelli frumatriða.
  2. Hugsanlegt að bjóða almenningi að leggja inn tillögur hvað væri í samningnum á grundvelli sömu skilyrða.

    Þegar að ljóst yrði hvað stæði í slíkum samning þá ætti almenningur 18 ára og eldri að mæta til að undirskrifa samninginn með sínu nafni og kennitölu. 

 

islandsvottun.jpg
















Til að undirbúa sig undir "Nýtt Ísland" Inn í slíkan samning gætu komið inn þar atriði sem snúast að nokkru leiti hvernig fólk gæti sett upp endurgerð samfélags þar sem kaflar sem snúa að stjórnarskrár atriðum koma við sögu. En það byggði á því að það væru atriði sem hefur fengist reynsla af.

Inn í Manifesto gætu síðan komið ýmis atriði sem snúa að samfélagi manna er byggir á jákvæðni og góðum mannlegum gildum, eins og heiðarleika, virðingu, réttlæti og svo framvegis.

Slíkur grunnsamningur þyrfti ekki að vera nema 4 eða 5 blaðsíður. 

 

  • Ný tillaga að efnisatriðum stjórnarskrár

 

Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé leið til að sætta alla aðila. Í þeim tilgangi fór ég að hugsa um hvort að ekki væri hægt að vinna að gerð nýrrar íslenskrar Stjórnarskrár á annan máta? Fyrst að byggja upp "Nýtt Ísland" og setja á svokölluð reynslulög á hin ýmsu atriði sem teldust til hinna ýmsu kafla nýrrar stjórnarskrár. Að taka þannig hvern kafla fyrir sig byggja upp með þjóðinni. Síðan þegar komin er góð reynsla á, setja þá inn í frumvörp og sem lög (eftir á) og þaðan inn í stjórnaskrá sem kafla þar.

Þannig að viðhafðri góðri reynslu þá virkar það einhvern veginn réttlátara, viturlegra og raunverulegra að setja efnist atriði eftir að reynsla er komin á þau sem kafla nýrrar stjórnarskrár. 

 



Punktar um núverandi stjórnarskrá og tillögur þær sem á að kjósa um

  • En og aftur þvert NEI! 

 

Fyrir nokkru síðan skrifaði ég hér á bloggið mitt greinar sem útskýrðu andstöðu mína við tillögur stjórnlagaráðs í gerð nýrrar stjórnarskrár. Meira að segja kom með haldbær rök fyrir því að kosningin sé ósanngjörn og að það halli á þá sem segðu NEI við fyrstu spurningu sem leggja á fyrir þjóðina 1. vilt þú hafa tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá? - NEI.

Einnig tók ég fyrir ýmsa kafla tillagnana og útskýrði andstöðu mína við þá. Hér í þessari bloggfærslu kem ég dálítið inn á aðra punkta í þessu máli öllu. Og enn frekari ástæðum fyrir mínu NEI. 

 

  • Gamla Stjórnarskráin

 

Hún er þarna eins og föst í huga íslendinga. Við erum orðin vön henni og hugsum lítið um nema þá kannski þegar að verið sé að leita að blóraböggli fyrir ástæðum á verkum manna. Þannig er stjórnarskrá oft notuð sem tæki til að kenna um þegar að aflaga fer. Það sem gerst hefur á Íslandi hefur gerst þrátt fyrir hana og vanalega eru atburðir ekki vegna hennar heldur hugsar fólk ekkert um hana þegar að verknaðurinn er framinn, eða það hentar oft ekki sjónarmiðum fólks að fara eftir henni. Hugsið ykkur í þessu sambandi hvernig það væri ef engin stjórnarskrá væri til, þá hefðum við ekki tæki til að kenna um það sem aflaga fór. Við vitum alveg hvað við höfum með gömlu stjórnarskránni.

 

  • Ný Stjórnarskrá 

 

Hún er eins og við vitum ekki orðin til. Við vitum því ekkert hvað breytingar á henni muni gera fyrir íslendinga. Hún er því mikil óvissa og mjög langt í frá að það sé sátt um hana. Hugsið ykkur ef tillögur stjórnlagaráðs yrðu nú samþykktar. Það gæti orðið til þess að mikil óeining verði til inni á alþingi. Ómældum tíma yrði varið í deilur um þetta mál, í stað þess að sá tími gæti orðið til að minni tími færi í mál sem skipta mjög miklu máli. Einnig gæti það orðið til að sundra þjóðinni enn frekar.

Einnig á fólk til að hrópa upp og vera með yfirlýsingar að fólk sem sé andstætt breytingum á stjórnarskrá hafi ýmissa sérhagsmuna að gæta. Sem er ekki sanngjart því mjög margt fólk á sér enga sérhagsmuni og allt aðrar ástæður að baki andstöðu þeirra. Ég tildæmis sjálfur tilheyri þeim hópi fólks sem hafa enga sérhagsmuni, en samt neita ég staðfastlega að samþykkja efnisatriði þessarar Stjórnarskrár sem spurgt er um.

