Fimmtudagur, 19. janúar 2012
Ójöfnuður - hatvinna - helferð
Almenningur er algjörlega búinn að fá upp í kok yfir sig á ástandinu í þjóðfélaginu. Daglega rignir yfir okkur fréttir um baráttu stjórnmálamanna og flokka sín á milli inn á þingi þar sem barátta þeirra er hver sé sekur eða saklaus. Sem og aðrar ávirðingar þeirra á milli. Þar sem völdin skipta þau meira máli en velferð þegna landsins.
Svo er alltaf reynt að ljúga í fólk að allt sé nú í góðu standi. Að ríkistjórnin sé að gera svo góða hluti. Og fyrir hina skiptir mestu máli að hreinsa sig af áburði og ábyrgð fyrir eigin gerðum sem þó þáverandi samstarfsflokkur þeirra var þátttakandi í svo nefnt sé tildæmis aðra ráðherra í þeirri stjórn.
En staðreyndirnar aðrar blasa við. Hækkanirnar hér og þar. Fyrir þá sem sérstaklega fylgjast með þá er þetta augljóst mál. Svo eru verkalýðsfélög í stappi við ríkistjórn útaf að það sé ekki staðið við samninga sem skipta orðið engu máli því verðlag á nær ÖLLU hefur hækkað svo mikið að ráðstöfunartekjur hafa svo stórlega minnkað. Sem ég nær daglega verð var við, verandi í nánd við verslanir á mínum vinnustað.
Svo talað sé nú ekki um bankana sem auglýsa sig banka fyrir landsmenn og allt sé að verða svo fínt og gott. Á meðan að þeir ganga að fólki sem á í erfiðleikum.
Ég heyri fólk tala um daglega hversu ÓGEÐSLEGT þetta ástand sé.
Nei þessi SF flokkur snýst svo sannarlega ekki um stóru yfirlýsingarnar! Frekar hægt að segja að þau vinni hatrammri baráttu fyrir ójöfnuði og standa í helferð gegn vinnandi fólki í landinu.
En því miður ekki eru hinir í fjórflokknum neitt betri.
Eitt sinn hélt ég sjálfur að Jóhanna væri að gera svo góða og fína hluti fyrir fólk.
Ég verða að biðja afsökunar af að hafa einhverntímann verið svo vitlaus að halda þetta.
Þetta er orðið svo grafalvarlegt mál að það þarf fyrir alvöru að gera eitthvað við þessu ástandi!
Vonbrigði með ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Réttindi fjölskyldunnar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er auðvitað grímulaus gagnrýni og lygar á stjórnina eins og SA og VSÍ stunda nú til dags
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 15:05
Mér er svo gjarnt að standa í því. Þá er svo fullt af fólki sem ég tala við að ljúga líka?
Guðni Karl Harðarson, 19.1.2012 kl. 15:10
Einmitt, þar eð eg er a þessu svæði,langar mig að spyrja þig Guðni minn afhverju eg get stundum ekki náð kommunni yfir breiðan serhljoða. Hef ekki getað svarað kommentum fra í gær ut af þessu.En vona að rikisstjornarræsknið lullist ut af.
Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2012 kl. 15:16
Það á að segja þessum samningum upp vegna þess að ef það er ekki staðið við þá alla þá er forsendan fyrir þeim farin...
Það verður meira og meira áríðandi að koma þessari Ríkisstjórn frá vegna þess að það virðist algjörlega útséð um að hún ætli sér að taka upp hanskan fyrir almenningin í Landinu og ef að VR ætla sér að hanga á þessum samningum vegna þess að það séu einhverjir sem fá launahækkanir 1 feprúar er fyrra vegna þess að með sama áframhaldi þá verða sárafáir eftir til að versla í þessum verslunum...
Það á jafnt að ganga yfir alla...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2012 kl. 15:18
Vissulega þarf að segja samningum upp. En eru verkalýðsfélög tilbúin að vinna saman beint með almenningi að því að hreinsa þjóðfélagið og vinna að nýjum samningum sem fyrir alvöru skipta einhverju máli?
Þá á ég við að almenningur fái að vera með á sameiginlegum fundum?
Síðan þarf að setja sérstaka vörn á að svona hækkanir eins og svo ótvírætt verður var við. Passa upp á að þær geti ekki komið fyrir. Það þarf að setja upp tekjumörkun varðandi ráðstöfunartekjur fólks. Fastbundin ákvæði um að ráðstöfun fólks geti ekki farið undir og niður fyrir laun á mánuði. Búa til tekjumörk.
Því einhver tekjutrygging ein og sér er alls ekki nóg, því aldrei er staðið við hana.
Eru verkalýðsfélög tilbúin að koma að alsherjarfundi ef slíkt væri í kortinum að setja í gang?
Eru verkalýðsfélögin tilbúin að standa saman að því að krefjast með fólk afsögn verðtryggingar?
Guðni Karl Harðarson, 19.1.2012 kl. 15:33
Helga mín við vonum hið besta að þetta takist nú á endanum!
Guðni Karl Harðarson, 19.1.2012 kl. 15:34
Hei!"
SA hefu staðið við allt sitt og er það meira en hægt er að segja um Ginnungargapuxann hann Gylfa, handbendli Samspillingarinnar eða um Slowhönnu og Seingrím sem ekkert heyra eða sjá enda orðin húsgögn á Alþingi. Eini munurinn á þeim og stólunum sem að þau sitja í er að þeir standa sjálfir.
Óskar Guðmundsson, 19.1.2012 kl. 23:04
Það er eins og þið vitið augljóst mál að ekki verða kjarasamningarnir felldir eins og við sáum í fréttum.
Hvort að ástæðunar séu raunverulega þær sem ASI nefndi veit ég ekki um. En auðsjáanlega lifir þetta fólk í sínum eigin heimi sem er svo langt utan við staðreyndir sem eru augljósar eins og með tilliti til allra hækkanana sem hafa verið að undanförnu.
Guðni Karl Harðarson, 19.1.2012 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.