Föstudagur, 10. febrúar 2012
Vonandi helst það! + linkur á grein mína í mbl. í dag um Sjálfbærni
Vonandi helst svona framboð eins og Samstöð vel á fylginu fram að kosningum. Gott væri að sjá að önnur framboð sem taka skýra afstöðu hvað þarf að gera í þjóðfélaginu taka sig saman og vinna saman að framgangi sínum fram að kosningum. Hugsanlega gæfi sérstök yfirlýsing um samvinnu milli framboða eftir kosningar gefið enn sterkari meðbyr með slíkum framboðum út í þjóðfélagið.
Í dag var ég með sérstaka grein um "Sjálfbærniþorp" í prentaða útgáfu morgunblaðsins.
Hér er sú grein óstytt:
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1221220/
Samstaða með 21% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Facebook
Athugasemdir
Góðar ábendingar í greininni þinni, Guðni. Þú bendir þar á ýmis sjónarmið sem löngu er tímabært að komist til alvarlegrar umræðu og og meðvitundar almennings.
Þessi og þvílík sjónarmið eru reyndar lífsnauðsynleg í ljósi þeirrar feigðarstefnu sem hefur verið ríkjandi hingað til og þegnar flestra þjóða hafa látið leiðast af. Að óbreyttu er þetta helstefna, eins og skýrsla Rómarklúbbsins 1972 um takmörk vaxtar í hnattrænu samhengi varar við.
Varðandi glæsilega innkomu stjórnmálasamtakanna Samstöðu þá virðist sem þau séu inni á þessum málum í stefnuyfirlýsingum sínum. Það er vel. Fólk taki eftir því!
Kristinn Snævar Jónsson, 10.2.2012 kl. 10:47
Þakka þér Kristinn. Svo er undirlyggjandi hvatning í greininni til fólks að fara nú að taka sig til og gera nú sniðuga hluti fyrir framtíðina.
Mér hefur heildstæð stefna um þessi mál dálítið skort á. Svo er eins og öllu eigi að stýra frá yfir-valdinu í Reykjavík frekar en að setja í gang svona stöð (þorp) sem er nær samfélagi því sem hún er við. Því þar er miklu auðveldara að hafa yfirsýn yfir ný verkefni og halda utan um þau, stór sem smá.
Í svona þorpi myndast síðan samkennd meðal íbúanna og hvatning til að gera góða hluti saman.
Vonandi sjá Samstaða og hin nýju framboðin að einmitt eitthvað svona er framtíðin. Einmitt með tilliti til þess að við gætum stóraukið fæðuöflun á þennan hátt.
Guðni Karl Harðarson, 10.2.2012 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.