 

  • Von eða vit?

 

Það eru ýmsir í þeim hópi sem vill samþykkja tillögur stjórnlagaráðs, sem trúa því að eina leiðin til að breyta á Íslandi sé í gegnum Stjórnarskrána. Að þetta sé eina leiðin til tryggja það að almenningur fái einhverju meira ráðið um framkvæmdir, eins og tillögur til frumarpa til laga. Þetta fólk gleymir ýmsum atriðum eins og tildæmis þeim kafla er snýr að þjóðaratkvæðgreiðslum. Að þó nægilegur mikill fjöldi fólks fengist upp í 10% regluna þá er það alltaf á endanum Alþingi sem sjálft ákveður og ræður með meirihlutakosningu hvað verður um slíkar tillögur. Einfalt er að sjá að möguleg tillaga frá fólki sé andstæð þeim flokki eða flokkum sem hafa meirihluta á þingi, í það og það sinnið.

Svo er alltaf mikið óvissumerki hvort að þingið samþykkir slíka tillögu. En við verðum jú að muna að kosning um nýja Stjórnarskrá á að vera ráðgefandi. Það er spurning hvort að eitthvað vit sé í þessu.

 

  • Það væri hægt að breyta og gera það öðruvísi

 

En það er önnur leið vissulega til.  Hún er sú að það er þjóðin sjálf sem á að hafa kraftinn til að breyta og réttinn til þess.

Sjálfur er ég þegar að verða tilbúinn með sérstakar hugmyndir og tillögur um framkvæmdir slíkra atriða og mun rita þær niður hér á bloggið mitt þegar að rétti tíminn er orðinn til þess. En það er svo sannarlega öðruvísi!

 

  • Ástæðuveldið

 

Það er alveg ljóst að ákveðnar ástæður lyggja að baki sérstakra áhugamanna um að ný stjórnarskrá verði að veruleika. Sumir eiga sér þar sérstök mál. Eins og sést fyrir með atriðum í ýmsum köflum tillagna að nýrri stjórnarskrá. Tildæmis eins og sem snýr að þjóðréttarsamningum og þar eru ákveðnir aðilar áberandi í að auglýsa stjórnarskráratriði og þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einnig aðilar sem vilja breyta atriðum eins og um sérstakan trúarkafla. Svo eru það hinir sem telja sig hugsanlega tapa einhverju eða farast á mis við eitthvað ef þjóðin segði NEI við spurningunum sem á að leggja fyrir þjóðina. Þegar að farið er vandlega yfir þessi mál eru ástæðurnar nokkuð augljósar. Hvað sjálfan mig varðar þá tek ég ekki þátt í slíkum ástæðum!

 

Ég legg til að þverskurður þjóðfélagsins verði valinn til að setja saman þau atriði sem færu inn í sérstakan þjóðarsamning.

Ég segi því eitt ákveðið NEI við spurningu 1. sem leggja á fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er dáldið mikið á báðum áttum með þessa stjórnarskrá.  Veit ekki hvað ég mun gera, en ég mun lesa mér vel til bæði með og á móti.  Þakka þér Guðni fyrir þitt málefnalega innlegg í þá umræðu.  Ég er að mörgu leyti sammála þér með að þarna liggja ýmsar gildrur, mest af öllu óttast ég hvað þessi stjórnvöld muni gera ef þetta verður samþykkt, því þeim er svo sannarlega ekki treystandi fyrir fjöreggi þjóðarinnar það hafa þau svo sannarlega sýnt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2012 kl. 13:58

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það er svo sannarlega rétt hjá þér Ásthildur að stjórnvöldum er ekki treystandi fyrir þessu.

Ég vil nota tækifærið og beina athygli þinni á að athuga vel og vandlega hvaða aðilar hafa verið að auglýsa þjóðaratkvæðagreiðsluna hvað mest. Eru það ekki einmitt mikið til JÁ aðilar við inngöngu í esb? Ég hef þegar tekið eftir það nokkrum aðilum. 

Guðni Karl Harðarson, 15.9.2012 kl. 14:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sennilega rétt hjá þér.  Vil bara vera laus við þetta ESBrugl og er orðin dauðleið á að hafa endalausar áhyggjur af sjálfstæði þjóðarinnar í höndum fólk sem ég lít á sem föðurlandssvikara, en því miður stjórna landinu ennþá, vonandi fer því að ljúka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2012 kl. 15:48

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Með orðinu "Manifesto" á ég við þjóðarsamning. Þetta getur þó verið útskýrt sem stefnuskrá og væri þá: ÞJÓÐARSTEFNUSKRÁ.

Guðni Karl Harðarson, 15.9.2012 kl. 20:09

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2012 kl. 02:03

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona byrjaði þetta. Þar eitthvað að orðlengja um það frekar?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2012 kl. 02:05

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eiginlega ekki Jón. Nema að hvetja fólk til að mæta á kjörstað til að segja NEI við spurningu 1.  og láta það duga.

Guðni Karl Harðarson, 29.9.2012 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband