Mánudagur, 23. janúar 2012
Alveg snilld!
Þetta er nú alveg allt saman snilld því ráðherranir falla í umvörpum og þá verður ekki lengur eftir neinn til að skipta um til að setja inn nýjan ráðherra í staðinn
Alþingi íslendinga heldur sífellt áfram að valda almenningi vonbrigðum með framgöngu þingmanna. Alveg ótrúlegt hefur verið að hlusta á og fylgjast með þinginu síðustu daga. Þetta allt saman er meiri farsi en í bíómynd.
Stutt hlýtur að vera þangað til að stjórnin fellur. Því það heyrist af sífellri reiði meðal þingflokksmanna um framgöngu ráðherra og þingmanna þeirra. Tildæmis eins og með Össur og Ögmund.
*****
Sjáið þessi tvö þarna á myndinni sem hér fylgir fréttinni. Ekki veit ég hver var að tala þarna þegar að myndin var tekin.
Kallinn á myndinni notar byssu "steeble" á ræðumann sem segir: þú ættir að þegja og hætta þessu rugli. Sem sagt; ætlað að nota til að stoppa þann sem talar af.
Konan hallar út á hlið og setur hendina undir höku. Sem þýðir: ég vil helst ekki hlusta á svona rugl.
Hart sótt að Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Athugasemdir
Eitt af því áhugaverða sem fólk getur gert er að taka sig til og læra á líkamstjáningu fólks.
Guðni Karl Harðarson, 23.1.2012 kl. 09:44
Já svo sannarlega, og þvílíkt sem þetta hefur áhrif á stjórnina af hverju voru þau yfirleitt að fara þá leið að reyna að afneita tillögu Bjarna Ben, þau máttu vita að það ylli þessu stríði ef þau yfirleitt hefðu eitthvað pólitískt nef.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.