Villandi upplýsingar?

Ég veit ekki til með þessi atvik. En ég veit um tilfelli sem undirskriftasafnari fyrir frambjóðanda hefur sagt fólki að það gæti skrifað undir á fleiri en einn lista. Hélt að þetta færi efti undirskriftasöfnun við kosningar til alþingis sem og þið vitið stjórnlagaþingi.

 Vil ég því beina sjónum að kanna málið ef hægt er af þeim forsendum.

 


Vil nota tækifærið að beina sjónum ykkar á fína bloggrein mína:

Hvað er þetta með Dögun eiginlega? VAKNIÐ!


mbl.is Kærði undirskriftafölsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er alveg á hreinu að það má bara mæla með einum frambjóðanda. Sá sem mælir með fleirum er einfaldlega að gera ógagn því undirskrift hans mun teljast ógild og dregst frá heildarfjölda undirskrifta sem frambjóðandi hefur skilað. Í alvarlegum tilfellum eins og hér virðist vera á ferðinni getur það jafnvel orðið til ónýtingar.

En það er mikilvægt að átta sig á því að þegar einhver falsar undirskrift, þá er það sá sem skrifar sem gerist sekur um skjalafals og auðkennisþjófnað og í þessu tilviki brot á kosningalögum, en ekki sá sem grunlaus tekur við fölsuninni í góðri trú. Þess er ekki krafist að fólk sýni skilríki þegar það skrifar undir, og að ósekju gæti sá sem skrifar undir allt eins skáldað nafnið sem kýs að skrifa á blaðið.

Það má því ekki lasta þolandann Ástþór fyrir þetta, hvað sem manni finnst um hann, nema fyrst yrði sýnt fram á að hann bæri einhvernveginn ábyrgð á þessu sjálfur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2012 kl. 15:56

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Gott að þú komst hér inn Guðmundur og svaraðir þessu!

Það er alveg á hreinu að það má bara mæla með einum frambjóðanda. Sá sem mælir með fleirum er einfaldlega að gera ógagn því undirskrift hans mun teljast ógild og dregst frá heildarfjölda undirskrifta sem frambjóðandi hefur skilað. Í alvarlegum tilfellum eins og hér virðist vera á ferðinni getur það jafnvel orðið til ónýtingar.

Þá áttar þig á því hversu ógagn sá gerir sem er að safna undirskriftum ef hann segir fólki að það megi skrifa nafn sitt hjá fleirum en einum frambjóðanda?

 Ég er ekki að lasta neinn. Þú getur einmitt sé hvað ég skrifaði í fyrstu setningunni hjá mér í þessari færslu.

Guðni Karl Harðarson, 25.5.2012 kl. 16:19

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

 Svo það sé á hreinu. Síðasta setningin mín var ekki nógu nákvæm:

 Vil ég því beina sjónum að kanna málið ef hægt er af þeim forsendum.

Hefði átt að vera:

Vil ég beina sjónum að kanna mál allra frambjóðenda af þeim forsendum.

Guðni Karl Harðarson, 25.5.2012 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband