Fimmtudagur, 12. janúar 2012
Það sem ég sá
Úr frétt:
>Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Lárus Blöndal, sem var einn helsti talsmaður samninganefndarinnar hér á landi, sendi fjármálaráðuneytinu reikning vegna samskipta við fréttamenn og fyrir að koma fram í sjónvarpsþætti.<
Er ekki inni í launum samningamanna að koma fram í sjónvarpi og tala við fréttamenn? Maður hefði talið þetta starfinu tilfallandi. Eða er þetta eitthvað óvíst í starfslýsingunni? Gleymdist kannski að segja samningamönnum nákvæmar skildur sínar?
Eflaust eru til miklu fleiri eldri tilfelli um svipað. En nú eru þeir sem eru samningamenn búnir að læra að best sé bara að koma sem mest fram í fréttum og sjónvarpsþáttum.
Gott væri að fá upplýst hve krafa hans hafi verið há og hvað hann fékk?
Til Túnis vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Reikningarnir fara vafalaust eftir fjölda tíma sem unninn er eins og almennt gerist hjá lögmönnum. Það að koma fram í fjölmiðlum til að gera grein fyrir málinu og stöðu þess hlýtur eðlilega að teljast til vinnu við verkið.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2012 kl. 09:03
Í sínum launum fá lögmenn ekki borgað eftir sérstakri tímavinnu heldur hefur örugglega gerður fastur launasamningur við manninn. Og annaðhvort borgað eftir mánaðarlaunum eða samið um laun fyrir allt samningaferlið.
Þetta á ekki að teljast til neinnar aukavinnu.
Guðni Karl Harðarson, 12.1.2012 kl. 09:12
Sem er mjög líklegt að samið hafi verið við hann um allt samningaferlið.
Guðni Karl Harðarson, 12.1.2012 kl. 09:16
Ég geri mér þó alveg grein fyrir að svona starfi fylgja allskonar verk og miklar annir.
Fannst þetta þó frekar einkennilegt að taka sérstök laun fyrir að koma fram í sjónvarpi og tala við fréttamenn.
Guðni Karl Harðarson, 12.1.2012 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.